Morgunblaðið - 18.05.2020, Side 21

Morgunblaðið - 18.05.2020, Side 21
hjá móður sinni og fósturföður Guðjóni Guðjónssyni ásamt bróður sínum Haraldi til full- orðinsára og dvaldi þar annað slagið í mörg ár. Þann 30. júní 2001 giftist hann Elínborgu Rabanes, fædd 16. maí 1980, þau skildu. Börn Harðar Sævars og Elínborgar eru Íris Björk, fædd 30. júlí 1997, Anna María, fædd 23. apríl 2003 og Hafdís Ósk, fædd 19. maí 2005. Lengst af vann Sævar sem sjómaður, hann fluttist til Sví- þjóðar og var þar í 12 ár og vann að mestu við fiskverkun. Þegar hann fluttist heim aftur fór hann að vinna sem neta- gerðarmaður og að síðustu vann hann sem baðvörður við Laugardalslaugina þar til hann þurfti að hætta störfum vegna aldurs. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni 18. maí 2020 klukkan 13. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 ✝ Sigrún ElínEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1951. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Höfða á Akranesi 7. maí 2020. For- eldrar hennar voru hjónin Einar Hall- dórsson, f. 2. júní 1923, d. 2007 og Sigrún Bjarnadótt- ir, f. 11. apríl 1928, d. 2013. Systkini Elínar eru Þórunn, f. 1946, Halldór, f. 1947, Ingi- björg, f. 1954 og Birna, f. 1967. Elín giftist Jóni Gunnlaugs- syni, f. 19. desember 1949, þann 18. ágúst 1973. Foreldrar kona Stefáns er Þórunn María Örnólfs – Brynjudóttir, f. 1975. Þórunn á soninn Kristin Árna Guðmundsson, f. 2005. Elín ólst upp í Reykjavík. Hún hóf skólanám í Melaskól- anum, útskrifaðist sem gagn- fræðingur frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1968 og lauk síðan námi frá Hjúkrunarskóla Ís- lands í september 1972. Hún fluttist síðan til Akraness og hóf störf við Sjúkrahúsið á Akranesi í október 1972 og starfaði þar sem hjúkr- unarfræðingur til ársins 2005 eða í 33 ár. Elín verður jarðsungin 18. maí 2020 frá Akraneskirkju klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er takmarkaður aðgangur að kirkjunni. Streymt verður frá athöfninni á www.akraneskirkja.is. Stytt slóð: https://n9.cl/ttlks. Slóð á streymið má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat. hans voru hjónin Gunnlaugur Jóns- son, f. 20. nóv- ember 1920, d. 1980 og Guðrún Halldórsdóttir, f. 13. desember 1923, d. 2014. Börn Elínar og Jóns eru: a) Gunn- laugur, f. 29. nóv- ember 1974. Hann á tvö börn, Jón Breka, f. 2006 og Katrínu Björgu, f. 2011. Barnsmóðir Gunnlaugs er Kristín Halldórs- dóttir, f. 1980. b) Stefán, f. 26. nóvember 1981. Hann á tví- buradæturnar Brynju Rún og Elínu Ísold, f. 2017. Sambýlis- Elsku Ella systir hefur nú lagt upp í hina hinstu ferð, hún fékk svo sem engu ráðið varð- andi þetta ferðalag, en annars elskaði hún að ferðast og fékk sem betur fer mörg tækifæri til þess. Lífið er alls konar og Ella fékk að kynnast mörgum hliðum þess, en þó er mest um vert að hún fékk að kynnast hamingj- unni og góðu heimilislífi með Nonna sínum og elsku strákun- um sínum Gulla og Stebba. Við áttum góða æsku í stóra fjölskylduhúsinu á Ljósvallagöt- unni, þar var líf og fjör og góð umgjörð með matseðli þess tíma, fiskur á virkum dögum og lambasteik um helgar. Pabbi sótti ferskan fisk í soðið á trill- unni sinni og einnig ólumst við upp við kartöflurækt og vorum við systkinin liðtæk við þá rækt. Smám saman var bryddað upp á nýjungum í matseld sem urðu sígildar svo sem spaghetti a la Silla, sem varð ómissandi um helgar. Við fluttum svo í Norðurbrún 18 sem var aldeilis frábært hús og þar voru mamma og pabbi samhent í að taka á móti gest- um til lengri og skemmri