Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 12
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Staðan Árni segir að bráðum ætti að gefast ráðrúm fyrir atvinnulíf og stjórnvöld til að líta inn á við, ræða málin og móta heildstæða atvinnustefnu. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það hefur vakið athygli hversu hægt stýrivaxtalækkanir skila sér til fyrir- tækjanna og almennings í landinu og ýmsar skýringar verið gefnar á því. Nú þegar búið er að sameina Fjármálaeft- irlitið og Seðlabankann ætti stofnunin að vera enn betur í stakk búin til að skoða þessi mál sérstaklega og ráðast í viðeigandi aðgerðir. Við höfum saknað þess að sjá ekki aðgerðir í þá veru né heldur greiningar á því til hvaða að- gerða bankinn sér fyrir sér að grípa þurfi til svo að brúa megi þetta bil,“ segir Árni Sigurjónsson, nýkjörinn for- maður Samtaka iðnaðarins. Eins og Morgunblaðið fjallaði um í síðustu viku hafa vaxtakjör bankanna ekki þróast í takt við vaxtalækkanir Seðlabankans og á meðan stýrivextir hafa lækkað um 2,75% frá miðju síð- asta ári hafa kjörvextir Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka lækkað um 1,2 til 1,65%. Bankarnir hafa m.a. veitt þá skýr- ingu að fjármögnun þeirra sé fjöl- breytt og fylgi því stýrivöxtum aðeins að hluta, auk þess sem álag á kjörvexti verði að taka mið af rekstrarkostnaði, væntu útlánatapi og kostnaði vegna bindingar á eigin fé. Árni segir afar óheppilegt að lækk- un stýrivaxta skili sér ekki betur til at- vinnulífs og almennings, enda um að ræða eina af þeim lykilbreytum sem miða að því að örva hagkerfið og vega upp á móti kólnun hagkerfisins sem hófst þegar á síðasta ári og hefur versnað vegna kórónuveirufaraldurs- ins. „Það er mikið hagsmunamál fyrir landsmenn alla, og fyrirtækin, að bankakerfið sé skilvirkt og að aðgerðir og ákvarðanir Seðlabankans skili sér alla leið,“ áréttar Árni og bætir við að það sé brýnt verkefni að freista þess að fækka þeim kvöðum, hindrunum og óvissuþáttum sem bankarnir hafa vís- að til. Hann segir að stigin hafi verið skref í rétta átt í ársbyrjun þegar bankaskattur var lækkaður. „Sú lækk- un og aðrar tilslakanir í garð bankanna hafa ekki dugað til að breyta þessari stöðu, sem er miður. Sá kostnaður og vandkvæði sem bent hefur verið á að fylgi innleiðingu evrópskra reglna, sem ekki þykja nægilega vel sniðnar að litlu hagkerfi eins og því íslenska, eru óhjá- kvæmilegur hluti af rekstrarmódeli fjármálafyrirtækja í dag. Allt það sem íþyngir bönkunum smitar óhjákvæmi- lega frá sér á alla liði í keðjunni; fyrst til fyrirtækjanna og svo til viðskipta- vina þeirra og starfsmanna. Á sama tíma þýðir mikill munur á vaxtakjörum á Íslandi og í helstu samanburðarlönd- um að samkeppnishæfni íslenskra fyr- irtækja er lakari sem því nemur. Það er óþolandi staða, ekki síst á tímum sem þessum þegar skuldsetning fyr- irtækja og vaxtagreiðslur geta skilið á milli feigs og ófeigs.“ Létti byrðum af fyrirtækjum Spurður um framtíðarhorfur ís- lensks atvinnulífs og efnahagsleg inn- grip stjórnvalda vegna veirufaraldurs- ins kveðst Árni vera bjartsýnn og segir hann hægt að greina að viðspyrnan sé þegar hafin. „Verslun og þjónusta hef- ur að einhverju leyti þegar tekið við sér frá lágpunktinum í miðju samkomub- anni en stóra áhyggjuefnið er hvort takast muni að halda atvinnuleysi í skefjum. Okkar bíða mörg erfið úr- lausnarefni en með réttum aðgerðum gætum við lágmarkað skaðann næsta vetur, þó svo að hann geti reynst erf- iður.“ Árni segir að eftir því sem líður á ár- ið gætu sértækar aðgerðir þurft að víkja fyrir almennum örvunaraðgerð- um sem myndu þá t.d. felast í því að létta ýmsum byrðum af fyrirtækjum svo þau eigi auðveldara með að vernda störf og jafnvel bæta við sig fólki. „Þungir gjaldabaggar hvíla á atvinnu- lífinu og myndu lægri skattar og lækk- un tryggingagjalds hjálpa bæði til að vinna bug á atvinnuleysi og gera við- spyrnuna enn kröftugri.“ Minnir Árni jafnframt á að þó svo að daglegur rekstur íslenskra fyrirtækja sé óðara að komast aftur í eðlilegt horf þá muni íslensk útflutningsfyrirtæki mörg finna fyrir því að erlendir mark- aðir hafa skroppið saman. „Veitinga- húsabransinn hefur farið illa út úr veirufaraldrinum og fyrir vikið hefur sala á ferskum íslenskum fiski snar- minnkað. Eftirspurn eftir áli hefur einnig dregist saman, og álverð farið lækkandi. Vonir okkar standa þó til kröftugrar viðspyrnu á þessum mörk- uðum sömuleiðis, en rétt eins og ann- ars staðar er óvissan enn mikil.