Morgunblaðið - 18.05.2020, Page 20

Morgunblaðið - 18.05.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 ✝ Bjarni Bald-ursson fæddist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði 14. febr- úar 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. maí sl. Foreldrar Bjarna voru Sig- ríður Salvars- dóttir, f. 17.5. 1925, d. 1.3. 2013, og Baldur Bjarnason, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998, bænd- ur í Vigur. Systkini Bjarna eru Hafsteinn Hafliðason, f. 25.2. 1946, Björg Bald- ursdóttir, f. 10.9. 1952, Ragn- heiður Baldursdóttir, f. 11.7. 1954, Salvar Baldursson, f. 5.9. 1960, og Björn Bald- ursson, f. 2.7. 1966, d. 31.12. 2016. Bjarni ólst upp á fjölmennu um í blóð borin og honum lík- aði hún vel. Eftir að hann kom í land var hann í sambúð með Arndísi Bernharðsdóttur, f. 9.5. 1955. Þau slitu samvistum og flutti Bjarni þá á Ísafjörð. Um áraraðir vann Bjarni í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði og aflaði sér menntunar og réttinda í plast- bátasmíði. Vann hann við þá iðn, einkum í viðgerðum og endurbótum á plastbátum. Var hann eftirsóttur til þeirra verka og þótti flinkur og vandvirkur. Vann hann að þessari iðn sinni allt þar til heilsan bilaði síðastliðið haust. Á vorin gaf hann sér þó jafn- an tíma til að fara heim í Vig- ur, til að sinna æðarvarpi, lundaveiði og ýmsu sem til féll með bræðrum sínum Vigur- bændum. Útför Bjarna fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 18. maí 2020, klukkan 11. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu geta að- eins nánustu aðstandendur verið viðstaddir útförina. heimili í Vigur, hjá foreldrum sín- um, föðurbróður, afa og ömmu og systkinum ásamt fjölda annars heimilisfólks. Hann stundaði sitt skyldunám í barna- og héraðs- skólanum í Reykjanesi. Að loknu skyldunámi bjó hann áfram í Vigur og sinnti þar bústörfum með fjöl- skyldunni, æðarvarpi, lunda- veiði og sjósókn. 1977 kvæntist Bjarni Auði Erlu Albertsdóttur, f. 15.9. 1958, d. 5.4. 1986. Þau skildu. Eftir að Bjarni hleypti heimdraganum stundaði hann sjómennsku um árabil, ýmist sem háseti eða kokkur á skip- um af mörgum stærðum og gerðum. Sjómennska var hon- Það er blæjalogn á Bæjarvík- inni í Vigur. Æðarblikinn úar og kollan svarar með ákveðnum fyrirskipunartón, teistan tístir og sætir lagi að komast í hreiðr- ið sitt undir pallinum, krían frekjast af og til. Við systkinin sitjum á pallinum við Viktor- íuhúsið og njótum veðurblíðunn- ar og dásamlegrar fuglasymfó- níu. Þær voru ófáar þessar stundir og margar sögurnar sem Baddi sagði ásamt hæfileg- um skammti af stríðni. Hann var afar skemmtilegur sögu- maður og talaði kjarnyrta ís- lensku. Við bryggjuna liggur lítill rauður bátur, Stefán. Sannköll- uð happafleyta. Boð berast um að nú þurfi að skutlast eftir frændfólki eða öðrum flökku- kindum upp í Ögur eða út í Súðavík. Það kemur oft í hlut Badda. Hann, frekar en bræður hans, taldi ekki eftir sér að sækja eða flytja burt gesti og gangandi sem eðlilega þurftu að koma sjóleiðina í ástkæru eyj- una okkar. Baddi naut þess að vera á sjó, ekki síst á Stefáni, hvort heldur Djúpið var speg- ilslétt eða úfið. Að áliðnu vori um árabil kom Baddi inn í Vigur til að sjá um varpið þegar kollan var komin í dún. Þá þurfti að vanda sig, finna hverja einustu kollu þótt margar væru vandfundnar. Sumar æði viðskotaillar, klípa, drita yfir hreiðrið og ráðast stundum á leitarmanninn með offorsi. Ekki er þvílíku háttalagi æðarkollanna ætíð tekið með jafnaðargeði af leitarforingjan- um, þær eru