Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Evrópuráðið varð til árið 1949. Það er sam- tök 47 ríkja með sam- tals um 800 milljónir íbúa. Ráðið er ekki hluti af Evrópusam- bandinu sem nær til 27 ríkja sem öll eru meðlimir í ráðinu, heldur eru líka innan þess ríki sem teljast réttarríki, álitin byggja á lögum og hafa í heiðri mannréttindi borgara sinna. Evrópuráðið stóð að gerð Mann- réttindasáttmála Evrópu (1950) og í framhaldi af honum stofnun Mann- réttindadómstóls Evrópu sem á að dæma í málum sem lúta að mann- réttindum og ákvæðum mannrétt- indasáttmálans. Evrópuráðið og íslam Árið 2014 lagði fulltrúi Hollands í Evrópuráðinu, Pieter Omtzigt, eft- irfarandi spurningar fyrir ráðherra- nefnd ráðsins: „Hvort ráðherranefndin taki und- ir þá skoðun … að sjaría (lög ísl- ams: byggjast á Kóraninum og ha- dith; frásögnum af orðum og gerðum Múhameðs) sé ósamrým- anlegt grunn- forsendum lýðræð- isins?“ „Hvort samræmi sé með Mannréttinda- sáttmála Evrópu og Kaíró-yfirlýsingunni: Getur nokkurt ríki framfylgt að fullu bæði yfirlýsingunni og mannréttinda- sáttmálanum?“ Undanfara Kaíró- yfirlýsingarinnar má rekja að minnsta kosti til 1980 í ýmsum sam- þykktum íslamskra ríkja um mann- réttindamál. Þær voru viðbrögð þeirra við Mannréttindasáttmálum Evrópu og einnig Sameinuðu þjóð- anna (1948). Báða telja múslímar ósamrýmanlega siðum og réttarfari innan sunnu (heild samfélags- og lagalegra hátta innan íslams). Yf- irlýsingin var viðtekin 1990. 45 ríki hafa undirritað hana. Þegar hún var kynnt í Mannréttindaráði Sam- einuðu þjóðanna 1992 mætti hún harðri gagnrýni Alþjóðaráðs lög- fræðinga, sem taldi hana engan veginn samrýmast Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í svari ráðherranefndar Evr- ópuráðsins árið 2019 segir meðal annars: „Ráðið telur, að ýmsar íslamskar yfirlýsingar um mannréttindi, sem … eru fremur trúarlegar en lögfræðilegar, nái ekki að samrýma íslam almennum mannréttindum ekki síst sakir þess að höfuðskír- skotun þeirra er til ákvæða í sjaría. Þetta nær einnig til Kaíró- yfirlýsingarinnar frá 1990 um mannréttindi … sem, þó hún sé ekki lagalega bindandi, hefur tákn- rænt gildi og pólitískt vægi … (í) mannréttindamálum innan íslams.“ Í lokagreinum Kaíró-yfirlýsing- arinnar segir: „Grein 24: Öll réttindi og allt frelsi, sem kveðið er á um í þessari yfirlýsingu, ber að túlka í samræmi við hið íslamska sjaría. Grein 25: Hið íslamska sjaría er eina viðmiðunin til útskýringar eða útleggingar á öllum greinum þess- arar yfirlýsingar.“ Í umsögn sinni hvetur Evrópu- ráðið ríki innan þess til að segja sig frá Kaíró-yfirlýsingunni og bendir á að það sé mikið áhyggjuefni að sjaría-lög séu nýtt bæði op- inberlega og ekki svo í ýmsum ríkj- um þó að þau stríði greinilega gegn mannréttindasáttmálanum. Ekki síður er það Evrópuráðinu áhyggjuefni að dómstólum sem dæma eftir ákvæðum sjaría-laga fer mjög fjölgandi í Vestur-Evrópu. Þar nefnir ráðið Bretland, þar sem slíkir dómstólar eru taldir skipta tugum, en nefnir einnig til önnur ríki. Þessir dómstólar fjalla um ým- is innri mál múslímskra samfélaga, sem orðið hafa til á síðari áratug- um, ekki síst í hinum stærri borg- um Evrópu, og þar sem íbúarnir búa aðskildir frá innfæddum íbúum landsins, virða ekki lög þess og telja sig á grundvelli siða, hefða og viðhorfa ekki þurfa – eða eiga – að lúta þeim. Þau mál sem