Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 44

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 44
268 LÆKNAblaðið 2020/106 „Jú, göngudeildin er afrek,“ segir Daði Helgason, sérfræðilæknir á COVID- 19-göngudeildinni, sem sett var upp á örfáum dögum í Birkiborg, húsi á lóð Landspítala Fossvogi. Hún var opnuð þann 24. mars og er því komin reynsla á starfsemina. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á deildinni, segir hana af- rakstur þess þegar umhyggja og upplýs- ingatækni mætast. „Umhyggja er kjarninn í því sem við gerum og með öflug verkfæri í hendi er hægt að ná ótrúlegum árangri.“ Ragnar Freyr segir starfsemina hafa breyst mikið á um einum mánuði. Hann hefur áður gagnrýnt starfsaðstæður á spítalanum, þá sérstaklega neyðarástandið á bráðamót- tökunni. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þessi faraldur er skelfilegt tjón fyrir sam- félagið allt, en inni á spítalanum hefur átt sér stað ótrúleg gróska, alveg frá gólfi til æðstu stjórnenda,“ segir hann. „Það var hlustað. Stjórnendur hlustuðu á fagmenn og stjórnvöld hlustuðu á sérfræðinga. Við það virðast góðir hlutir gerast. Það eru skilaboðin sem við tökum frá þessu verk- efni,“ segir hann. „Hér hafa verið leystar úr læðingi ótrúlegar hugmyndir. Samvinnuverkefni, nýsköpun, rannsóknartækifæri. Það hafa orðið til tengsl á milli fólks sem að öllu jöfnu hefði aldrei starfað saman. Aldrei rætt saman nema kannski í lyftunni á milli hæða,“ segir Ragnar Freyr. „Nú sjáum við styrkinn í öðru fólki. Maður getur komið með eitthvað til þeirra og það gefið á móti. Það hefur sáð hug- myndum um hvernig við munum vinna saman í næstu verkefnum og komandi áskorunum að faraldri loknum.“ Geðheilsan lykilatriði Daði segir að í upphafi hafi göngudeildin verið skipulögð af læknum á lyflækn- ingasviði. „En nánast frá byrjum komu sérnámslæknar frá öðrum sviðum að verkefninu, skurðsviði, kvennadeildinni, augndeildinni og geðdeildinni.“ Far- sóttarnefnd ýtti fyrstu drögum að hug- myndinni úr vör og hún óx í samvinnu þvert á deildir. Ragnar Freyr segir að strax á fyrstu dögunum hafi starfsmenn geð- deildar stigið fram og boðið þekkingu sína að fyrra bragði. „Við sáum fyrstu dagana að staðan var ansi dökk,“ segir hann. „Þeir buðu stuðn- ing við þá sem glíma við geðræn vanda- mál vegna faraldursins.“ Það hafi beint kastljósinu að geðheilsu sjúklinganna. Með því að gefa henni sérstakan gaum hafi innlögnum verið afstýrt. „Síðan göngudeildin tók til starfa hef- ur sjúklingum með COVID-19 fækkað drastískt á bráðamóttökunni,“ segi Ragnar Freyr. Daði segir smitaða áhyggjufulla. „Fólk horfir á fréttirnar og sér hve margir deyja af völdum veirunnar. Sjúklingarnir eru því eðlilega stressaðir,“ segir hann. „Fyrst vorum við að einblína á líkamleg einkenni og velta fyrir okkur hver þyrfti að koma inn á spítalann. Við heyrðum mjög fljótt að það þyrfti að huga að geð- heilsu. Við höfum heyrt hjá fólki hve gott er að heyra í hjúkrunarfræðingi daglega til að halda geðheilsunni þokkalegri.“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir C O V I D - 1 9 COVID-19-göngudeildin: íslenskt hugvit COVID-19-göngudeildin sýnir áhrifamátt þess að vinna saman þvert á fagstéttir. Deildin á sér ekki erlenda fyrirmynd en hefur að mati læknanna Daða Helgasonar og Ragnars Freys Ingvarssonar afstýrt fjölmörgum innlögnum á spítalann í þessum heimsfaraldri. Afrek í sögu íslenskrar heilbrigðisþjónustu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.