húðskammaðar og orðalagið kannski ekki alveg á mjög kristilegum nótum. Fyrr- verandi heimasætur og nýgræð- ingar í dúnleit, sem stundum lögðu lið við dúntekjuna, fengu umsvifalaust að vita að allmörg hreiður í Kássubrekku, Sátu- skotum, á Sjóarengi og víðar hefðu orðið út undan í síðustu leit. Baddi var með hvert hreið- ur á hreinu og það var heilög skylda hvers leitarmanns að heiðra hverja kollu með heim- sókn. Bátar voru helsta áhugamál Badda enda eignaðist hann ófá- ar fleytur af ýmsum stærðum og gerðum. Hann vann í Báta- smiðju Guðmundar í áraraðir þar sem hann eignaðist ómet- anlega vini. Hann bjó þá með Arndísi Bernharðsdóttur, sem reyndist honum alla tíð einstak- lega vel, einnig eftir að þau slitu samvistum. Elsku Baddi bróðir var nátt- úrubarn, hann elskaði eyjuna sína og allar þær gersemar sem hún geymir og þar leitaði hann huggunar og hvíldar hjá sínum nánustu. Lífsbrautin var oft þyrnum stráð, þar sem sársauk- inn var deyfður í föruneyti með Bakkusi. Þótt oft syrti í álinn var húmorinn, sagnagleðin og kærleikurinn til vina og fjöl- skyldu alltaf efstur á blaði. Það er stórt skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við munum öll sakna samveru- og sögustund- anna. Hjartans kveðjur frá systkinabörnum Badda. Ég veit eitt land fyrir vestan sem vakir við bláan sæ. Með himin svo heiðan og tæran og hamingju í litlum bæ. Þar fögnuður ríkir með rísandi degi og röðull að kveldi skín. Hvar veraldarfárið ei friðland sér finn- ur þar faðmar mig eyjan mín. (Björg Baldursdóttir) Blessuð sé minning þín elsku bróðir. Hafsteinn, Björg, Ragnheiður og Salvar. Elsku frændi. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér í þessu erfiða verk- efni undanfarið ár. Þær voru ófáar ferðirnar á spítalann í við- töl og rannsóknir og þar vorum við farin að þekkja hvern krók og kima. Alltaf varstu jafn æðrulaus, tókst þessu öllu með jafnaðargeði og sagðir að það gerði bara illt verra að vera að velta sér upp úr hlutunum eða að hafa of miklar áhyggjur. Þessi tími sem þú varst hérna fyrir sunnan var einstakur. Ekki það að ég hafi ekki þekkt þig vel áður en þarna kynntist ég allt annarri hlið á þér. Þú vildir nú lítið kannast við að hafa sagt okkur krökkunum í den draugasögur í Vigur, svo hrikalegar að maður svaf varla á nóttunni en það var alveg klárt að þær voru ekki allar uppspuni þar sem þú varst með þann eiginleika að skynja aðrar víddir. En þú sagðir líka svo skemmtilega frá þessu að mað- ur hefði hreinlega viljað vera með í partíinu í borðstofunni í gamla bænum. Þér leið vel á sjúkrahótelinu þann tíma sem þú varst þar, stutt í alla þjón- ustu, á spítalann, í Krambúðina til að kaupa LOTTÓ-miðann og á pöbbinn ef því var að skipta. Mikið hlógum við þegar við vor- um á röltinu á Laugaveginum og kíktum í listabúðirnar, sann- arlega fannst þér mörg verkin varla geta verið list og hver sem er gæti nú gert þetta. Hvort sem það er rétt eða ekki kvikn- aði þarna áhugi hjá þér að fara að gera hin og þessi listaverk og þá aðallega úr plast- eða trefja- efni. Hvað þú varst ánægður með mig þegar ég kláraði bólstrunarnámskeiðið, tókst stólinn út og gafst honum ágæt- iseinkunn. Ég skal lofa því að koma gamla skrifborðsstólnum í góðar hendur sem þú varst byrjaður á að laga fyrir mömmu. Fyrir einhverjum ár- um hefðirðu fussað og sveiað yf- ir golfíþróttinni, hver myndi nenna að skjóta boltum bara eitthvað út í loftið, „nei Sigríð- ur, þessu nenni ég ekki!