Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 48

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 48
272 LÆKNAblaðið 2020/106 Sjö komu í fyrsta sinn í greiningarferli fyr- ir kynleiðréttingu á Landspítala í janúar. Fyrir um áratug tók transteymi spítalans við tveimur til þremur einstaklingum á ári. Þeir voru 50 í fyrra. Þetta segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir sem hefur sérhæft sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann er fluttur aftur heim til Íslands eftir 10 ára dvöl í Stokkhólmi. Þrettán transkonur eru á biðlista eftir kynfæraaðgerð. Biðin tekur allt að tvö ár. „Skurðaðgerðin sjálf er aðeins partur af kynleiðréttingarferli. Þverfaglegt teymi geðlækna, sálfræðinga, innkirtlalækna, kvensjúkdómalækna og lýtalækna kemur að ferlinu.“ Hannes lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og sérhæfði sig í lýtalækning- um á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hann tók doktorspróf þaðan 2016, er í þremur rannsóknarhópum og handleiðari doktorsnema. Hann gerði tvær kynleiðréttingaraðgerðir í byrjun mars á Landspítala og segir fjórar hafa verið á dagskrá fyrir sumarið. Tveimur sem átti að gera í lok marsmánaðar var frestað vegna COVID-19 veirufaraldursins. „Vonandi verður faraldurinn genginn yfir í sumar og við komust af stað með valaðgerðir eftir sumarfrí,“ segir hann. Áður en Hannes flutti aftur heim kom hann tvisvar til þrisvar á ári og gerði að- gerðirnar á Landspítala. Hann hefur frá því í fyrrasumar starf- að á lýtalækningastöðinni Dea Medica í Glæsibæ. Hann er enn í hlutastarfi á Karólínska eina viku í mánuði. Þá er hann stundakennari við Karólínska háskólann og kennir almennar lýtalækningar og kyn- leiðréttingaraðgerðir. Langir biðlistar hér heima Hannes segir biðlista eftir aðgerðunum en hann einskorðist þó ekki við transskjól- stæðinga. „Einnig eru langir biðlistar fyrir annars konar valkvæðar aðgerðir svo sem liðskiptiaðgerðir, augasteinsaðgerðir og brjóstauppbyggingu eftir krabbamein. En vonandi verður ástandið betra þegar fram í sækir.“ Hann bendir á að hann hafi stigið inn í gott starf og utanumhald með kynleið- réttingaraðgerðum. Halla Fróðadóttir lýta- læknir hefur verið með honum í stórum kynleiðréttingaraðgerðum. „Hún hefur dregið vagninn hvað varðar skipulag og utanumhald á skurðaðgerðum fyrir sjúk- lingahópinn síðustu ár.“ Hannes gerir stóru kynleiðréttingar- aðgerðirnar á Landspítala en þó einnig á stofu sinni í Glæsibæ. „Við erum með fullbúna skurðstofu og gerum aðgerðir í svæfingu. Hér geri ég til að mynda brjóst- nám á transmönnum, brjóstastækkanir fyrir transkonur og minni kynfæraaðgerð- ir, eins og þegar gera þarf minniháttar leiðréttingar eftir stóru aðgerðina,“ segir hann. Hann segir skurðstofurnar á Landspít- ala sérútbúnar dýrum tækjum auk þess sem sjúklingarnir þarfnist langrar legu eftir stærri aðgerðirnar. „Konurnar liggja inni í um 7 daga og karlmenn allt að 10 daga.“ Kynfæraaðgerðir á transmönnum séu tæknilega flóknar aðgerðir. „Yfirleitt taka þessar aðgerðir 6-8 klukkustundir,“ segir hann. Sá tækifæri í kynleiðréttingum En hvernig kviknaði áhuginn á að leiðrétta kyn? Hann segir frá því að hann hafi verið meðal 22 lýtalækna og námslækna á lýta- deildinni á Karólínska þegar yfirlæknirinn hafi skipt um stöðu og skilið eftir skarð í hópnum. „Biðlistar voru langir. Allt upp í tveggja ára bið eftir stærri aðgerðum. Sjúklinga- hópurinn var að stækka mikið og hratt. Greiningum að fjölga. Ég sá bæði þörf og tækifæri,“ segir Hannes. „Ég var frekar stutt kominn í sérnám- inu þegar þarna var komið og byrjaður að gera stórar kynleiðréttingaraðgerðir áður Hröð framþróun við kynleiðréttingaraðgerðir Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni í Svíþjóð tífaldaðist á 10 ára starfsferli Hannesar Sigurjónssonar lýtalæknis. Þrettán bíða nú eftir aðgerð hér á landi og geta búist við allt að tveggja ára bið. Hannes segir tækniþróunina hraða í meðferð og aðgerðum transfólks. Transkonur vilja eignast börn „Konur fæddar í karllíkama hafa komið að máli við okkur lýtalækna og spurt hvort þær geti fengið grætt í sig leg,“ segir Hannes Sigurjónsson, annar tveggja lýtalækna sem gerir kynleiðréttingaraðgerðir hér á landi. Legígræðslur í konur hafi fyrst verið gerðar í Gautaborg í Svíþjóð, og nú á fleiri stöðum í heiminum, með góðum árangri. Hann telur að áður en starfsævi hans verði á enda fæði kona fædd í karlkyns líkama barn. „Tæknilega er legígræðsla möguleg. Við höfum rætt þetta á þingum en ég held að það sé langt í að ígræðslan verði raunverulegur möguleiki fyrir transkonur.“ Áskor- unin liggi í siðferðislegum álitamálum og líffærafræðilegum hindrunum sem eftir sé að ræða og yfirstíga. Hann bendir á að líffæraþeginn þurfi gjafa, helst móður eða systur. „Svo þarf allt að passa. Tæknilega væri mögulegt að tengja gjafalegið við æðar í kviðarholinu,“ segir hann. „Minna pláss er í grindarholinu hjá þeim sem eru fæddir í karlmannslíkama en kvenmanns, en þetta er ekki útilokað.“ Áhugaverð grein hafi birst í BJOG í janúar í fyrra frá rannsóknarhópi frá Imperial College, þar sem segir í niðurstöðu að bæði lagalega og siðferðislega væri ótækt að hafna því að þessar að- gerðir yrðu gerðar á transkonum. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.