einna helst koma fyrir lúta til dæmis að hjú- skap, skilnuðum, stöðu kvenna, því hvað leyfist og hvað ekki, sam- skiptum við vantrúaða og valdi karla innan heimilis og fjölskyldu. Dómar sjaría-dómstólanna eru yf- irleitt ekki taldir gildir innan vest- rænna ríkja, en eru þó gildandi inn- an samfélaga innflytjenda og þar jafnan taldir veigameiri en lands- lög. Hvert stefnir? Vissulega hefur – ekki síst vegna COVID-19 í seinni tíð – dregið úr innflytjendaflæðinu. Ferðir yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hafa að mestu lagst af, en straumurinn liggur til Spánar. Í austri hefur Grikkland og Balkanleiðin lokast að miklu leyti. Ekki er þó langt síðan forseti Tyrklands sigaði innflytj- endahópum á landamærin við Grikkland og kallaði þá hinn glæsta her íslams –væntanlega með til- vísun í fyrri alda vopnaðar sveitir múslíma, sem lögðu undir sig Spán, komust langt inn í Frakkland og nokkrum öldum síðar allt til Vín- arborgar. Orð forsetans benda til þess að hinn glæsti her hafi sama landvinningahlutverk, þó óvopnaður sé. Enn taka Evrópuþjóðir við „flóttamönnum“, svo sem Svíar og Þjóðverjar, en fleiri koma til. Enn eru fjölskyldusameiningar sem margfalda fjölda þeirra sem fyrir eru. Enn er frjósemi innflytjend- anna mjög umfram hina innfæddu. Í því sambandi má nefna orð sem eiga að hafa fallið af munni Gaddaf- is, fyrrverandi ráðamanns Líbýu, og voru eitthvað á þessa leið: Við þurfum ekki skriðdreka og fall- byssur; við höfum barnavagna kvennanna. Stefnan virðist hafa verið sett. Fleiri innflytjendur og afkomendur, meiri ítök þeirra, vaxandi áhrif sjaría, fleiri íslamskir dómstólar, vaxandi vægi hugmynda og ákvæða Kaíró-yfirlýsingarinnar – og hnign- andi áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu – og Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi og sjaría Eftir Hauk Ágústsson »Hvert stefnir í mann- réttindamálum Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Bankahrunið varp- aði ljósi á það hve ber- skjaldaður almenn- ingur er gagnvart mistökum stjórnmála- manna. Tilhneigingin er að afgreiða eða afsaka svona áföll í samfélag- inu með hug- myndafræði af- skiptaleysis um að ekki megi hefta at- hafnakraft einkaaðila. Einmitt þessi hugmyndafræði hefur ýtt undir að það sé gott að einkavæða ríkisfyr- irtæki og koma þeim í kraftmeiri arðsemi en hjá ríkinu enda tekur al- menningur skellinn ef illa fer. Af- skiptaleysi ríkisvaldsins auki ein- faldleika og skilvirkni einkarekstursins sem í aðdraganda hrunsins leiddi til algers siðferðis- og trúnaðarbrests og ábyrgðarleysis í fjármálakerfinu. Siðferðisleg sjálfsstjórn, skyn- semi og ábyrgð einstaklinganna guf- aði upp þegar þeim varð ljóst að rík- ið hafði gefið þeim lausan tauminn og fullkomið traust á að fara með stjórn á fjármálageiranum. Svo virð- ist sem stjórnvöld hafi talið að kraft- ur og áræðni, djörfung og hugrekki væru eins konar rotvarnarefni sál- arinnar sem verðu menn gegn spill- ingu, freistingu og hópþrýstingi. Í rannsóknarskýrslu Alþingis (RNA) má finna mikilvægar vís- bendingar um umfangsmikla refsi- verða háttsemi í rekstri fjár- málastofnana og tengdra aðila (Sigurður Tómas Magnússon, 24. apríl 2010). Eftir hrunið héldu þessi af- skiptaleysisstjórnmál áfram og voru þrotabúum bankanna einfaldlega færðar eignir almennings á silfurfati án þess að ríkið gerði mikið annað en