“ Væri upplagt, að mati Árna, að at- vinnulífið og stjórnvöld notuðu tæki- færið til að líta inn á við, sjá hvar fyrir- tækin í landinu standa og hvert þau ættu að taka stefnuna. „Brátt mun gef- ast ráðrúm til að ræða málin og móta heildstæða atvinnustefnu fyrir Ísland. Hluti af þeirri vinnu væri að huga bet- ur að atvinnugreinum sem hafa ekki fengið mikla athygli en búa yfir mikl- um tækifærum, því það er lífsspursmál fyrir okkur sem þjóð að renna enn fleiri stoðum undir hagkerfið.“ „Hagsmunamál að bankakerfið sé skilvirkt“  Segir þörf á að grípa til aðgerða svo vaxtalækkanir skili sér til atvinnulífsins 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur reynt mikið á íslenskt atvinnulíf. Hjá flest- um fyrirtækjum hafa smitavarnaað- gerðir valdið töluverðri röskun á dag- legum rekstri og sums staðar hefur þurft að grípa til uppsagna. Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, segir mannauðsstjóra hafa gegnt mikil- vægu hlutverki í umróti og breyt- ingum undanfarnar vikur og mánuði. Í samstarfi við Gallup lét félagið gera könnun í mars og apríl til að mæla og greina hvernig vinnustaðir hafa brugðist við breyttum aðstæðum. Þar kom m.a. í ljós að aukinni útbreiðslu fjarvinnu hafa fylgt ákveðnar áskor- anir fyrir bæði mannauðsstjóra og starfsfólk. „Könnunin leiddi í ljós að margt þarf að ganga upp í fjarvinnu. Það geta verið mikil umskipti fyrir fólk sem er vant teymisvinnu og að eiga dagleg félagsleg samskipti við kollega sína að vera allt í einu vinnandi heima og einangrað við störf sín. Áttu flestir vinnustaðir það sammerkt að það var áskorun að viðhalda góðum teymis- anda og jafnframt hlúa að andlegri líðan og heilbrigði starfsfólks á með- an það versta gekk yfir,“ útskýrir Ás- dís. „Gripið var til ýmissa ráða, s.s. að bjóða upp á einhvers konar sameig- inlegar gleðistundir á netinu, gefa starfsfólki smávægilegar sumargjafir eða halda áhugaverða netfyrirlestra til að tengja hópinn betur saman.“ Könnunin leiddi líka í ljós hve mikilvægt það er að huga vel að sam- skiptahliðinni í fjarvinnu. Ásdís segir að víða hafi samskiptamynstrið breyst, miðlun upplýsinga að sumu leyti orðið skilvirkari en gloppur hafi líka komið í ljós. „Það sem vantar í fjarvinnu er öll óskipulögðu sam- skiptin, þegar fólk hittist óvænt á göngunum eða kaffistofunni og ræðir málin. Þar kvikna oft bestu hug- myndirnar.“ Loks gripu margir mannauðs- stjórar til þess ráðs að veita starfs- fólki beinan stuðning af fjölbreyttum toga, s.s. með hugleiðslu- og jógatím- um á netinu, gagnlegum námskeiðum og jafnvel viðtölum við sálfræðinga. „Heilt yfir virðist hafa tekist að virkja samheldnina og jákvæðnina, og þjappa fólki á bak við það markmið að komast í gegnum þetta erfiðleika- tímabil.“ Fólki líði vel við vinnu sína Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á miðvikudag og segir Ásdís að á krefj- andi tímum eins og nú sjáist vel hve mikið fagleg og vönduð mannauðs- stjórnun hefur að segja um velgengni fyrirtækja. Hún segir atvinnulífið al- mennt hafa á því ágætan skilning í dag að mannauðsstjórnun snúist um margt annað en að halda utan um launagreiðslur og mannaráðningar, og að hlutverk mannauðsstjóra sé ekki síst að styðja starfsfólkið og efla. „Það þjónar sameiginlegum hags- munum fyrirtækis og starfsfólks að fólki líði vel við vinnu sína, fái þann stuðning sem það þarf til að sýna sín- ar bestu hliðar og upplifi tilgang í starfi.“ Ásdís minnir á að þegar þrengir að í rekstrinum þurfi að sinna mann- auðshliðinni þeim mun betur, svo starfsfólkið missi ekki móðinn heldur leggist á eitt við að ná árangri, og eins til að forða því að lykilstarfsfólk hverfi á braut. „Og ef grípa þarf til uppsagna verður að gera það rétt, og nálgast starfsfólkið af virðingu og sanngirni, en líka hlúa að þeim sem eftir sitja sem oft glíma við mikið álag, aukinn kvíða, söknuð yfir að sjá á eftir góðum vinnufélaga og finna jafnvel fyrir samviskubiti yfir því að hafa haldið starfi sínu á meðan ein- hver annar var látinn fara.“ Þurfa að styðja og efla starfsfólkið  Í faraldri hafa mannauðsstjórar brett upp ermarnar Morgunblaðið/Eggert Einangrun Ásdís segir könnun Mannauðs hafa varpað ljósi á ýmsar áskor- anir tengdar fjarvinnu. Huga þarf að samskiptum og félagslegum tengslum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.