Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Dýrðardagar Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og margir hafa nýtt sér tækifærið til útiveru. Þessi tvö nutu lífsins í hjólatúr úti við Gróttu á Seltjarnarnesi. Árni Sæberg Samvinna, sam- hugur og samstaða eru orð sem hafa verið okk- ur hugleikin síðustu mánuði. Enda hefur komið í ljós hversu mikilvægt það er fyrir heimsbyggðina að standa saman á meðan COVID-19-veiran þeysist yfir hvert land- ið á fætur öðru. Flest- um er nú ljóst að samvinna og sam- staða þvert yfir landamæri, menningarheima og stjórnmálaskoð- anir er mikilvægari en áður til að vinna bug á þessari meinsemd. Það leið þó ekki á löngu þar til pólitískir tækifærissinnar víða um heim létu á sér kræla sem vildu nýta sér aðstæður sér í hag og koma hug- myndum sínum á dagskrá. Hafa sumir gengið svo langt að ætla að skerða borgaraleg réttindi, eingöngu vegna þess að það hefur reynst hægt við þessar aðstæður. Birtingarmyndir þessarar tækifæris- mennsku eru nokkrar. Allt frá því að vera nokkuð áhrifalitlir sjálfskipaðir sérfræð- ingar í sínum heima- löndum, fjölmiðlar sem miðla falsfréttum í póli- tískum tilgangi yfir í áhrifamikla þjóðar- leiðtoga sem hafa nýtt viðkvæma stöðu heims- byggðarinnar til að traðka á þeim lýðræðis- legu gildum sem opin vestræn samfélög hafa byggt á. Slíkra tilburða til valdboðsstjórn- mála verður nú vart meðal annars í Ungverjalandi, Serbíu, Svartfjalla- landi og Póllandi þar sem forsetar hafa boðið lýðræðinu birginn, kannski í skjóli þess að stórveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, hafa fetað sig inn á þessa slóð nokkuð átölulaust. Gegn grundvallarstoðum Grundvallarstoðir vestrænna gilda eru lýðræði, réttarríki, frelsi og mannréttindi. Evrópusamvinnan gengur beinlínis út á samheldni og samfélagslega ábyrgð. Evrópusam- bandið er stofnað um frið í álfunni og Atlantshafsbandalagið er byggt á sama grunni vestræns samstarfs. Norðurlöndin hafa ætíð unnið þétt saman og hefur Norðurlanda- samstarfið ítrekað sannað gildi sitt. Þær aðstæður sem nú eru uppi hafa enn frekar sýnt okkur fram á mikil- vægi þess að þjóðir heims tali saman. Mikilvægi þess að rödd Íslendinga og annarra vestrænna þjóða heyrist hefur því sjaldan verið meira en nú. Önnur evrópsk ríki hafa því miður sum hver fetað þá braut að vega að okkar evrópsku grundvallarstoðum og grundvallargildum. Nú gerist það svo að Morgunblaðið heldur inn á þessar sömu slóðir með því að grafa undan alþjóðastofnunum og setja sig í stellingar sem klappstýra stjórn- málaleiðtoga á borð við Orbán og Trump. Í blaðinu er nú hæðst að utanríkisráðherra fyrir að standa vörð um vestræn gildi í félagi við utanríkisráðherra Norðurlandaþjóð- anna. Morgunblaðið segir þeim að sitja hjá þegar vegið er að lýðræði í álfunni. Þetta eru kaldar kveðjur úr Hádegismóum, frá dagblaði sem eitt sinn var kjölfesta í íslenskum utan- ríkismálum og lykilstoð í umræðu um frelsi, mannréttindi, lýðræði og vestræna samvinnu. Alþjóðasamvinna aldrei mikilvægari Alheimskreppan sem nú er til- komin vegna COVID-19 verður ekki leyst með múrum og einangrun. Hún verður heldur ekki leyst með því að ala á sundrung, tortryggni og ótta. Hún verður þvert á móti leyst með samvinnu og samtali þjóða. Með því að tengja saman vísindafólk, vinna bug á falsfréttum og með því að byggja á upplýstri umræðu. Hið sama á við um loftslagsvána sem vof- ir yfir okkur öllum, þar er alþjóða- samvinnan knýjandi svo hægt verði að ná markmiðum um grænna sam- félag og kolefnishlutleysi. Betri og bjartari framtíð. Viðreisn óttast ekki að segja upp- hátt að markvisst samstarf og sam- vinna þjóða er grundvallaratriði til að auka lífsgæði fólks, hagsæld og framþróun. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að spyrna gegn því að einstaklingar, stjórnmálaflokkar og þjóðar- leiðtogar sem og fjölmiðlar fái svig- rúm til að vega að sjálfsögðum mannréttindum, upplýsingafrelsi, sjálfstæði dómstóla og lýðræði. Þar er engin rödd of veik eða land of lítið til að hafa áhrif á framgang lýðræðis. Það sýnir sagan, það er hlutverk sem við tökum alvarlega og ber að taka alvarlega. Þess vegna munum við benda á það og andmæla í hvert sinn sem menn stíga fram sem vilja setja lýðræðið í sóttkví og alþjóðasamstarf á ís. Á það geta landsmenn stólað. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Þess vegna munum við benda á það og andmæla í hvert sinn sem menn stíga fram sem vilja setja lýðræðið í sóttkví og alþjóða- samstarf á ís. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Viðreisnar. Vegið að lýðræði Mikil verðmæta- sköpun gæti átt sér stað ef markmið rætast um að fimmfalda þekju skóga á Íslandi á næstu 20 árum og fara úr t.a.m. 1% í 6% af flat- armáli Íslands og ná þannig að standa undir atvinnusköpun og sjálf- bærri byggðaþróun. Verðmæti lands eykst verulega með aukinni skógrækt, en öll ræktun í skjóli skóga verður hag- kvæmari og verðmætari. Lands- byggðin á Íslandi er sannkallaður ós- lípaður demantur og það er ljóst að skógrækt með skipulögðum hætti hefur mikil áhrif til styrkingar byggðar um allt land. Það er ekki ólíklegt að vörslumönnum muni fjölga sem gæta ómetanlegra verð- mæta sem eru í náttúru og náttúru- auðlindum Íslands. Gæta þarf að mikilvægi sjálfbærrar þróunar sem hefur að leiðarljósi að byggja upp og varðveita skógarauðlind sem þjónar hagrænum umhverfismarkmiðum og lækkar samfélags- kostnað. Landkostir til skógræktar á Íslandi eru miklir og mikilvægt að efla skógrækt sem mótvægisaðgerð gegn loftslagsbreytingum en talið er að 12% skóg- arþekja geti bundið sem samsvarar því sem næst losun á allri CO2 á Íslandi. Náttúruskógar voru meðal höfuð- vistkerfa Íslands en þekja þeirra hefur rýrnað um 95% frá landnámi. Ósjálf- bær nýting þeirra fram yfir 20. öld eyddi þeim að miklu leyti. Mikil tæki- færi felast í því að gera skógrækt að sjálfbærum atvinnuvegi á Íslandi á næstu 15-20 árum sem skilar veru- legum gæðum og ávinningi til sam- félagsins. Ný hugsun í umhverf- ismálum og náttúruvernd gerir þetta mögulegt en auka þarf fjárveitingar til skógræktar. Þegar skógar komast á nýtingaraldur má vænta áhuga á skógarkaupum til fjárfestingar. Skógrækt ríkisins á um helming af þeim skógi sem er kominn í nýtingu en annað er í eigu skógræktarfélaga en mestur hluti ræktaðra skóga er frekar ungur. Fjárfesting í skógrækt er langtímafjárfesting þar sem tekjur af skógræktinni byrja að skila sér eftir 15-20 ár. Mikil þekking á skógrækt hefur byggst upp hjá skóg- ræktarfélögum landsins og mörgum bændum sem eru vörslumenn lands. Íslensk skógrækt með skipulögðum hætti hefur mikil áhrif til styrkingar byggðar um allt land og ekki er ólík- legt að störfum við skógrækt myndi fjölga verulega á landsbyggðinni. Ávinningur af stórfelldri skógrækt á Íslandi horft til framtíðar er augljós en leiða þarf saman helstu hags- munaaðila sem geta komið hugmynd- inni í framkvæmd. Hagsmunir Ís- lendinga eru miklir með því að efla skógrækt á Íslandi auk þess að vera góður fjárfestingakostur ef vel er staðið að málum. Lifandi tré fjölgar lengi greinum Stefna þarf á sjálfstæða þróun sem hefur að leiðarljósi að byggja upp og varðveita skógarauðlind sem þjónar hagrænum og umhverfistengdum markmiðum sem auka lífsgæði og velferð Íslendinga horft til langrar framtíðar. Markmið íslenskra lífeyr- issjóða er að greiða lífeyri og ávaxta eignir á sem bestan hátt. Ef skógræktarverkefni þar sem horft er til lengri tíma og ávöxtun með tilliti til áhættu er innan þeirra marka sem lífeyrissjóðir gera væri hægt að hefjast handa við stórfellda skógrækt á Íslandi í samstarfi ís- lenskra lífeyrissjóða, stjórnvalda, skógræktarfélaga og bænda um allt land. Þjóðarátak í skógrækt á Íslandi með aðkomu helstu aðila, s.s. stjórn- valda, opinberra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar, einkafyrirtækja og einstaklinga um allt land getur gert það mögulegt að hefja stórsókn í skógrækt og ná þannig metn- aðarfullum markmiðum um sjálf- bærni og verðmætasköpun fyrir Ís- land og Íslendinga. Ekki er ólíklegt að á næstu misserum verði hægt að fá marga til að bretta upp ermar í stað þess að bíða eftir úrræðum op- inberra aðila á vinnumarkaði. Á næstu misserum mun skapast frá- bært tækifæri til að virkja lands- menn til leiftursóknar um allt land með ræktun skógar sem mun skila frábærum árangri til lengri tíma fyr- ir land og þjóð. Hægt er að skapa snjalla atvinnugrein með fjölda starfa til framtíðar ef vel er að málum staðið og lækka þannig samfélags- kostnað og auka verðmætasköpun til langrar framtíðar. Skógrækt getur orðið ný atvinnugrein ef vel er að málum staðið þar sem mörg afleidd störf verða til í öðrum atvinnugrein- um. Nýsköpun og snjallar hug- myndir sem tengjast skógrækt eru margar og því mikilvægt að hefja þessa mikilvægu vegferð í skógrækt fyrir Ísland og Íslendinga. Eftir Albert Þór Jónsson »Nýsköpun og snjall- ar hugmyndir sem tengjast skógrækt eru margar og því mikil- vægt að hefja þessa mikilvægu vegferð í skógrækt fyrir Ísland og Íslendinga. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Íslensk skógrækt er verðmætasköpun og snjöll atvinnugrein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.