Morgunblaðið - 18.05.2020, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 8. M A Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 116. tölublað 108. árgangur
GUÐRÚN SIGRAÐI
EFTIR SEXFALDAN
BRÁÐABANA
KEPPT UM
AUÐLINDIR
TUNGLSINS
HUGA ÞARF AÐ
SAMSKIPTUM OG
TENGSLUM
NÝTT KAPPHLAUP 13 ÁSDÍS SÍMONARDÓTTIR 12FYRSTA MÓT SUMARSINS 27
Betolvex
Fæst án
lyfseðils
1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur
Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin
(B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti
og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/
fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag.
Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið
vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja-
fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp-
lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
B-12
A
c
ta
v
is
9
1
4
0
3
2
Vandinn ekki á förum
Staða grunn- og framhaldsskólanemenda er misjöfn eftir óhefðbundinn vetur
Tugir nemenda munu líklega ekki mæta meir í skólann vegna leyfisbeiðna
beðið um leyfi fyrir börn sín úr
skóla út skólaárið af ótta við smit,
að sögn Helga Grímssonar, sviðs-
stjóra skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar.
„Það er auðvitað mikilvægt að
foreldrar taki þessa ákvörðun að vel
athuguðu máli. Það er ekki til að
bæta ástand fyrir mörg börn að
vera lengur heima en orðið er. Á
móti kemur að það er enn sú staða
heima hjá sumum að það eru ein-
staklingar sem eru með undirliggj-
andi alvarlega sjúkdóma og aðstæð-
ur þannig að foreldrar hafa tekið
þessa ákvörðun,“ segir Þorsteinn.
Helgi segir að reglan í skólunum
hafi riðlast talsvert og staða barna
sé misjöfn eftir að hafa stundað
skóla með breyttu sniði í einn og
hálfan mánuð. „Við reynum að veita
þeim sem hefur fatast flugið traust-
ari stuðning og aðhald í framhald-
inu.“
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Vandinn sem kórónuveiran hefur
skapað nemendum grunn- og fram-
haldsskóla hverfur ekki á þessu
skólaári og mun fylgja nemendum
inn í næsta skólaár, að sögn Þor-
steins Sæberg, formanns Skóla-
stjórafélags Íslands.
Hann segir mikilvægt að börnum
sé ekki haldið lengur heima en þurfi
en tugir foreldra í Reykjavík hafa
Þrír öðruvísi mánuðir
» Skólastarf var óhefðbundið frá
16. mars til 4. maí.
» Skóla verður slitið 5. júní.
» Þeir grunnskólanemendur sem
mæta ekki meir missa því alls af
tæpum þremur mánuðum af
hefðbundinni grunnskólagöngu.
MHætta á að áhrif veiru verði… »2
Númer 33 og ómerktur víluðu ekki fyrir sér að
ná góðri æfingu við Nauthólsvík á föstudaginn.
Fimleikahringirnir virðast gera ráð fyrir að not-
endur séu lægri í loftinu en þeir eru sem hér
reyna að gera sér þá að góðu. Þess er þó ekki
langt að bíða að þessir sömu geti freistað þess að
ná enn betri æfingum, hvort sem það er í sund-
laugum sem voru opnaðar í dag eða í líkams-
ræktarstöðvum sem verða opnaðar eftir viku.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi
Koma verða fram
aðgerðaáætlanir
frá Seðlabankn-
um til að bregð-
ast við því hversu
hægt stýrivaxta-
lækkanir skila
sér til ein-
staklinga og fyr-
irtækja hér á
landi. Þetta segir
Árni Sigur-
jónsson, nýkjörinn formaður Sam-
taka iðnaðarins.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
í síðustu viku hafa vaxtakjör ís-
lensku viðskiptabankanna ekki
þróast í takt við vaxtalækkanir
Seðlabankans. Að sögn Árna er
áhyggjuefni að stýrivaxtalækkanir
skili sér ekki betur til almennings en
raun ber vitni. „Það er mikið hags-
munamál fyrir landsmenn alla að
bankakerfið sé skilvirkt og ákvarð-
anir Seðlabankans skili sér alla leið,“
segir Árni. »12
Lækkanir
skili sér
of hægt
Bankakerfið verð-
ur að vera skilvirkara
Árni
Sigurjónsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum ekki átt annarra kosta
völ en að fallast á þessar hækkanir.
Spurningin sem við höfum staðið
frammi fyrir er hvort við viljum
setja félagið í þrot eða borga það
sem þeir fara fram á. Fyrir mér er
þetta ekkert annað en ofbeldi,“ segir
Þórhallur Viðarsson, einn eigenda
skemmtistaðarins B5 í Bankastræti,
um viðskipti sín við Eik fasteigna-
félag.
Eigendur B5 eru ósáttir við stöð-
ugar hækkanir á leiguverði af hálfu
fasteignafélagsins síðustu misseri.
Þær hafi verið knúnar fram í skjóli
þess að yrði ekki á þær fallist yrði
skemmtistaðurinn aðeins opinn til
kl. eitt á nóttunni. Slíkt myndi ganga
af rekstrinum dauðum, segir Þór-
hallur. Steininn tók úr þegar fast-
eignafélagið vildi ekki endurskoða
áður samþykktar hækkanir þegar
samkomubann var sett á og staðnum
var lokað með tilheyrandi tekjufalli.
Raunar hækkaði leigan um hálfa
milljón króna hinn 1. apríl auk vísi-
tölutengdra hækkana. Leigan er nú
rúmar 3,5 milljónir króna á mánuði.
Forstjóri Eikar kveðst ekki vilja
tjá sig um málefni einstakra við-
skiptavina. Hann segir að brugðist
hafi verið við vanda þeirra sem á
þurftu að halda þegar kórónu-
veirufaraldurinn skall á. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
B5 Hefur verið lokaður í um tvo
mánuði vegna samkomubannsins.
Leigan hækkuð þegar staðnum var lokað
Eigendur B5 ósáttir við fasteigna-
félagið Eik 3,5 milljónir í leigu
„Þegar við höfum tekið tillit til
söluhruns á hótel- og veitinga-
markaði þá sjáum við að áfeng-
issala er minni í ár en í fyrra. Við
höfum líka reynt að meta neysl-
una hjá Íslendingum. Það vantar
auðvitað erlenda ferðamenn en á
móti eru Íslendingar ekki að
ferðast til útlanda. Við metum það
sem svo að neysla Íslendinga sé
minni en í fyrra,“ segir Gunnar B.
Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri
Ölgerðarinnar. Samdráttur í sölu
áfengis á veitingastöðum nemur á
bilinu 85-90% frá samkomubanni.
»14
Minni áfengisneysla
í samkomubanninu