Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Snjóþykkt á Hofsjökli eftir ný- liðinn vetur er talsvert undir meðallagi, skv. niðurstöðum mælinga vísindamanna Veð- urstofu Íslands. Jökullinn nær yfir 1.150 m hæðarbil og er snjósöfnun mest í efstu hjöllum. Í 800 m hæð er snjóþykkt við vetrarlok oftast 1–2 metrar en meðaltalið á hábungu jökulsins í tæplega 1.800 m hæð er 6,5 metrar. Að þessu sinni mældist snjóþykktin þar 5,7 m, sem er talsvert undir meðallagi, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar jarðeðlisfræðings hjá Veður- stofu Íslands „Að jafnaði mældist þykkt vetrarsnævar á Hofsjökli nú um 90% af meðaltali síðasta áratug- ar. Hin mikla snjókoma á norð- anverðu landinu á liðnum vetri virðist því ekki hafa skilað sér í aukinni ákomu á Hofsjökul“ segir Þorsteinn Þorsteinsson sem fór í leiðangur á Hofsjökul á dögunum með þeim Bergi Ein- arssyni jarðeðlisfræðingi og Hrafnhildi Hannesdóttur jökla- fræðingi. Jökuljaðarinn hörfar um 50 metra á ári Vetrarákoma á Hofsjökul var nú mæld 33. árið í röð en mælingaferð á jökulinn var fyrst farin árið 1988 og árlega síðan. Notast var við hefð- bundnar aðferðir til að mæla vetrarsnjó. Borað er í gegnum vetrarlagið í 20 punktum og alltaf þeim sömu. Snjóalög reyndust meiri sunnan jökuls en norðan. Snjórinn var við jökul- inn norðanverðan. Þar eru svo- nefndir Illviðrahnjúkar, um 800 metra háir, og teljast þeir vera á sjálfri miðju Íslands - skv. mælingum Landmælinga Ís- lands. „Jaðar Hofsjökuls hefur hörfað lengi um sem nemur að jafnaði 50 metrum á ári. Þetta er aðeins breytilegt frá ári til árs en þróunin er öll í sömu átt. Þannig var flatarmál jökulsins 960 fermetrar kílómetrar árið 1946 en nálgast nú 800 ferkíló- metra. Þá hefur rúmmál jökuls- ins líka farið minnkandi skv. af- komumælingum okkar, en slíkar mælingar gera kleift að meta framlög jökla á Íslandi til hækk- unar heimshafanna,“ segir Þor- steinn. Vísindastarf þetta er í sí- felldri í þróun, að sögn Þor- steins. Ný tækni sé að ryðja sér til rúms og nú notar Veður- stofan, í samstarfi við Lands- virkjun og Jarðvísindastofnun, svokallaða snjósjá. Tækið er dregið á eftir vélsleða og sendir stöðugt rafsegulbylgjur niður í hjarnið. Þær endurkastast frá neðra borði vetrarlagsins og fæst því samfelld sniðmæling á snjóþykkt. Nýtt tæki var keypt á þessu ári fyrir styrk frá RANNÍS og fékkst af því góð reynsla. Myndin verður sífellt fyllri „Með þessum mælingum með tækinu fæst ný og skýrari mynd af dreifingu snjóþykktar á jöklum landsins og niðurstöður afkomureikninga verða því ná- kvæmari. Haustferð verður far- in á Hofsjökul í október og að henni lokinni verður hægt að segja til um hvort jökullinn hafi rýrnað mikið í ár, en bráð yfir sumarið hefur þar mikið að segja,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson. Hann getur þess enn- fremur að myndin af jöklabreyt- ingum á Íslandi á 20. öld verði sífellt fyllri, ekki síst með grein- ingu gamalla ljósmynda og loft- mynda og samanburði við gervi- tunglagögn. Allt sé þetta hluti víðtæks samstarfs íslenskra vís- indamanna á þessu sviði og brátt muni birtast greinar í vís- indatímaritum um nýjustu nið- urstöður afkomumælinga á ís- lensku jöklunum. Er miðað við að gögnin nýtist við nýtt mat loftslagsnefndar SÞ (IPCC) á jöklabreytingum um jörð alla. Hofsjökull gefur eftir að flatarmáli og þykkt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jöklar Mikil snjókoma norðanlands hefur ekki skilað sér á Hofsjökul, segir Þorsteinn Þorsteinsson sem fór í leiðangur þangað á dögunum. Mælt við miðju lands  Þorsteinn Þorsteinsson er Borgfirðingur að ætt, fæddur 1960. Hann nam jarðeðlisfræði við HÍ, starfaði um árabil við ís- kjarnaboranir á Grænlandsjökli og er með doktorsgráðu.  