“ En þegar þú komst með mér á Ljúflinginn upp í Heiðmörk síð- astliðið sumar og fékkst að prófa, steinlá þetta fyrir þér og þú heillaðist alveg af íþróttinni. Þar hafði líklega eitthvað að segja reynsla þín sem skotveiði- maður þegar þú hittir boltann svo vel að hann fór beint inn á flöt, ekki bara einu sinni heldur oftar, og þegar ég fékk minn fyrsta fugl tókum við gúlsopa af jagermasternum þó klukkan væri aðeins 10. Ég lofa að koma golfsettinu þínu sem þú fékkst í afmælisgjöf nú í febrúar í góðar hendur þar sem það verður vel notað. Það var ekki sama hver það var sem mátti ráðskast með þig en alltaf hlustaðir þú á mig, gafst púslinu séns, lóðunum líka og varst verulega farinn að íhuga að labba jafnvel lengra en út í sjoppu. Með glott á vör sagðir þú við mig „þú ert nú ekki dóttir hennar mömmu þinnar fyrir ekki neitt“. Ég veit að það verður vel tek- ið á móti þér í sumarlandinu og þar á þér eftir að líða vel. Takk fyrir allt og allt, ljúfi frændi minn. Minning þín mun lifa með okkur. Þín frænka, Sigga Stebba, Sigríður S. Óskarsdóttir. Það ilmar af gullnu glasi. Vig- urfjölskyldan situr við eldhús- borðið að kvöldi vordags. Enn einum dúnleitardeginum er lok- ið. Baddi er í essinu sínu og sagnaflaumurinn rennur af munni hans, enda vandfundinn skemmtilegri sagnamaður. Hann ýkir nú sennilega svolítið en það er einmitt það sem gerir sögurnar hans svo skemmtileg- ar. Æðarkollurnar eru í aðal- hlutverki þetta kvöldið, þessar ungu eiga það til að vera ansi illskeyttar. Þær blása sig út, bíta, gogga og drita svo yfir hreiðrin og leitarmenn. Kollu- skítslyktin er ekki sú besta. Baddi kann á þeim lagið, tvinn- ar saman blótsyrði og sýnir þeim hver valdið hefur. Hann getur stundum verið svolítið hrjúfur, en það er nú bara í nös- unum á honum, ljúfmennskan er honum nefnilega í blóð borin. Baddi var mikið náttúrubarn og unni eyjunni sinni. Þar átti hann sínar bestu stundir. Hann sá um varpið undanfarin ár og fórst það einkar vel úr hendi, kollurnar treystu honum þó þær ungu og óvönu fengju stundum að heyra það. Hann var afkasta- mikill í lundaveiðinni og réri oft- ar en ekki til fiskjar á trillunni Stefáni og færði björg í bú. Í bjartri sumarnóttinni rölti hann um eyjuna og naut náttúrunnar sem oft er fegurst við sólarlag og árla morguns. Baddi var næmur og skynjaði líðan manna og dýra, stundum opnuðust fyr- ir honum gáttir handanheima. Hann fór vel með þann eig- inleika en sennilegt er að sá þáttur hafi oft reynst honum erfiður. Það brimaði oft að Bjarna í lífsins ólgusjó. Bakkus var oftar en ekki samferðamaður hans í lífinu og háði hann marga bar- áttuna við hann. Húmorinn var þó aldrei langt undan og kynnti hann sig gjarnan sem Bjarna frá Vogi eftir meðferðarvist. Við kveðjum elsku Badda með sorg í hjarta, þennan hrjúfa, ljúfa mann sem var svo stór hluti af lífi okkar fjölskyld- unnar. Hann reyndist okkur svo vel við fráfall Bödda bróður hans, föður okkar og eigin- manns. Við erum honum óendnalega þakklát fyrir það. Enn máist út af lífsmyndinni okkar en Bjarni lifir ávallt í minningu okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Bjarni. Ingunn, Baldur og Snjólaug. Það er skrítið til þess að hugsa að Bjarni komi ekki framar í Faktorshúsið með sagnastund. Við kvöddumst í febrúar, hann á leið í krabba- meinsmeðferð og við á leið til útlanda, með þeim orðum að hittast hress í apríl. En stund- um breytast hlutirnir hratt og svo fór að okkar kæri vinur átti ekki von á bata. Bjarni var sagnamaður af Guðs náð eins og hann átti kyn til og hann var með hjarta úr gulli. Alltaf tilbúinn til að veita okkur ráð varðandi bátana og leggja hönd á plóg. Hans verður sárt saknað í Faktorshúsi, það var alltaf mikil tilhlökkun þegar hans var von. Góða ferð, kæri vinur, við hittumst hinumegin einn góðan veðurdaginn og þá fáum við að njóta sagnastundar hjá ykkur Bödda bróður þínum. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Jóna Símonía Bjarnadóttir Þorsteinn Traustason. Bjarni Baldursson Góð vinkona Ragnhildur Har- aldsdóttir hefur nú kvatt. Hún var ein- stök kona, hlý, ljúf og æðrulaus. Kynni okkar hófust fyrir hartnær hálfri öld á Borg- arspítalanum. Hvað tíminn líður hratt og minningarnar eru margar. Eftirminnilegasta ferðin var þegar við vinkonurnar þrjár og fjölskyldur fórum til Ítalíu. Lágum á ströndinni og sóluðum okkur þegar allt í einu brutust út fagnaðarlæti hér og þar, Vigdís hafði verið kosin forseti og var haldið vel upp á það um kvöldið. Jólahittingur okkar vinkvenna var árviss á Hótel Holti, pakkar Ragnhildur Haraldsdóttir ✝ RagnhildurHaraldsdóttir fæddist 22. júní 1939. Hún lést 20. apríl 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. teknir upp í koní- aksstofunni og átt- um við þar góðar stundir. Bæjarferð- irnar voru ekki síst skemmtilegar þeg- ar tískan var tekin út og undantekn- ingarlaust sneru af- greiðslustúlkurnar sér að þessari háu glæsilegu konu og spurðu hvað hægt væri að gera fyrir hana. Húm- orinn var aldrei langt undan hjá vinkonu okkar og vakti það ávallt kátínu. Það eru margar minningar sem koma upp í hug- ann. Kveðjum með miklum söknuði en einnig með þakklæti, minn- ingin um dásamlega konu lifir. Elsku Binni og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Vilhelmína (Villa) og Finn- björg (Begga). Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Elskulega systir okkar, EDDA MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR, Ægisgrund 19, Garðabæ, lést þriðjudaginn 5. maí á Landspítalanum í Fossvogi. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina sem fer fram miðvikudaginn 20. maí. Daníel Jón Kjartansson Alda Kjartansdóttir Ómar Kjartansson Ragnheiður M Blöndal Súsanna Kjartansdóttir Jakob Halldórsson Sigríður Kjartansdóttir Kjartan Kjartansson Ásta Lára Sigurðardóttir Anne Maríe J. Kristjánsd. Friðjón Örn Guðmundsson Karen Soffía Kristjánsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLÖF BJÖRGVINSDÓTTIR lést þriðjudaginn 5. maí. Í ljósi aðstæðna mun útförin fara fram með nánustu aðstandendum þriðjudaginn 19. maí klukkan 13. Athöfninni verður streymt á facebook síðu hinnar látnu. Helga Lilja Tryggvadóttir Sigurjón Magnússon Magnús B. Tryggvason Elsa Maria Alexandre Þórhallur Tryggvason Þórhalla Guðmundsdóttir Hanna Tryggvadóttir Torfi Ragnar Vestmann barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Laxamýri, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 14. maí. Útför auglýst síðar. Sveinbjörg Björnsdóttir Helgi Hróðmarsson Jón Helgi Björnsson Ingibjörg Sigurjónsdóttir Halla Bergþóra Björnsdóttir Kjartan Jónsson barnabörn og barnabarnabarn Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN MATTHÍAS KJARTANSSON frá Þórisholti, Lómasölum 12, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. maí síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju 25. maí kl. 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð Krabbameinsdeildar 11-EG Lsp. Guðrún Helgadóttir Sigríður Skúladóttir Steinar Þór Kristinsson Sigrún Stefánsdóttir Sigríður Kristinsdóttir Halldór Bárðarson Kristín Björg Kristinsdóttir David Hedin afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.