Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 18.05.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 50 ára Þorgerður er Hafnfirðingur og er hársnyrtir og eigandi snyrti- og hárgreiðslu- stofunnar Gallerí útlit. Maki: Björn Þorfinns- son, f. 1967, bifreiða- smiður og á og rekur Versus bílaréttingar og -málun. Synir: Þórhallur, f. 1988, Arnór, f. 1991, Fannar, f. 2000 og Þorfinnur Máni, f. 2002. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar: Birna Þórhallsdóttir, f. 1952, fulltrúi í hagdeild Hafnarfjarðarbæjar, og Hafsteinn Aðalsteinsson, f. 1949, fv. skipstjóri. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Þorgerður Hafsteinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst þú eiga gott skilið fyrir verk þín. Ef þú trúir að eitthvað verði að veruleika þá verður það svo. Trúin flytur fjöll. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk hefur rétt á sínum skoðunum. Teldu upp að tíu áður en þú opnar munn- inn. Frændfólk kemur óvænt í heimsókn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Í dag er rétti tíminn fyrir smá dekur. Allt leikur í lyndi og þú ert í jafn- vægi eftir viðburðaríkar vikur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur látið vini þína sitja á hak- anum að undanförnu. Gerðu bragarbót á því. Þú átt aðdáanda sem eltir þig á rönd- um. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Undirbúðu þig af kostgæfni undir mikið annríki næstu vikur. Allt er gott sem endar vel. Fjölskyldan mun taka mikilvæga ákvörðun bráðlega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu þolinmóð/ur, að öðrum kosti getur þú skapað meiri ringulreið en þú ræður við. Búðu þig undir óvænta gesta- komu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki alltaf auðvelt að fram- kvæma hluti á venjulegan, réttan og út- reiknaðan hátt. Hikaðu ekki við að þiggja það sem að þér er rétt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Já, það er skrýt- ið að vera fullorðinn og enn að pæla í hvað maður vill verða þegar maður verður stór. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dugnaður þinn verður til um- ræðu, en kannski ekki endilega meðal þeirra sem þú vilt að hæli þér. Þú gerir þér grein fyrir hversu góða vini þú átt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú átt auðvelt með að tjá til- finningar þínar opinskátt. Sinntu tafar- laust máli sem leitar sterkt á þig í dag, ekki bíða með það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sérhver manneskja finnur ein- hvern tíma til vangetu. Reyndu samt að halda ró þinni. Þetta ástand gengur yfir hratt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það gæti komið upp óánægja inn- an fjölskyldunnar í dag. Þarft þú alltaf að eiga síðasta orðið? Hættu að reyna að fá fólk til þess að vera sammála þér. heilbrigðismál og norrænu embætt- ismannanefndinni um málefni tengd matvælum. Hann átti einnig sæti í heilbrigðisnefnd Evrópuráðsins í Strassbourg. Auk þess átti Ingimar sæti í mörgum starfsnefndum, oft sem formaður, s.s. um fjölþætta nýt- ingu Bláa lónsins. Ingimar hefur skrifað greinar um umhverfis- og heilbrigðismál og tónlist í ýmis tímarit og blöð. Hann tók einnig saman kennsluefni í umhverfisrétti þegar hann sinnti stundakennslu við lagadeild HÍ. Ingimar sat einnig í vart ESB og EES með aðsetur í Brussel 2007 til 2010. Hann lauk störfum árið 2013. Á starfsferlinum var Ingimar for- maður fjölmargra nefnda sem sömdu frumvörp til laga á sviði heil- brigðis- og umhverfismála. Hann var stjórnarformaður Þroskaþjálfa- skólans, Hollustuverndar ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, Staðlaráðs Íslands og Landmælinga Íslands. Ingimar átti sæti í norrænu emb- ættismannanefndinni um félags- og I ngimar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1945. Hann ólst upp á Bjarnarstíg til 10 ára aldurs og flutti svo í Eskihlíð. „Þar snerist allt um fótbolta hjá Val en knattspyrnu- ferillinn varð ekki langur því ég var aldrei í Reykjavík á sumrin, ýmist í sveit eða til sjós, en Valshjartað slær samt enn.