Frá aldamótum hefur hann einkum fengist við mælingar á afkomu jökla á Íslandi. Hann hefur setið í stjórnum vísinda- félaga og er einn ritstjóra tíma- ritsins Jökuls. Hann hefur skipulagt margar vísinda- ráðstefnur hérlendis. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálendið Horft til Hofsjökuls undir bláum himni við Blöndulón. „Þetta einfaldar málið og gerir fyrir- tækjum nú kleift að afhenda þjón- ustuna. Almennir skilmálar munu taka við sem þýðir að flækjustigið minnkar talsvert,“ segir Jóhannes Þór Skúla- son, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um aflétt- ingu takmarkana á komum ferða- manna. Eins og greint var frá fyrir helgi stefnir ríkisstjórnin nú að því að opna landið að nýju 15. júní nk. Verð- ur ferðamönnum sem hingað koma gert að fara í skimun fyrir kórón- uveirunni á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfarið getur fólk ferðast um landið reynist sýnataka neikvæð. Þetta þýðir jafnframt að svo- kallað „force maj- eure“-ákvæði mun ekki lengur eiga við. Með því er átt við að ómögulegt reyn- ist að veita til- tekna þjónustu. Að sögn Jóhannesar býr opnun landsins í sumum tilvikum til betri samningsstöðu fyrir ferðaþjónustu- aðila. „Ef upp kemur ákveðinn ómöguleiki sem þýðir að fólk komist ekki á svæðið getur það átt rétt á endurgreiðslu jafnvel þótt um óaft- urkræfa greiðslu sé að ræða. Nú þeg- ar landið opnast er þessi ómöguleiki ekki lengur fyrir hendi og því geta hótel í ákveðnum tilvikum komist hjá endurgreiðslu,“ segir Jóhannes, sem kveðst aðspurður eiga erfitt með að henda reiður á um hversu stóran hluta pantaðrar þjónustu er að ræða. Slíkt sé jafnframt misjafnt eftir geir- um innan ferðaþjónustunnar. „Ég hef enga yfirsýn yfir það enda eru fyrirtæki með mismunandi regl- ur varðandi afbókun. Sumir eru með mjög stuttan frest en aðrir eru með lengri,“ segir Jóhannes. Að hans sögn er möguleiki á að opnun landsins geri hótelum og öðr- um ferðaþjónustuaðilum kleift að semja við væntanlega viðskiptavini. „Aðilar geta samið sín á milli. Sömu- leiðis verður vonandi auðveldara að færa ferðina eða láta fólk fá inneign,“ segir Jóhannes og bætir við að tíma taki að byggja ferðaþjónustuna upp að nýju. „Þetta verður erfiður vetur. Opnunin er þó gríðarlega mikilvæg og hjálpar til við að verja fyrirtækin og gera þau þannig klár fyrir sum- arið árið 2021.“ aronthordur@mbl.is Opnun veitir fyrirtækjum andrými  Ferðaþjónustan í betri stöðu þegar landið opnast  Sleppa við endurgreiðslu óafturkræfra pantana Jóhannes Þór Skúlason Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir talsverðu höggi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- EIR var við æfingar nálægt Sand- skeiði á laugardaginn þegar viðvör- unarljósið fór að blikka vegna bil- unar í aðalsmurkerfi. Henni var lent á flugvellinum við Sandskeið í kjölfarið. Þar sat hún föst yfir nótt en þar sem bilunin reyndist smá- vægileg var henni flogið til Reykja- víkur um hádegisbil í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Air- bus H225 Super Puma, virkaði eðli- lega en til að gæta fyllsta öryggis var ákveðið að lenda henni og kanna málið. Airbus H225 Super Puma eru umdeildar þyrlur en þær voru allar kyrrsettar á heimsvísu árið 2016 þegar 13 létu lífið í þyr- luslysi í Noregi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni er bilunin sem varð í TF-EIR annars eðlis en sú sem varð í Noregi á sín- um tíma og ekki tilefni til að hafa áhyggjur. Þyrla varði nóttinni á Sandskeiði eftir bilun FRÁBÆR TILBOÐ Verð frá 990 ISK HAPPY HOUR 15 to 18.00 VEGAN- OG GRÆNMETISRET TIR Í B OÐ I Hádegistilboð kr. 990 - 1.990 Kl. 11:00 - 14:30 Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990 Kl. 18:00 - 21:00 B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.