Morgunblaðið - 18.05.2020, Side 16

Morgunblaðið - 18.05.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Vegna frábærra undirtekta framlengjum við afmælistilboðið! Leyndarmál Matarkjallarans, 6 réttir að hætti kokksins á 6.990 kr. Gildir út maí. AFMÆLISTILBOÐ Því er oft varpað fram í umræðunni að fyrirtæki í sjávar- útvegi séu of stór og þar af leiðandi sé kvótinn á fárra manna höndum. Samhliða slíkum ummælum eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrir- tækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt? Hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi? Ef við skoðum til að mynda neyt- endamarkað á Íslandi þá sést að þau fyrirtæki sem þjónusta ein- staklinga og heimili hér á landi eru helst dagvöruverslanir, orkuveitur, tryggingafélög, fjölmiðlafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, olíusölur og bankar. Sjálfsagt er hér ein- hverjum gleymt en öll þessi félög hafa mikil áhrif á heimilisbókhald landsmanna og því forvitnilegt að skoða hverjir ráða þar för. Gnæfa sjávarútvegsfyrirtækin yfir þessi félög í stærð og umfangi? Nei, síð- ur en svo. Skoðum það nánar. Fyrirtæki heimilanna Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar og þrír stórir og 6 litlir aðilar sjá um alla mjólk og kjötvöru með veltu upp á 60 millj- arða.[1] Orkusalar eru örfáir og aðeins einn dreifingaraðili. Í tryggingageiranum ráða þrjú félög yfir stærstum hluta mark- aðsins og þeir sem selja eldsneyti eru þrír stórir og tveir litlir. Þeir sem deila til okk- ar sjónvarpi og síma eru aðeins þrír. Viðskiptabankarnir eru þrír og þeir ákveða vaxtastigið og þjónustugjöldin. Út frá þessu má leiða líkur að því að þau fyrir- tæki sem ákveða í raun afkomu heimilanna eru hugsanlega á milli 15 og 20. Þetta er ekki vísindaleg greining en sett fram til að varpa ljósi samanburðinn við sjávarútveg- inn. Til samanburðar er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið hér á landi, Brim hf., með svipaða veltu af inn- lendri starfsemi og Costco í Garða- bæ (bensín, matvara og dægur- vara)[2] en bara hálfdrættingur á við mjólk- og kjötframleiðslufyr- irtæki. Fjögur olíufélög eru með meiri veltu en öll útgerð í landinu og hagnaður þeirra svipaður árið 2018.[3] [4] Þá er ekki dregið frá auðlindagjaldið sem leggst á út- gerðina. Margir hafa horn í síðu sjávar- útvegsins og býsnast yfir sam- þjöppun og stærð en eru á sama tíma ekki mikið að velta fyrir sér stærð og umfangi þeirra fyrirtækja sem standa að sölu á dagvöru, bensíni, tryggingum, fjarskiptum, orku eða fjármálaþjónustu. Þó eru það þeir liðir sem mestu máli skipta fyrir heimilin í landinu. Hömlur skaða sjávarútvegsfyrirtækin Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir hringinn í kringum landið. 23 félög eiga 75% kvótans og 50 fé- lög sem eiga 89% kvótans (Fiski- stofa, 2019)[5]. Lætur nærri að um helmingur kvótans sé í eigu tíu fé- laga. Svona er lengi hægt að telja en ekkert félag á meira en 10% af kvótanum. Þegar þetta er skoðað sést að sjávarútvegurinn stendur síður en svo fyrir meiri sam- þjöppun en önnur svið viðskiptalífs- ins. Fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi eru í harðri samkeppni á mörkuðum erlendis og þá oft á tíð- um við miklu stærri fyrirtæki. Fyrirtæki sem þjónusta tæknihluta vinnslunnar eru bara tvö hér á landi og þau gætu hugsanlega stað- ið betur að samkeppni á erlendum vettvangi sameinuð. Sama á við um sjávarútveginn. Samkeppnin er á erlendum mörkuðum og þangað eigum að horfa. Með því að leita á erlenda mark- aði getum við með stærri fyrir- tækjum sett mark okkar á hinn al- þjóðlega sjávarútveg. Þar vefst fyrir mönnum að ná tökum á