að setja upp embætti Umboðs- manns skuldara sem hægði á því hve hratt bankarnir gátu tekið eign- irnar ofan af fólkinu. Það eru breiðu bökin, almenn- ingur, sem eiga alltaf að bakka allt upp og taka skellinn hvað sem á dynur. Gengisfellingar hafa verið tíðar á Íslandi í gegnum áratugina með tilheyrandi hækkun lána og ítrekuðu eignatapi hjá fjölskyldunum og fyr- irtækjum í landinu. Þannig hafa hagsveifl- urnar verið mildaðar. Ýmiss konar mik- ilvæg mannréttindi skortir í samfélaginu, svo sem betri félagsleg réttindi og betri launa- kjör. Fátæktargildrur og kennitöluflakk við- gangast. Svört at- vinnustarfsemi og skattsvik eru algeng og síbrotamenn reka fyrirtæki. Alvarlegur húsnæð- isskortur er viðvarandi og heldur al- menningi við eða undir fátækt- armörkum. Nokkrir málaflokkar sem þrengja að almenningi eru til dæmis raktir í þremur nýlegum greinum í Morg- unblaðinu: Mannleg hegðun eftir Jó- hann J. Ólafsson, 10. febrúar 2020, Skattsvik, þrælahald og svört at- vinnustarfsemi eftir Þorkel Sig- urlaugsson, 16. febrúar 2019, og Þrælahald á Íslandi eftir Sigurð Sig- urðsson, 24. janúar 2020. Það er af nógu að taka hvernig saumað er að fólkinu í landinu sem á að bera ábyrgð á öllu samfélaginu. Ástandið jaðrar við að mannréttindabrot séu látin viðgangast og stjórnmálamenn stunda hugmyndafræði af- skiptaleysis. Eftir að RNA kom út skipaði Al- þingi níu manna þingmannanefnd til að móta tillögur að viðbrögðum Al- þingis við skýrslunni. Alþingi sam- þykkti að gera skýrsluna að leið- arljósi í framtíðinni og var nefndinni falið að skoða og rannsaka RNA og koma með tillögur til Alþingis til úr- bóta til að skapa þetta nýja leið- arljós löggjafans. Auk þess sem þingmannanefndin ritaði nið- urstöður sínar á tvö til þrjú hundruð blaðsíðna skýrslu fékk nefndin fjölda viðurkennda sérfræðinga til liðs við sig til að vinna skýrslu sína og niðurstöður. Sumar af niðurstöðum úr þessari rannsókn Þingmannanefndarinnar eru mjög sláandi, svo ekki sé meira sagt, sem undirstrikar að stjórn- kerfið hafi verið með óskýrar reglur og óljósa ábyrgð þar sem hver vísaði á annan ef eitthvað bjátaði á. Mjög óskýrt var í kerfinu hvar ábyrgð lægi á viðbrögðum við hættumerkj- um í samfélaginu. Ófullkomnar sam- skiptareglur væru milli Alþingis og handhafa framkvæmdavaldsins og færu samskiptin meira og minna eftir óskráðum reglum sem hægt væri að hnika til. Samráðs- og upp- lýsingaskylda ríkisstjórnarinnar við Alþingi hafi verið mjög takmörkuð og skyldur ráðherra gagnvart þinginu hafi ekki haft skýra laga- stoð. Það kippir möguleikum þings- ins til eftirlits með ráðsmennsku ráðherra, hvað þá að krefja ráð- herra um upplýsingar um mál. Við- bragðsáætlanir stjórnvalda hafi ver- ið byggðar á tilviljanakenndum viðbrögðum á borð við skipun nefnda sem enga ábyrgð bera. List- inn um vanhæfi stjórnkerfisins er langur og má efast um að stjórn- kerfið og stjórnmálamenn hafi getað staðið undir væntingum, sem er eins og rothögg ofan á hugmyndafræði afskiptaleysis stjórnkerfisins. Fram kemur að innleiða þurfi áhættustjórnun í stjórnun sam- félagsins þar sem stjórnkerfið muni láta vinna forvirka áhættugreiningu á samfélaginu og beita forvörnum í stað þess að leggja áherslu á eftirlit og eftirfylgni. Þannig sé samfélagið tilbúið að taka við áföllum þegar þau koma í stað þess að vera í björg- unaraðgerðum eftir að skaðinn