dvalar. Hún Ella systir var prjóna- kona góð, sem við fjölskyldan fengum að njóta góðs af, og bókelsk var hún, þannig að nám sóttist henni vel, sem hún sýndi í Kvenna- og síðan í Hjúkrunar- skólanum, og þar kom sér vel að danskan lá vel fyrir henni, því kennslubækurnar voru á dönsku í den. Eflaust hefur áhugi mömmu á öllu dönsku haft sín áhrif, og hinar sígildu bókmenntir Hjemmet og Alt for damerne, sem voru oftast að- gengilegar á okkar heimili. Leið hennar lá svo á Skagann ásamt Steinunni vinkonu sinni, þar sem þær lögðu sjúkrahúsinu lið um árabil, og eignuðust fjöl- skyldur og undu hag sínum vel. Ella blómstraði í hjúkrunar- starfinu meðan heilsan leyfði, því hún var félagslynd og hafði góða nærveru. Það hefur margt verið brallað gegnum tíðina, og góðar minn- ingar um frábær ferðalög innan- lands sem utan koma upp í hug- ann sem og haustveislurnar miklu þegar mætt var til Ellu og Nonna og tekið slátur, svo var elduð veislumáltíð og gist á Skaganum, því líklega var dreypt á rauðvíni að góðu dags- verki loknu. Nonni var bara þokkalega sáttur við systurnar frá Hofi saman komnar, að ég held, í það minnsta höfum við alltaf verið velkomnar í hans landsfrægu pönnsur gegnum tíðina. Staðalbúnaður Ellu var fal- legt bros, rauður varalitur og endalaus bjartsýni, alveg fram á síðasta dag. Takk fyrir allt og allt. Ingibjörg systir. Lífið er yndislegt segir í vin- sælum texta og sannarlega var gott fyrir okkur krakkana að alast upp við Ljósvallagötu í traustu skjóli frábærra foreldra og enginn var yndislegri en elsku Ella sem var þriðja í röð okkar systkinanna. Aldrei minn- ist ég þess að hafa orðið sundur- orða við hana og líf hennar Ellu fetaði sinn farsæla veg. Hún út- skrifaðist sem hjúkrunarkona og þær vinkonurnar Steinunn Sigurðardóttir höfðu hug á að fara til vinnu á Selfossi en blessunarlega tóku þær beygj- una vestur og enduðu á Akra- nesi þar sem þessar góðu stelp- ur hófu störf og unnu saman á sjúkrahúsinu á Akranesi í ára- tugi. Blessunarlega segi ég, því á Akranesi hitti Ella lífsföru- naut sinn Jón Gunnlaugsson. Örlögin voru ráðin og varla hefði hún getað hitt betri mann sem þar að auki var hörku knattspyrnumaður, sem var nokkuð sem pabbi okkar Einar Halldórsson kunni vel að meta. Þau voru glæsileg hjón og þeim fæddust fljótlega strákarnir Gunnlaugur og Stefán og gæfan brosti við þeim. En fæstir fara í gegnum lífið án þess að þurfa að taka vindinn í fangið og sann- arlega var Ella ekki undantekn- ing. Heilsan fór að gefa sig og hún þurfti að takast á við dvín- andi lífsgæði til margra ára sem að lokum tóku lífsanda hennar. Í gegnum þá erfiðleika komu þó sem betur fer atburðir sem gáfu Ellu og Jóni mikla gleði þegar barnabörnin fæddust. Á kveðju- stundu þökkum við innilega fyr- ir samfylgdina og sendum sam- úðarkveðjur til allra sem tengst hafa Ellu tryggðarböndum. Esther og Halldór. Elsku vinkona, gott að þú fékkst hvíldina, þú varst búin að vera svo dugleg og berjast við veikindin í langan tíma. Það var aldrei erfitt að heimsækja þig þótt þú værir á sjúkrahúsi, allt- af svo jákvæð og þakklát fyrir að fá heimsókn. Elsku Ella, við kynntust þeg- ar við vorum 6 ára og bjuggum báðar á Ljósvallagötunni. Við urðum strax góðar vinkonur og þitt heimili varð strax eins og mitt annað heimili. Fjölskyldan þín varð eins og mín önnur fjöl- skylda. Mömmur okkur töluðu saman í síma næstum daglega alla tíð og hittust oft á kaffihúsi eða heima hjá hvor annarri. Þær voru miklar vinkonur. Ella mín, vinskapur okkar hélst alla tíð þótt þín fjölskylda flytti í Norðurbrúnina og við í