Morgunblaðið - 18.05.2020, Side 2

Morgunblaðið - 18.05.2020, Side 2
Morgunblaðið/Eggert Skóli Sumarnámskeið með áherslu á íslenskukennslu standa börnum af er- lendum uppruna til boða og fleiri leikjanámskeið verða í boði í sumar. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Óhefðbundinn vetur í grunnskólum vegna heimsfaraldurs, verkfalla og fárviðra hefur verið grunn- og fram- haldsskólanemendum erfiður og komið verst niður á þeim sem eiga veikt bakland. Mikilvægt er að taka sérstaklega utan um þá nemendur sem hafa orðið illa úti í upphafi næsta skólaárs, að sögn Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann segir hættu á því að áhrif þess að börn hafi misst mikið úr hefð- bundnu skólastarfi vegna kórónuveir- unnar verði langvinn fyrir nemendur. „Sérstaklega er sú hætta fyrir hendi ef við ætlum að fara sömu leið og í kjölfar kreppunnar. Þá voru fjár- framlög til skólakerfisins beinlínis minnkuð vegna efnahagslegra að- stæðna.“ Börnin hafa mörg hver misst mikið úr skóla þennan veturinn og stundað nám í fjarkennslu sem hefur hentað þeim misvel. Þorsteinn segir mikilvægt að haft sé í huga að vandinn sem hefur skap- ast vegna faraldursins og annars hverfi ekki á þessu skólaári. „Í haust þurfum við virkilega að taka utan um þá einstaklinga sem hafa farið illa út úr þessu og það þarf að mæta þeim í upphafi skólaárs í haust á verulega sterkum for- sendum.“ Af þeim sökum má alls ekki skera niður fjárframlög til skólakerfisins eins og gerðist á árunum eftir efna- hagshrunið 2008, að sögn Þorsteins. „Það þarf frekar að bæta í fjár- magn til ýmiss konar sérúrræða í haust til þess að mæta þessum ein- staklingum sem þurfa meira á sér- tækri þjónustu að halda heldur en önnur börn í haust.“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að nú einbeiti skólayfirvöld sér sérstaklega að því að taka á móti þeim nemendum sem hafa misst úr námi vegna áhrifa veirunnar. Þannig verði boðið upp á sumarnámskeið fyr- ir börn af erlendum uppruna sem komu til landsins á árinu og sömuleið- is verður almennum leikjanám- skeiðum í sumar fjölgað svo börn á yngsta skólastigi og miðstigi geti haldið sem mestri virkni í sumar. Helgi segir erfitt að segja hvort námsárangur nemenda sé verri í vet- ur vegna áhrifa veirunnar en gengið sé út frá því að ekki hafi verið kafað jafn djúpt ofan í ákveðin atriði og vant er. Þá hafa list- og verkgreinar setið á hakanum í grunnskólum borgarinnar. Áhrif fjarveru úr skólanum verða einstaklingsbundin, að sögn Helga, vegna þess að bakland grunnskóla- barna er missterkt. Bæði Helgi og Þorsteinn segja sömuleiðis að skólunum hafi tekist misvel að mennta nemendur sína með fjarkennslu. Hætta á að áhrif veiru verði langvinn  Vandinn verður enn til staðar í skólakerfinu í haust  Borgin reynir að styðja þau sem þurfa  Hættan er meiri ef stjórnvöld skera niður í skólakerfinu eins og eftir hrun, að sögn formanns SÍ Þorsteinn Sæberg Helgi Grímsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, naut sín í sigl- ingu út í Drangey í Skagafirði um helgina. Hér sést hann um borð í Hafsól með börnum sínum tveimur, Sæþóri Peter og Eddu Margréti, og leiðsögumanni, Helga Rafni Viggóssyni. Í baksýn gnæfir eyjan Kerling yfir. „Guðni var mjög ánægður með þetta, bara himinlif- andi má segja,“ segir Viggó Jónsson, framkvæmdastjóri Drangeyjarferða ehf. Langur vetur er liðinn og Viggó býst ekki við öðru en að fleiri Íslendingar fylgi fordæmi Guðna í sumar og skelli sér í siglingu út í Drangey. Kerling tók vel á móti Guðna Ljósmynd/Viggó Jónsson Forseti í skemmtisiglingu 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. BROTINN SKJÁR? Sanngjörn verð og hröð þjónusta Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hefur verið lokað. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, í samtali við Morgunblaðið. Voru síðustu gestir útskrifaðir á miðvikudag og er ekki lengur talin þörf á að hafa húsið opið. „Eins og við sjáum á tölunum er kórónuveiran á undanhaldi í bili hið minnsta,“ segir Gylfi sem kveðst þó reiðubúinn að opna á ný fari veiran aftur að gera vart við sig hér á landi. Farsóttarhúsið svokallaða var tekið á leigu af íslenska ríkinu í lok febr- úar. Þar til húsa er Íslandshótel, en þegar kórónuveiran barst hingað til lands var það notað sem dvalarstað- ur fyrir ferðamenn sem sæta þurftu sóttkví. Í kjölfarið var húsinu breytt í farsóttarhús fyrir fólk sem fékk veiruna. Frá því að húsið var opnað hafa um 50 manns dvalið í húsinu. Flestir þeirra eru Íslendingar, en þess utan hafa 40 sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins komið að rekstri þess. Að sögn Gylfa hefur reksturinn gengið afar vel og í raun betur en vonir stóðu til. „Það besta er að eng- inn sem starfaði hér veiktist,“ segir Gylfi sem kveðst ekki hafa sérstakar áhyggjur af opnun landamæra landsins. Þá telur hann ekki líklegt að opna þurfi húsið á ný sökum þess. „Þeir sem koma til landsins hafa ef- laust gert einhver plön um gistingu,“ segir Gylfi. alexander@mbl.is Ekki þörf á farsóttarhúsinu  Alls dvöldu 50 einstaklingar í húsinu Morgunblaðið/Ásdís Umsjónarmaður Gylfi Þór Þor- steinsson sá um rekstur hússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.