auð- lindastýringu og rekstri fyrirtækja sem nýta sameiginlegar auðlindir. Við getum því sem hægast leið- beint öðrum þjóðum og veitt þeim aðstoð byggða á þeirri forskrift sem við höfum byggt upp með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það að opinberar reglur takmarki stærð fyrirtækja hér á landi, til þess eins að einstaka aðilar græði ekki of mikið, er fásinna. Þá sem gengur vel á að styrkja til að eflast og dafna í stað þess að setja á þá hömlur. Í lögum um stjórn fiskveiða seg- ir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar […] Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land- inu.“ Mörgum sem fylgst hafa með sjávarútveginum og vilja efla hann finnst eins og við séum föst í fyrstu setningunni og við sem þjóð vitum ekki hvert stefna eigi. Við höfum hins vegar náð þeim markmiðum sem koma fram í næstu setningu og getum gert enn betur. Við get- um til dæmis aukið þekkingu í landinu umtalsvert með því að deila henni með öðrum. Um allt land er reynslumikið fólk sem veit hvernig á að reka sjávarútvegsfyrirtæki en er fast innan þess ramma sem við höfum búið okkur til. Horfum út fyrir kassann, … hve skal lengi dorga dáðlaus upp við sand, orti Einar Benediktsson. Fleytan er of smá, sá guli er utar, á líka við. [1] https://www.si.is/framleidsla-og- matvaeli/smk/ [2] https://www.vb.is/frettir/costco- med-10-markadshlutdeild/147264/ ?q=Bens[3] https://www.vb.is/ frettir/gerjun-i-oliugeiran- um/151742/ [4] http://hagstofan.s3.amazo- naws.com/media/pu- blic/2019/1cdb302d-e138-4dac-a4d1- 140a31842f81.pdf [5] http://www.fiskistofa.is/media/ utgefid_efni/Yfirlit_uthlut- un_1920.xlsx Eru sjávarútvegsfyrirtækin of stór? Eftir Svan Guðmundsson » Aflahlutdeild er út- hlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir. Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar Svanur Guðmundsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. svanur@arcticeconomy.com Þurrkun á fiski eða hersla er elsta fisk- verkunaraðferð hér á landi. Um harðfisk eða skreið er getið hér þegar á söguöld. Fyrst í stað var framleiðslan ekki meiri en svo að nægði landsmönnum sjálfum en er kemur fram á 14. öld verður skreið ein helsta út- flutningsvaran frá Íslandi. Allan tíma einokunarverslunarinnar voru skreið og lýsi eftirsóttustu afurð- irnar héðan og gengu kaupmenn hart eftir að fá þann hluta sem þeim bar. Skreiðin var fyrst og fremst hengd í hjalla eða trönur og sjást ummerki þess víða um land. Í seinni tíð, eftir að tókst að nýta jarðhitann til þess arna, hefur heitloftsþurrkun á fiski rutt sér til rúms með tilheyr- andi styttingu þurrktíma og hreinni vöru. Fisktegundir sem helst fara til skreiðarverkunar eru þorskur, ýsa, ufsi, langa og keila, eða svokallaður magur fiskur. Feitar fisktegundir henta ekki til þurrkunar á þennan hátt vegna þess að fitan í þeim þrán- ar og gefur þannig mik- ið óbragð og útlitsgalla. Megnið af þurrk- uðum fiski frá Íslandi er selt á Afríkumarkað til manneldis. Þar er að- allega einn markaður sem tekur við öllu þessu magni, Nígeríumark- aður. Við matreiðslu er fiskurinn bleyttur og er ætlast til þess að upp- taka vatns verði svo mikil að hann nái sínu upphaflega vatns- innihaldi og rúmmáli. Nígeríumenn sjóða skreiðina í nokkra daga svo úr verður næring- arrík súpa. Skreiðin gegnir mikil- vægu hlutverki próteingjafa sökum próteinskorts þar í landi. Þá komum við að þeirri staðreynd að sumir borða til þess að njóta, aðrir til þess að lifa. Í Nígeríu búa um 205 milljónir manna. Samkvæmt Hagstofu Ís- lands var heildarinnflutningur þeirra á þurrkuðum fiskafurðum frá Íslandi yfir 20.000 tonn í fyrra; reiknuð á FOB-verðmæti um 9 