Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2020, Síða 44

Læknablaðið - mai 2020, Síða 44
268 LÆKNAblaðið 2020/106 „Jú, göngudeildin er afrek,“ segir Daði Helgason, sérfræðilæknir á COVID- 19-göngudeildinni, sem sett var upp á örfáum dögum í Birkiborg, húsi á lóð Landspítala Fossvogi. Hún var opnuð þann 24. mars og er því komin reynsla á starfsemina. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á deildinni, segir hana af- rakstur þess þegar umhyggja og upplýs- ingatækni mætast. „Umhyggja er kjarninn í því sem við gerum og með öflug verkfæri í hendi er hægt að ná ótrúlegum árangri.“ Ragnar Freyr segir starfsemina hafa breyst mikið á um einum mánuði. Hann hefur áður gagnrýnt starfsaðstæður á spítalanum, þá sérstaklega neyðarástandið á bráðamót- tökunni. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þessi faraldur er skelfilegt tjón fyrir sam- félagið allt, en inni á spítalanum hefur átt sér stað ótrúleg gróska, alveg frá gólfi til æðstu stjórnenda,“ segir hann. „Það var hlustað. Stjórnendur hlustuðu á fagmenn og stjórnvöld hlustuðu á sérfræðinga. Við það virðast góðir hlutir gerast. Það eru skilaboðin sem við tökum frá þessu verk- efni,“ segir hann. „Hér hafa verið leystar úr læðingi ótrúlegar hugmyndir. Samvinnuverkefni, nýsköpun, rannsóknartækifæri. Það hafa orðið til tengsl á milli fólks sem að öllu jöfnu hefði aldrei starfað saman. Aldrei rætt saman nema kannski í lyftunni á milli hæða,“ segir Ragnar Freyr. „Nú sjáum við styrkinn í öðru fólki. Maður getur komið með eitthvað til þeirra og það gefið á móti. Það hefur sáð hug- myndum um hvernig við munum vinna saman í næstu verkefnum og komandi áskorunum að faraldri loknum.“ Geðheilsan lykilatriði Daði segir að í upphafi hafi göngudeildin verið skipulögð af læknum á lyflækn- ingasviði. „En nánast frá byrjum komu sérnámslæknar frá öðrum sviðum að verkefninu, skurðsviði, kvennadeildinni, augndeildinni og geðdeildinni.“ Far- sóttarnefnd ýtti fyrstu drögum að hug- myndinni úr vör og hún óx í samvinnu þvert á deildir. Ragnar Freyr segir að strax á fyrstu dögunum hafi starfsmenn geð- deildar stigið fram og boðið þekkingu sína að fyrra bragði. „Við sáum fyrstu dagana að staðan var ansi dökk,“ segir hann. „Þeir buðu stuðn- ing við þá sem glíma við geðræn vanda- mál vegna faraldursins.“ Það hafi beint kastljósinu að geðheilsu sjúklinganna. Með því að gefa henni sérstakan gaum hafi innlögnum verið afstýrt. „Síðan göngudeildin tók til starfa hef- ur sjúklingum með COVID-19 fækkað drastískt á bráðamóttökunni,“ segi Ragnar Freyr. Daði segir smitaða áhyggjufulla. „Fólk horfir á fréttirnar og sér hve margir deyja af völdum veirunnar. Sjúklingarnir eru því eðlilega stressaðir,“ segir hann. „Fyrst vorum við að einblína á líkamleg einkenni og velta fyrir okkur hver þyrfti að koma inn á spítalann. Við heyrðum mjög fljótt að það þyrfti að huga að geð- heilsu. Við höfum heyrt hjá fólki hve gott er að heyra í hjúkrunarfræðingi daglega til að halda geðheilsunni þokkalegri.“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir C O V I D - 1 9 COVID-19-göngudeildin: íslenskt hugvit COVID-19-göngudeildin sýnir áhrifamátt þess að vinna saman þvert á fagstéttir. Deildin á sér ekki erlenda fyrirmynd en hefur að mati læknanna Daða Helgasonar og Ragnars Freys Ingvarssonar afstýrt fjölmörgum innlögnum á spítalann í þessum heimsfaraldri. Afrek í sögu íslenskrar heilbrigðisþjónustu?

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.