er skeður. Endurskoða þurfi stjórnarskrána til að skýra meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafanna. Það var ein niðurstaðan í úttekt RNA. Hagsmunir almennings voru því mjög ótryggir með stjórnkerfinu sem úttektin lýsir sem samkvæmt úttekt Alþingis valt tilviljanakennt áfram meðal annars með óskráðu regluverki innan löggjafarsamkund- unnar. Óöryggi rotvarnarefnis sálarinnar Eftir Sigurð Sigurðsson » Stjórnvöld töldu að kraftur og áræðni, djörfung og hugrekki væru rotvarnarefni sál- arinnar sem verðu menn gegn spillingu, freist- ingu og hópþrýstingi. Sigurður Sigurðsson Höfundur er BSc MPhil bygginga- verkfræðingur. Í mínum huga er það alveg klárt að það hefur skipt sköpum fyrir okkur að hafa hið virðingarverða og vandaða þríeyki Víði, Þórólf og Ölmu í fram- varðarsveitinni ásamt Páli Matthíassyni for- stjóra Landspítalans og öðru því traustvekj- andi forsvarsfólki sem fram hefur komið á hinum mikilvægu og trúverðugu daglegu upplýsingafundum sem haldnir hafa verið síðustu vikurnar og mánuðina. Allt þeirra framlag og framganga hefur verið til eftirtekt- arverðrar fyrirmyndar sem ég vona að við getum lært af og tekið með okkur sem jákvæða reynslu inn í nýja og vonandi jákvæða tíma. Utanumhaldið, upplýsingaflæðið og allt hrósið hefur hrifið okkur með og vakið samkennd og þolgæði, út- hald og stöðuglyndi hjá okkur flest- um á ótrúlega furðulegum og erf- iðum tímum. Ásamt einlægni, ákveðnum sveigjanleika og skilningi sem hefur sáð fræjum umvefjandi kærleika og umhyggju sem streymt hefur frá þessu vandaða fólki sem hefur komið inn í líf okkar nánast sem jarðneskir englar sem hafa ver- ið svo smitandi að við höfum tekið mark á og hlýtt Víði þannig að heilsufarslegt tjón er almennt minna og andlát færri en óttast var í fyrstu. Þau hafa með framkomu sinni og störfum mildað áhyggjur og von- leysi, ótta, einmanaleika og kvíða. Þá er rétt að þakka og biðja fyrir hinum ómetanlegu læknum og hjúkrunarfólki og starfsfólki heil- brigðisstofnana almennt. Jafnfram er ástæða til að þakka tónlistarfólk- inu okkar sem hefur gefið af sér og stytt okkur stundir. Þá leyfi ég mér að nefna kirkjurnar sem komið hafa ferskar inn og staðið vaktina á ný- stárlegan hátt og haldið utan um okkur með sinni þjónustu með því að koma með kærleiks- erindi kirkjunnar til okkar inn í stofu meðal annars í gegnum netið. Vona að þið upplifið þakklætið Ég vona að þið finnið þakklæti okkar sem fylgst höfum með ykkur streyma. Ég bið Guð að blessa ykkur og launa allt ykkar fallega framlag til lífsins. Málið er nefnilega að þiggja kær- leikann. Meðtaka hann af þakklæti og lifa honum af auðmýkt. Með því að finna honum farveg. Koma hon- um áfram svo fleiri fái notið hans. Kærleikurinn er tær. hann er heill. Honum fylgir sannleikur og frelsi. Umhyggja, umburðarlyndi, von og traust, ábyrgð og agi. Kærleikurinn sigrar allt. Leyfum honum að smitast frá hjarta til hjarta svo hann verði til að veita okkur varanlega lífsfyllingu og ham- ingju. Með kærleiks-, samstöðu- og frið- arkveðju. Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Kærleikurinn sigrar allt. Leyfum honum að smitast frá hjarta til hjarta svo hann verði til að veita okkur varan- lega lífsfyllingu og ham- ingju. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Smitandi kærleikur Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.