Morgunblaðið - 18.05.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.05.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Þýskaland Augsburg – Wolfsburg ........................... 1:2  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Düsseldorf – Paderborn ......................... 0:0  Samúel Kári Friðjónsson lék ekki með Paderborn vegna meiðsla. Dortmund – Schalke ................................ 4:0 Hoffenheim – Hertha Berlín ................... 0:3 RB Leipzig – Freiburg ............................ 1:1 E. Frankfurt – Mönchengladbach.......... 1:3 Köln – Mainz ............................................. 2:2 Union Berlín – Bayern München............ 0:2 Staðan: Bayern M. 26 18 4 4 75:26 58 Dortmund 26 16 6 4 72:33 54 Mönchengladb. 26 16 4 6 52:31 52 RB Leipzig 26 14 9 3 63:27 51 Leverkusen 25 14 5 6 45:30 47 Wolfsburg 26 10 9 7 36:31 39 Freiburg 26 10 7 9 35:36 37 Schalke 26 9 10 7 33:40 37 Hoffenheim 26 10 5 11 35:46 35 Köln 26 10 3 13 41:47 33 Hertha Berlín 26 8 7 11 35:48 31 Union Berlin 26 9 3 14 32:43 30 E.Frankfurt 25 8 4 13 39:44 28 Augsburg 26 7 6 13 37:54 27 Mainz 26 8 3 15 36:55 27 Düsseldorf 26 5 8 13 27:50 23 Werder Bremen 24 4 6 14 27:55 18 Paderborn 26 4 5 17 30:54 17 B-deild: Aue – Sandhausen ................................... 3:1  Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen. Karlsruher – Darmstadt......................... 2:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Slutsk ........................... 3:0  Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE Borisov.  Efstu lið: BATE 19, Torpedo BeIAZ 18, Energetyk-BGU 18, Slutsk 16, Shakhtyor 15, Isloch 15, Dinamo Brest 13. Færeyjar TB Tvöreyri – KÍ Klaksvík ..................... 1:2 Víkingur – Skála ....................................... 5:2 ÍF Fuglafjörður – HB Þórshöfn ............. 1:3 EB/Streymur – NSÍ Runavík ................. 0:3 B36 Þórshöfn – AB Argir ........................ 3:0  Efstu lið: NSÍ Runavík 6, B36 Þórshöfn 6, HB Þórshöfn 6, Víkingur 4, ÍF 3, KÍ 3. KNATTSPYRNA KÖRFUBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Körfuknattleikskonan Embla Krist- ínardóttir er gengin til liðs við bik- armeistara Skallagríms og mun hún því leika listir sínar í Borgar- firðinum í Dominos-deildinni næsta vetur. Embla, sem spilar stöðu bak- varðar, gengur til liðs við Skallagrím frá Fjölni í Grafarvoginum þar sem hún lék á síðustu leiktíð í fyrstu deildinni en hún hjálpaði liðinu að vinna sér inn sæti í efstu deild. Í samtali við Morgunblaðið um helgina sagði Embla, 24 ára, að breyttar aðstæður hjá sér persónu- lega leiddu til þessara félagsskipta. „Ég fékk vinnu í Borgarnesi og vantaði íbúð. Ég ætlaði að vera í Fjölni en þeir gátu ekki komið til móts við það. Þeir hjá Skallagrími voru búnir að hafa samband við mig áður og ég heyrði í þeim aftur. Upp úr því komu þessi félagsskipti.“ Embla er uppalinn Keflvíkingur og þar hefur hún unnið Íslands- og bik- armeistaratitla, síðast árið 2018. Einnig spilaði hún um nokkurra ára bil með Grindavík. Skallagrímur varð bikarmeistari í boltagrein í fyrsta skipti í sögu félagsins þegar liðið vann KR í úrslitaleiknum í febr- úar og ríkti gríðarleg stemning í kringum liðið á þeim tíma. Embla líkir stemningunni í Borgarnesi við tímann sinn hjá Grindavík og segist spennt fyrir því að taka þátt í kom- andi verkefnum með liðinu. „Þetta er mjög spennandi, stemn- ingunni svipar til þess þegar ég var í Grindavík. Þetta er lítill bær og allir einhvern veginn inni í þessu, ef leikir vinnast þá vita allir af því. Það er ekki bara liðið sem stendur eitt og sér, það eru allir sem styðja, það er mjög spennandi.“ Metnaður í Borgarnesi Skallagrímur var í 4. sæti á Ís- landsmótinu þegar keppni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarna mánuði. Guðrún Ósk Ámundadóttir mun áfram þjálfa lið- ið og þá hefur liðinu tekist að fram- lengja samninga við sterka leikmenn á borð við framherjann Gunnhildi Lind Hansdóttur og bakvörðinn Keiru Robinson en sú bandaríska var einn besti leikmaður mótsins í vetur. Þá segist Embla vita til þess að félagið ætli jafnvel að styrkja sig enn frekar. „Ég veit að þeir eru að reyna að fá fleiri leikmenn og liðið ætlar að gera gott mót á næsta tíma- bili.“ Embla spilaði lítið í tæpt ár undir lokin hjá Keflavík vegna meiðsla eða áður en hún skipti yfir í Fjölni. Hún hefur hins vegar náð sér að fullu og er tilbúin í slaginn í vetur. Jafnvel kom það sér vel fyrir hana að keppni var aflýst í vor enda gefur það henni færi á að koma sér í enn betra stand fyrir næstu leiktíð. „Ég meiðist undir lokin hjá Kefla- vík og er í raun ekki að spila neitt í tæpt ár áður en ég fer í Fjölni. Ég ætlaði alltaf að koma inn í Fjölni í janúar, hjálpa liðinu að komast upp í úrvalsdeild og spila svo allavega eitt ár með þeim þar. Svo breytast bara aðstæður hjá mér og þess vegna er ég að skipta um félag. Það er kannski fínt að tímabilið endaði, ég hef meiri tíma til að koma mér í form.