Morgunblaðið - 18.05.2020, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.05.2020, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Fjarfundabúnaður hefur reynst þingmönnum ágætlega á tímum kórónuveiru og hefur aukin notkun slíks búnaðar jafnvel auðveldað sam- skipti við erlenda kollega, að sögn Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Sigríður segir að vonandi sé búnaðurinn kominn til að vera hvað varðar alþjóðastarf en tími sé kominn til þess að nefndir fari aftur að hittast í eigin persónu. „Ég hef jafnvel verið í meiri samskiptum við kollega mína erlendis en ég var fyrir þetta. Ég tók frumkvæði að því að heyra í kollegum mín- um á Norðurlöndum í upphafi þessa faraldurs og hef setið fleiri fundi með þeim heldur en ég hefði gert alla jafna,“ segir Sigríður. Hún telur að ekki sé raunhæft að halda úti svo mörgum utanferðum þingmanna frá Al- þingi eins og gert hefur verið hingað til og von- ar því að það sé komið til að vera að þingmenn nýti sér fjarfundabúnað til að funda á alþjóða- vettvangi í auknum mæli. „Auðvitað kemur þetta ekki í staðinn fyrir óformleg samskipti sem menn eiga á ráð- stefnum erlendis en stundum hefur manni fundist Alþingi teygja sig ansi langt til að ferðast fyrir tveggja tíma fund í einhverju fjar- lægu landi.“ Sigríður telur að nýta megi búnaðinn áfram, til dæmis til þess að auðvelda fólki af lands- byggðinni að koma inn á fundi nefnda Alþing- is. ragnhildur@mbl.is Fundur Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, fundar í fjarfundabúnaði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tækni Sigríður á fundi utanríkismálanefndar. Hún telur hefðbundna fundi tímabæra. Fjarfundabúnaður eykur alþjóðasamskipti Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Selfoss, Reykjanesbær, Hafnar- fjörður og í gær Akranes. Götubiti á hjólum hefur komið við í 25 hverfum síðan í lok mars við fögnuð íbúa á hverjum stað og sumarið er rétt að byrja. Þá er stefnan að taka landið, ef guð og gamlir trukkar lofa. „Það vilja líka allir að við komum aftur! Samhliða afléttingunum á samkomutakmörkunum erum við að spýta enn frekar í og fara enn víðar. Við viljum líka geta boðið fleira fólki á hvern stað og gert meiri hátíðir í kringum þetta,“ segir Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Götubita, sem stendur að því að ferðast með hersingu matarvagna um ólík hverfi og opna tímabundið útisvæði þar sem boðið er upp á allar helstu gerðir af götubita. Róbert talar um hátíðir. Í fyrra- sumar stóð hann að götubitahátíð í Laugardal og á Miðbakka í miðbæ Reykjavíkur, þar sem allt fór saman, útivera, sælkeragötubiti og skemmtiatriði. Ef samkomutak- markanir leyfa er það aftur stefnan í sumar en í bili fara Róbert og fé- lagar hans um með níu matarvagna og tjalda til eins kvöldverðar, ef svo má segja. Þeir stilla upp um fimm- leytið og eru fram yfir kvöldmat, íbúar mæta og fá sér frumlegan kvöldmat. „Við stoppum og þetta skapar vissa stemningu með góðri matar- lykt í hverfinu. Við erum að því leyti bara eins og ísbíllinn, það er gleði- stund þegar við mætum,“ segir Ró- bert. Ísbíll – nema matarvagnarnir eru í þessu tilfelli níu og bjóða ekki upp á ís, heldur allt frá humarlokum og hamborgurum til kjúklinga- vængja og takós. Götubiti á hjólum er alltaf væntanlegur í hverfið manns og best er að fylgjast með honum á Facebook hjá Reykjavík Street Food. Íbúar í 25 hverfum fengið að borða  Eins og ísbíll, nema níu matarvagnar Morgunblaðið/Íris Garðabær Götubitinn var opnaður í Garðabæ og á Akranesi um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.