millj- arðar króna. Nú eru hins vegar breyttir tímar og hefur nígeríska þjóðin átt í miklum efnahagslegum örðugleikum. Olía, þeirra helsta tekjuauðlind, hefur hríðfallið í verði en hlutfall olíu nemur yfir 90% af öll- um þjóðarútflutningstekjum Níger- íu. Svo virðist sem íslenskir framleið- endur hertra fiskafurða séu komnir á rek út í sortann enda fordæmi fyrir því að allt geti farið á versta veg. Ár- ið 2015 var komið á gjaldeyr- ishöftum í Nígeríu sem þýddi að inn- flytjendur fengu ekki gjaldeyri til þess að kaupa erlenda vöru. Íslensk- ir skreiðarverkendur sigldu þar milli skers og báru. Vitur maður sagði eitt sinn: Vonaðu það besta en búðu þig undir hið versta. Það var ná- kvæmlega það sem viðkomandi fyrirtæki gerðu það ár. Þau leituðu meðal annars til Seðlabanka Íslands. Tillaga um að Seðlabankinn keypti nígerískan gjaldeyri, nairur, inn í gjaldeyrisvaraforðann var borin undir Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra. Síðan yrðu þessar nairur annaðhvort seldar þegar ástandið lagaðist aftur, sem það gerði, eða fyrir þær keypt olía sem gæti nýst til að knýja fiskiskipaflot- ann. Hugmyndin var að stunda eins konar vöruskipti; olía í skiptum fyrir skreið. Tillagan gekk þó ekki eftir og fyrirtækjum fækkaði úr 21 í 15 í þessari niðursveiflu. Nú eru breyttir tímar og aðrir við stjórnvölinn. Það eru ekki einungis skreiðarframleiðendur sem glíma við vanda í sölu afurða sinna á er- lendum mörkuðum. Gjaldeyr- istekjur hafa snarminnkað vegna fækkunar erlendra ferðamanna og lækkandi verðs á áli og sjávaraf- urðum. Það er mikilvægt að standa vörð um öll þau gjaldeyrisskapandi störf sem við höfum í landinu, ekki síst þar sem við erum með af- skaplega umhverfisvæna fram- leiðslu. Með því að nota jarðvarma og raforku til að þurrka fisk getum við flutt fimmfalt meira magn af pró- teini í hverjum gámi á markað þar sem þörfin er sár og mikil. Við erum hætt að senda dýrasta hluta fisksins til Nígeríu. Nú eru það mest auka- afurðir líkt og hausar, dálkar og af- skurður sem þurrkað er. Flökin eru hreinlega orðin of dýr fyrir þennan markað en mikil verðmæti eru fólgin í því að nýta alla hluta fisksins. Hausinn einn getur verið yfir 20% af fiskinum. Vegna ástandsins sem nú ríkir hefur verð á olíu náð sögulegu lág- marki. Sama staða og áður er komin upp: Markaðurinn fær ekki amer- íska dollara og því er engin leið að kaupa skreiðina. Ef dollarar fást eru þeir keyptir á svartamarkaðsgengi sem er töluvert hærra en lögskráð gengi nígeríska Seðlabankans. Gjaldeyrisbraskarar í Nígeríu eru þeir sem stinga af með framlegð ís- lenskra fiskframleiðenda. Önnur viðskiptalönd okkar, bæði núverandi og möguleg í náinni framtíð, búa við sambærilegar aðstæður. Miklar gengisfellingar gagnvart dollara hafa gert viðskipti með afurðir okk- ar til þeirra mjög erfið. Við þurfum að huga að lausnamiðuðum við- skiptatækifærum. Það er engin mál- tíð ókeypis stóð einvers staðar. Spurningin er bara hvað má hún kosta svo fólk hafi efni á, vilja og getu til að neyta hennar. Raunar mælir ekkert gegn því að viðkomandi fyrirtæki leiti aftur til Seðlabankans – fordæmalausir tímar kalla jú á fordæmalausar að- gerðir. Við verðum að átta okkur á mikilvægi hvers og eins. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekk- urinn og betur vinnur vit en stirt. Betur vinnur vit en strit Eftir Gunnlaugu Helgu Ásgeirs- dóttur Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir » Greinin fjallar um skreið og möguleika á því að hefja vöruskipti við Nígeríumenn, þ.e ol- ía í skiptum fyrir skreið. Höfundur er sjávarútvegsfræð- ingur. gunnlaughelga@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.