Hlíðarnar. Enda var þetta lang- ur tími sem við bjuggum báðar á Ljósvallagötunni. Eftir að þú giftist þínum yndislega manni, Jóni Gunnlaugssyni, sem hefur reynst þér svo vel þá fluttir þú til Akraness. Þú starfaðir sem hjúkrunarkona á Akranesi. Við hittumst aðeins minna fyrstu árin okkar í búskap en fórum síðan aftur að rækta sambandið okkar og þú komst oft í heim- sókn til mín til Reykjavíkur og ég til þín til Akraness. Elsku Ella mín, þetta var mér og ég veit þér líka svo dýr- mætur vinskapur. Þegar maður kynnist svona ungur og þekkir alla fjölskylduna svona vel þá verður þetta djúp og dýrmæt vinátta. Ég á margar yndislegar minningar frá vinskap okkar í gegnum árin. Ég gisti oft hjá þér og þá fengum við að vera í risinu á Ljósvallagötunni þar sem voru nokkur herbergi sem tilheyrðu íbúðunum í húsinu. Einnig skemmtum við okkur mikið saman þegar við urðum eldri, t.d. í Breiðfirðingabúð, Tjarnarbúð, Sigtúni og síðan auðvitað í Glaumbæ. Einnig fór- um við saman í útilegur, til dæmis um verslunarmannahelgi í Húsafell. Elsku Ella, ég mun sakna þín. Ég votta Jóni eiginmanni þínum og sonum ykkar og fjöl- skyldum þeirra samúð. Einnig systkinum þínum og fjölskyld- um. Þakka þér og þeim fyrir yndislega vináttu. Hvíl í friði, Ella mín. Lilja vinkona. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. (Úr Hávamálum.) Í dag kveð ég mína kæru vin- konu, Elínu Einarsdóttur, sem lést á Dvalarheimilinu Höfða fimmtudaginn 7. maí sl. Kynni okkar hófust í sept- ember 1969 þegar rúmlega þrjátíu ungar dömur hittust í Hjúkrunarskóla Íslands. Allar voru þær að hefja nám í hjúkr- un. Ein þessara dama var Elín Einarsdóttir. Með okkur tókst góður vinskapur, strax á þriðja degi, sem hefur varað í rúmlega fimmtíu ár. Þrátt fyrir strangt nám var tími til að njóta lífsins, eins og ungu fólki er eðlilegt, var hún ávallt hrókur alls fagn- aðar. Þegar námi lauk, 1972, ákvað hún ásamt fimm bekkjarsystr- um að hefja störf við Sjúkrahús Akraness. Hún starfaði við sjúkrahúsið í 33 ár. Lengst af starfaði hún á handlækninga- deild en lauk sínum starfsferli á öldrunardeild í lok árs 2005. Ella gegndi starfi deildarstjóra á handlækningadeild í 11 ár. Hún var farsæll stjórnandi og vel liðin af samstarfsmönnum og sjúklingum. Þar nutu sín hæfileikar hennar í mannlegum samskiptum. Frá þessum tíma eiga samstarfsmenn góðar minningar sem ber að þakka fyrir og ylja nú þegar hún hefur kvatt. Fljótlega eftir að hún kom á Akranes hitti hún lífsförunaut sinn Jón Gunnlaugsson, þann góða og mikla heiðursmann. Þau eignuðust tvo syni, Gunn- laug og Stefán, og eiga 5 barna- börn. Ella var góð húsmóðir og móðir. Þegar sjúkdómurinn sem hún greindist með snemma á lífsleiðinni herjaði á hana fann hún fyrir vanmáttarkennd gagnvart drengjunum og vinnunni. Þegar hún hresstist gladdi hún hópinn með sínu fal- lega brosi og mannelsku. Hún sagði mér oft að hún hefði viljað sinna barnabörnunum meira en heilsan setti henni mörk. Ella hafði gaman af því að gleðjast með góðum vinum. Fyrir rúmum 30 árum stofnaði hún ásamt 6 hjónum svokall- aðan „hjúkljós“-hjónaklúbb. Konurnar vinnufélagar á sjúkrahúsinu og karlarnir fylgdu auðvitað með. Hittist hópurinn reglulega hvert hjá öðru, við sögðum sögur af okkar afrekum, borðuðum góðan mat og glöddumst saman. Konurnar tala um fæðingar, uppeldi og barnabörnin en mennirnir um fótbolta. Í þessum hópi naut Ella sín vel og þegar kominn var tími til að hittast á ný minnti hún gjarnan á að nú væri tímabært að hittast og rak á eft- ir vinkonu sinni að skipuleggja næsta samkvæmi. Hennar verð- ur sárt