“ Ingimar lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og embætt- isprófi í lögfræði frá HÍ 1973. Hann fékk hdl.-réttindi 1977 og sótti fram- haldsnám bæði í Stokkhólmi og London, sérstaklega á sviði heil- brigðisréttar og umhverfisréttar. Ingimar lærði á horn hjá Karli Ó. Runólfssyni og spilaði í fyrstu drengjalúðrasveit Reykjavíkur og í Svaninum. Hann lærði söng hjá Maríu Markan og prófessor Glettenberg í Köln og Erik Saéden óperusöngvara í Stokkhólmi. Ingi- mar hefur sungið með mörgum kór- um í gegnum tíðina, m.a. Fílharm- óníu, Pólýfónkórnum, Þjóðleikhús- kórnum og karlakórnum Fóstbræðrum, oft sem einsöngvari. Ingimar vann á eyrinni sem ung- lingur, í togaraafgreiðslunni, og byrjaði til sjós 15 ára gamall á Nep- túnusi hjá móðurbróður sínum Bjarna Ingimarssyni. Hann var til sjós í 10 sumur með námi á togurum og bátum frá Reykjavík, Hafnar- firði, Stokkseyri og Ólafsvík. „Á unglingsárunum var ég gerður að pokamanni á togara og það er mesta virðing sem mér hefur hlotnast um ævina.“ Samhliða námi við Háskól- ann kenndi Ingimar við Réttarholts- skóla og Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Að loknu embættisprófi í lögfræði 1973 tók Ingimar til starfa sem fulltrúi í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og starfaði þar sem fulltrúi, deildarstjóri og skrif- stofustjóri til ársins 1991. Í byrjun árs 1992 tók Ingimar við embætti forstjóra Heilsugæslunnar í Reykja- vík og starfaði þar til ársins 1994 þegar hann tók við starfi skrifstofu- stjóra og staðgengils ráðuneytis- stjóra í umhverfisráðuneytinu. Ingi- mar var fulltrúi íslenskra stjórnvalda í umhverfismálum gagn- stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík um nokkurra ára skeið. „Helstu áhugamál mín snúast um sjómennsku og tónlist eins og mér er í blóð borið, auk myndlistar og sagnfræði sem hefur alltaf verið mér hugleikin. Ég hef sótt mörg námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands og Myndlistarskóla Reykja- víkur tengd áhugamálunum. Ég hef einnig alla tíð lagt mikla áherslu á göngur og hreyfingu.“ Fjölskylda Eiginkona Ingimars er Sigrún Guðnadóttir, f. 6.3. 1948, líffræð- ingur. Foreldrar: Hjónin Álfheiður Kjartansdóttir, f. 8.10. 1925, d. 28.11. 1997, BA í íslensku og þýð- andi, og Guðni Guðjónsson, f. 18.7. 1913, d. 31.12. 1948, grasafræðingur og forstöðumaður á Náttúru- fræðistofnun Íslands. Dætur: 1) Guðný Rósa Ingimars- dóttir, f. 12.9. 1969, myndlistar- maður, búsett í Brussel. Maki: Gauthier Hubert, myndlistarmaður og prófessor við Konunglegu lista- akademíuna í Brussel. Barnabörn: Silja, f. 1996, Agnea, f. 1999 og Andri, f. 2011; 2) Álfheiður Ingi- marsdóttir, f. 27.9. 1971, íslensku- fræðingur og kennari, búsett í Kópavogi. Maki: Gunnar Þór Ólafs- son, framkvæmdastjóri sölu- og Ingimar Sigurðsson lögfræðingur – 75 ára Dæturnar Frá vinstri: Guðný Rósa, Halldóra og Álfheiður. Með tónlist og sjómennsku í blóðinu Hjónin Sigrún og Ingimar. Barnabörnin Átta talsins. 40 ára Halla er úr Mosfellsbæ en býr í Hveragerði. Hún er leikskólakennari á leikskólanum Undra- landi í Hveragerði. Maki: Guðmundur Ragnar Kristjánsson, f. 1974, nemi í pípulagningum hjá Súp- erlögnum á Selfossi. Synir: Alexander, f. 2002, Viktor, f. 2006 og Atli Þór, f. 2012. Foreldrar: Eyjólfur Kolbeins, f. 1954, matreiðslumeistari á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, og Hildur Guðlaugsdóttir, f. 1958, matreiðslumeistari en vinnur við umönnun á Ási. Halla Hjördís Eyjólfsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.