Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 28

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 28
252 LÆKNAblaðið 2020/106 F R É T T A S Í Ð A N „Ég hef aldrei unnið neitt svona hratt. Þetta var algjör sprettur. En við unnum mörg að þessu og verkið gekk mjög vel,“ segir Daníel Fannar Guðbjartsson, yfirmaður tölfræðideildar Íslenskrar erfðagreiningar. Vísindagrein 40 lækna og fræðimanna hérlendis birtist einungis mánuði frá fyrstu skimun sjúklings. Niðurstaðan samræmd- ist því að tæpt 1% fólks utan sóttkvíar hefði smitast af SARS-CoV-2-veirunni. „Raðgreining á erfðaefni veirunnar sýndi að mörg smit bárust til Íslands og að þau komu frá mismunandi svæðum. Þá var stór hluti smitaðra utan sóttkvíar einkennalaus en við mátum ekki hversu margir af þeim fengu síðar einkenni COVID-19-sjúkdómsins.“ Landlæknir, sóttvarnalæknir og for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar eru meðal höfunda greinarinnar. Þar er einnig Guð- rún Sæmundsdóttir, yfirlæknir vöktunar á sóttvarnasviði hjá Embætti landlæknis, sem Læknablaðið valdi af handahófi í hópn- um. „Verkið gekk mjög hratt og vel,“ segir Guðrún sem kom að því að semja lyk- ilspurningarnar í rannsókninni. „Það er ekki annað hægt en að vera stolt af teym- inu og verkinu.“ Hún segir raðgreiningu sterkt verkfæri til framtíðar til að rekja smitleiðir. „Raðgreining leiðir sannleikann í ljós á miklu skýrari hátt en spurningalistar gera. Framþróunin er afar spennandi fyrir okkur sem höfum unnið við faraldsfræði í langan tíma,“ segir hún. „Það er frábært að sjá svona afrakstur og vera einn hlekkur í stórri keðju.“ Daníel segir að unnið sé um allan heim að auka þekkingu á SARS-CoV-2-veirunni sem veldur COVID-19. Sérstaðan hér sé sú hve nákvæm gögn liggi fyrir um íslensku þjóðina. „Enginn hefur svo heildstæða mynd af einni þjóð eins og við.“ Hratt sé unnið um allan heim við að safna þekk- ingu um veiruna. Með raðgreiningu sé erfðamengi veirunnar greint og hægt að sjá þegar veir- an stökkbreytist. „Við höfum sent niður- stöður raðgreiningarinnar í opinberan gagnagrunn á erlendum vettvangi þar sem þær nýtast öðrum vísindamönnum,“ segir hann. „Í framhaldi af þessari grein erum við að vinna að ýmsum rannsóknarverkefnum tengdum COVID-19. Til dæmis vinnum við með rakningateyminu við að meta líkurnar á smiti eftir mismunandi leiðum. Við tengj- um þar rakningaupplýsingar og raðgrein- ingaraðir veirunnar. Með því að leggja þær upplýsingar saman við erfðagögnin getum við betur metið hver er að smita hvern.“ Daníel segir erfitt að vita hvernig smit SARS-CoV-2-veirunnar þróist þegar yfir- völd slaka á samkomubanni. Hvað gerist í haust? Komi önnur smitbylgja eins og margir hafi spáð? „Við erum einnig byrjuð að mæla mótefni í samstarfi við sóttvarnalækni með það að markmiði að meta útbreiðslu veirunnar enn betur. Þetta er mikilvæg mæling til viðbótar við veirugreininguna þar sem það virðist vera að margir sem smitast fái væg eða jafnvel engin einkenni. Fyrsta skrefið í þessu ferli er að meta þær mæliaðferðir sem eru í boði með tilliti til næmni og sértæki,“ segir hann. „Við viljum halda áfram að bjóða fólki að koma í veiruskimun og mótefnamæl- ingar til þess að fylgjast með dreifingu veirunnar. Þessar upplýsingar nýtast stjórnvöldum vonandi í baráttunni við að halda sjúkdómnum niðri,“ segir Daníel að lokum. Leita að sannleika COVID-19-veirunnar „Við höfum séð milli vikna hvernig álagið á starfsfólki og stofnunum hefur minnkað,“ segir Alma D. Möller landlæknir. Embættið fær reglulega skýrslugjöf um ástandið á heilbrigðisstofnunum landsins nú í kórónuveirufaraldrinum. Landlæknir skoðar hvort vert sé að halda skýrslugjöfinni áfram þegar faraldrinum lýkur. Hún segir kerfið einfalt, byggt á þremur litum, rétt eins og um- ferðarljós. Aðeins einu sinni í faraldrinum hefur rauðu ljósi verið flaggað. „Það var fyrir vestan. Ástandið varði í tvo daga og var leyst með bakvörðum og auknum aðbúnaði.“ Alma segir afar mikilvægt að tekist hafi að afstýra því að heil- brigðisstarfsfólk hér á landi hafi ekki þurft að forgangsraða meðferð sjúklinga sinna sem þjáist af Covid-19. Einnig að hér hafi ekki skort hlífðarbúnað. Heilbrigðisstarfsmenn víða um heim þurfi að vinna sig í gegnum slíkt áfall. „Það varðar bæði traust almennings á heilbrigðisþjónustu og líka traust heilbrigðisstarfsfólk á stofnunum sínum. Þetta traust hefur ekki beðið hnekki hér á landi.“ Landlæknir segir álagið hafa minnkað milli vikna Alma D. Möller landlæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna þann 27. apríl. Mynd/gag Vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar leiddu vinnu 40 lækna og fræðimanna sem standa að íslenskri kórónuvísindagrein í einu stærsta læknariti heims, The New England Journal of Medicine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.