saknað í þessum hópi. Nú þegar komið er að leið- arlokum og ég kveð mína kæru vinkonu, lít yfir veginn sem við gengum saman, koma margar minningar í hugann en vináttan er mér efst í huga. Við ákváðum fyrir margt löngu að styðja og styrkja hvor aðra eftir því sem við hefðum þörf fyrir á lífsleið- inni og við það höfum við staðið. Vináttan í rúm fimmtíu ár var okkur báðum mikilvæg og er söknuðurinn mikill. „Að svipta líf manna vináttunni jafngildir því að nema sólina brott úr al- heimi“ skrifaði heimspekingur- inn Cicero rúmum 100 árum f.Kr. og á það vel við enn í dag. Við fjölskyldan öll sendum Jóni, Gunnlaugi, Stefáni, Þór- unni og barnabörnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Megi vin- kona mín hvíla í friði. Steinunn Sigurðardóttir. Við göngum ung um sólbjört, syngj- andi stræti. Úr seiðblárri fjarlægð hið gullna ævintýr lokkar. Og hjörtun ungu grípur konungleg kæti: Við komum frá Guði og þetta er jörð- in okkar! (Tómas Guðmundsson.) Árið er 1969 og það er sept- ember. Staðurinn er Hjúkr- unarskóli Íslands við Eiríks- götu. Nýtt holl er að byrja og það er eftirvænting í lofti. Það tínast inn í skólastofu verðandi hjúkrunarnemar. Þær koma víða að af landinu og þekkjast fáar fyrir þessa stund. Það vek- ur athygli þegar tíguleg stúlka gengur ákveðnum skrefum inn í stofuna. Hávaxin, teinrétt, með dökkt sítt hár sem nær niður á bak. Andlitið glaðlegt, hlýja í augum og fasið fallegt. Þetta er hún Ella sem átti eftir að verða „ein af okkur í F-holli“. Fyrr en varir er hópurinn búinn að hrista sig saman og ævintýrið er hafið. Og ævintýrið hélt áfram. Mikil hátíð í sept- emberlok árið 1972, þegar 24 nýir hjúkrunarfræðingar kvöddu frábæran skóla eftir einkar skemmtileg og þrosk- andi námsár. Albúnar til starfa og að því er okkur fannst hokn- ar af reynslu og færar í flestan sjó! Nokkrar langaði að leita á nýjar slóðir og kanna heiminn með góða þekkingu og góðan ásetning í farteskinu og áfanga- staðurinn af öllum varð Akra- nes, þar sem okkur bauðst starf á sjúkrahúsinu og fengum hlýj- ar móttökur. Í þessum hópi var Ella okkar. Nándin var mikil, við bjuggum allar saman og unnum saman. Þarna kynnt- umst við betur mannvininum Ellu, hjartahlýju hennar, já- kvæðni og spaugsemi en ekki síst heillandi brosinu og skemmtilegu töktunum. En hún heillaði ekki einungis okkur og skjólstæðinga sína. Einstakur, ungur Skagapiltur hreifst af og saman stofnuðu þau heimili og tveir synir fullkomnuðu fjöl- skylduna. Þar með var Ella orð- in Skagamær og var það æ síð- an, í lífi sínu og starfi. Hópurinn hefur verið sam- heldinn og skapað sér vissar hefðir í gegnum árin. Holl- fundir, aðventuhittingur og ut- anlandsferðir á merkisafmælum hefur haldið þræðinum óslitn- um. Margs er að minnast, þegar litið er til baka, en oft er rifjað upp þegar þrjátíu ungar dömu tárfelldu yfir brunarústum Glaumbæjar í desember 1971. Það var á laugardegi að aflokn- um skóladegi. Það er aftur komið haust en nú er árið 2019. Skólasysturnar eru staddar á Höfða þar sem Ella átti heimili síðustu árin. Það er svokallaður hollfundur og við erum að halda upp á 100 ára afmæli Hjúkrunarfélagsins. Við fáum okkur tertu með rjóma, ræðum helstu þjóðmálin, rifjum upp gamla tíma og njót- um samvista með henni. Um- ræðurnar eru fjörlegar og allir þurfa að hafa orðið, hún ekki síður en við hinar og fallega brosið sem einkenndi hennar persónuleika var á sínum stað. Þetta var síðasta samvera hóps- ins með þeirri góðu konu sem kvödd er í dag. Við erum þakk- látar fyrir þessa „gæða- samverustund“. Að leiðarlokum þökkum við skólasysturnar samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu Elínar Ein- arsdóttur. Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystra í F- holli Hjúkrunarskóla Íslands, Guðný Bjarnadóttir Hanna Þórarinsdóttir. Sigrún Elín Einarsdóttir ✝ Hörður SævarSímonarson fæddist 27. mars 1942 í Reykjavík. Hann lést 9. maí 2020 á Líknar- deildinni í Kópa- vogi eftir skamm- vinn veikindi. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þ. Kristjánsdóttir frá Hnífsdal, fædd 29. desember 1921, látin 27. októ- ber 1985 og Símon Jóhannsson frá Ísafirði, fæddur 15. maí 1911, látinn 28. september 1982. Systkini hans samfeðra voru Jón Kristján Sím- onarson, fæddur 6. nóv. 1930, Herborg Hulda Sím- onardóttir, fædd 21. júní 1932, látin 3. júlí 2015, Jóhann Rósinkrans Sím- onarson, fæddur 10. okt. 1933, lát- inn 12. des. 2013, Svavar Símonar- son, fæddur 14. ágúst 1937, Leifur Albert Símonarson, fæddur 17. sept- ember 1941. Bróðir hans sam- mæðra er Haraldur Guðjóns- son, fæddur 1. okt. 1953. Sævar ólst upp að mestu leyti Sem barn vissi ég að pabbi átti bróður sem við kölluðum Sævar en ég þekkti hann ekki. Það var ekki fyrr en upp úr alda- mótum sem leiðir okkar Sævars og Ellu liggja óvænt saman og með okkur tókst góð vinátta sem hélst frá þeim tíma og til dán- ardags hans. Vinátta mín og Sævars var þannig að stundum leið langur tími á milli samskipta en það var alltaf eins og við hefð- um heyrst síðast í gær. Sumt fólk er þannig að það eignast sérstakan stað í hjarta manns og þannig var Sævar. Hann átti sinn stað í hjarta mínu og þar verða minningar mínar um hann einnig. Sævar er eftirminnilegur maður, hávaxinn, fór hratt yfir, var alltaf tilbúinn til að leysa verkefni og fór strax í þau. Ég finn út úr þessu, sagði hann gjarnan ef hann var ekki viss. Það er svo margs að minnast þegar sest er niður við að skrifa og efst í huga mér er brosið hans, hvernig hann nikkaði höfð- inu upp þegar hann brosti til mín, hvað hann var jákvæður og hvað honum þótti vænt um dæt- urnar sínar. Takk elskan mín var svo sannarlega setningin hans. Hann var alltaf þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert. Hvort sem það var að fara með hann til læknis eða að sækja ábót á kaffið fyrir hann. Sævar kom nokkrum sinnum austur til okkar Jóns. Fyrst ásamt Ellu og stelpunum og eft- ir að þau skildu kom hann ýmist með stelpurnar eða einn. Hann vildi aldrei láta neitt fyrir sér hafa en þótti mjög gott að fá lambasteik, kjötsúpu eða kjöt í karrí, ég tala nú ekki um það, sagði hann. Eitt mesta grillævin- týrið mitt, sem er reglulega rifj- að upp, á ég með honum þar sem mér tókst að grilla læri í duft. Ég var svo spæld en nei, ekki eyða tímanum í það, sagði Sæv- ar. Við borðum bara kartöflur og sósuna, það er ljómandi. Sævar var mjög harður af sér, sjálfstæður, vildi ekki vera nein- um háður og bjargaði sér sjálfur. Við vissum að hann væri veikur og búinn að vera í nokkurn tíma en hann bar sig samt vel. Það var í febrúar sem dæturnar hans fóru að vera áhyggjufullar yfir breytingunni sem var að eiga sér stað og þegar við fórum til lækn- is í apríl var ljóst í hvað stefndi. Hversu hratt áttum við alls ekki von á og þessi tími var honum erfiður því hann vildi bjarga sér sjálfur, gera hlutina sjálfur á sínum hraða og á sínum forsend- um. Elsku Íris, Anna og Hafdís, stundum verður manni orða vant en með pabba ykkar er genginn góður maður og ég votta ykkur mína samúð vegna fráfalls hans. Jórunn Helena Jónsdóttir. Hörður Sævar Símonarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.