“ Embla var nokkuð óvænt valin í landsliðshópinn sem fór á Smáþjóða- leikana í Svartfjallalandi á síðasta ári enda hafði hún verið meidd í að- draganda mótsins. Þar vann liðið fjóra af fimm leikjum sínum og hreppti silfur. Hún á að baki 21 landsleik með A-landsliðinu en seg- ist þó lítið hugsa um að vinna sér aft- ur inn sæti þar. „Ég hef ekkert hugsað út í það, það er enn mikil óvissa í kringum þetta allt. Ég komst mjög óvænt inn í hópinn síð- ast og var þá ekki búin að spila í ein- hverja mánuði. Ég hugsa ekkert of mikið um það, ef það gerist þá gerist það.,“ bætti Embla við í samtali við Morgunblaðið. Mikil stemning í Borgarnesi  Skallagrímur styrkir sig fyrir vet- urinn  Breyttar aðstæður hjá Emblu Morgunblaðið/Hari Happafengur Landsliðskonan Embla Kristínardóttir er sigursæl körfu- boltakona og hokin af reynslu þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul. Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með hvítrússneska knatt- spyrnuliðinu BATE þegar liðið vann öruggan heimasigur gegn Slutsk í úrvalsdeildinni þar í landi um helgina. Leiknum lauk með 3:0- sigri BATE sem var að vinna sinn fimmta deildarleik í röð. Liðið hef- ur verið á miklu skriði en það tap- aði síðast leik í byrjun apríl. BATE er í toppsæti úrvalsdeild- arinnar með nítján stig eftir níu leiki og er með einu stigi meira en Torpedo-Bel AZ og BGU Minsk eft- ir níu spilaðar umferðir. Fimmti sigur BATE í röð Morgunblaðið/Árni Sæberg Á skriði Willum Þór Willumsson og liðsfélagar hans eru í frábæru formi. Aleksander Ceferin, forseti knatt- spyrnusambands Evrópu, fullyrðir að Meistaradeild Evrópu og Evr- ópudeildin muni klárast í sumar en margar deildarkeppnir í Evrópu stefna á endurkomu á næstu vikum eftir kórónuveirufaraldurinn. Þá greindi forsetinn einnig frá því að lið sem koma frá löndum þar sem íþróttaviðburðir hafa verið bannaðir fram á haustið, líkt og Ajax og PSG, muni þurfa að spila á hlutlausum völlum en bæði Frakkar og Hollendingar hafa aflýst sínum deildarkeppnum. sport@mbl.is Meistaradeildin klárast í sumar AFP Forseti Slóveninn Aleksander Ce- ferin hefur stýrt UEFA frá 2016. 18. maí 1987 Íslendingar koma heim með 27 gullverðlaun frá Smáþjóða- leikunum í Mónakó, þar af 22 í sundi. Ragn- heiður Runólfs- dóttir er sig- ursælasti keppandi leik- anna en hún vann til sjö gullverðlauna og setti þrjú Íslandsmet. Eðvarð Þór Eðvarðsson vann sex gull- verðlaun í karlaflokki. Hin fimm verðlaunin hlýtur Ísland í frjálsíþróttum og júdó. 18. maí 1999 „Þegar við komum frá leikn- um tóku alls um 50.000 manns á móti okkur í miðbænum og fögnuðurinn var gríðarlegur eins og nærri má geta. Stóð hann yfir fram undir morg- un,“ segir Þórður Guðjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið. Hann hafði þá gulltryggt Genk sinn fyrsta meistaratitil í belgísku knattspyrnunni með því að skora síðara mark liðsins í sigri á Harel- beke, 2:1, í lokaumferð deildarinnar. Bjarni og Jóhannes Karl, bræður Þórðar, eru einnig í leikmannahópi meistaraliðs- ins. 18. maí 2009 Ísland sigrar Sviss, 33:31, í vináttulandsleik kvenna í handknattleik í Framhúsinu í Safamýri. Sólveig Lára Kjærnested er markahæst í ís- lenska liðinu með átta mörk og Harpa Sif Eyjólfsdóttir skorar sex. Á ÞESSUM DEGI Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson, sem leikur með B- deildarliði Darmstadt, var eini Ís- lendingurinn sem var á skýrslu í Þýskalandi um helgina þegar 1. deildin og B-deildin fóru aftur af stað eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðsvæðinu hjá Darmstadt sem tapaði 2:0 á útivelli fyrir Karlsruher. Þrír aðrir Íslendingar leika í Þýskalandi en landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason lék ekki með 1. deildar liði Augsburg sem tapaði 2:1 á heimavelli gegn Wolfsburg. Fram- herjinn glímir við meiðsli á hné og er óvíst hvort hann verði klár í slaginn með liðinu þegar það heimsækir Schalke 24. maí næstkomandi. Þá er Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður botnliðs Paderborn í þýsku 1. deildinni, að glíma við meiðsli og hann var því fjarverandi þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fortuna Düsseldorf. Rúrik Gíslason var svo ekki í hóp hjá B-deildarliði Sanhausen sem tapaði 3:1 á útivelli gegn Aue. bjarnih@mbl.is Ljósmynd/@sv98 Sending Guðlaugur Victor Pálsson á fleygiferð í leiknum gegn Karlsruher. Einn Íslendingur kom við sögu  Alfreð og Samúel glíma við meiðsli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.