Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir nokkrum árum kom út í Aust- urríki bók eftir Moniku Luise Gschiel um Pál Pampichler Pálsson, trompetleikara, stjórnanda, tónskáld og kennara. Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari og Helga Hauks- dóttir fiðluleikari ákváðu að gefa bókina út á ís- lensku og bæta við köflum um líf hans og starf á Ís- landi með ís- lenska lesendur í huga. Bókin Ljáðu mér vængi, Minningabrot úr lífi Páls Pamp- ichlers Pálssonar kom síðan út á 92 ára afmæli lista- mannsins 9. maí síðastliðinn. Þegar Paul Pampichler var 21 árs hafði hann spilað í Fílharmoníusveit- inni í Graz í nokkur ár, en fyrir til- stilli kennara síns fór hann til Ís- lands til að vera 1. trompetleikari í Útvarpshljómsveitinni og stjórna Lúðrasveit Reykjavíkur í eitt ár. Hann festi hér rætur, varð íslenskur ríkisborgari, tók upp íslenskt nafn og átti ríkan þátt í uppbyggingu tón- listarlífs hér á landi í 48 ár. Kom víða við á 48 árum „Hans fjölbreytta starf hér á Ís- landi er ómetanlegt framlag til ís- lensks tónlistarlífs,“ segir Rut. „Páll var trompetleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands í 10 ár og síðar stjórnandi hennar. Hann stjórnaði einnig Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Kammer- sveit Reykjavíkur. Hann byggði upp Drengjalúðrasveit Vesturbæjar sem síðar varð Skólahljómsveit Vestur- bæjar, sem var og er mikil uppeld- isstöð fyrir verðandi hljóðfæraleik- ara.“ Rut leggur áherslu á að Páll hafi verið mjög framsýnn sem stjórnandi. Hann hafi valið mörg mjög erfið verk til flutnings þótt ekki hafi verið hér sá fjöldi hljóðfæraleikara sem hafi þurft. Hann hafi komið víða við og sé til dæmis mörgum ógleym- anlegur fyrir Vínartónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. „Hann var tilval- inn sem stjórnandi þeirra enda alltaf léttur og glaður.“ Páll samdi fjölda verka fyrir ein- staklinga og hópa og í bókinni birtist í fyrsta sinn skrá yfir um 140 tón- verk hans. „Vegna samkomubanns- ins þurftum við að fara ýmsar króka- leiðir til að koma verkalistanum saman, en við lögðum allt í sölurnar til að Páll fengi bókina í afmælis- gjöf.“ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, skrifar formála. Minn- ingabrot úr lífi Páls eftir Moniku L. Gschiel eru þungamiðjan í þýðingu Rutar og Sigurðar, Stefán Þ. Steph- ensen skrifar um heimilisvininn Pál, Lárus H. Grímsson fjallar um Pál og Drengjalúðrasveitina, Rut segir frá Kammersveitinni, Kristöllum Páls og fleiri verkum og „Vináttan“ nefn- ist kafli Sigurðar. Helga, Rut og Sigurður ákváðu í lok febrúar að gefa bókina út og er Helga skráður útgefandi en þau fengu Prentsmiðju Guðjóns Ó. til að sjá um prentun. „Þetta er skemmti- leg bók sem segir frá æskuárum Páls og árum hans hér, þar sem hann að- lagast, lærir málið, stofnar fjöl- skyldu og tekur alltaf að sér fleiri og fleiri verkefni,“ segir Rut. Hún bætir við að verkefnið, sem hafi tekið um tvo og hálfan mánuð, hafi verið sér- lega skemmtilegt, en fjáröflun vegna útgáfunnar er á Karolina Fund til 3. júní og þar má kaupa bókina. Ómetanlegt framlag Listamaður Páll Pampichler Pálsson stjórnaði m.a. Sinfóníuhljómsveitinni.  Bók um tónskáldið Pál Pampichler Páls- son, trompetleikara og stjórnanda Hljóðfæraleikarar Rut Ingólfsdóttir, Sigurður Ingi Snorrason og Helga Hauksdóttir höfðu umsjón með útgáfu bókarinnar. „Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“ er þemað hérlendis á alþjóðlega safna- deginum sem haldinn er í dag. Í ljósi kórónuveirufaraldursins eru söfn hvött til að nota staf- rænar lausnir til að fagna deg- inum. Í tilefni dagsins veitir forseti Íslands Íslensku safnaverðlaunin í Safnahúsinu í 20. sinn. Alls bárust 47 tilnefningar, en fimm verkefni eru tilnefnd. Þau eru í stafrófsröð: Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi, sem Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði og Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði standa að ásamt Gunnarsstofnun, menningar- og fræðasetri á Skriðuklaustri í Fljótsdal; Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár – ný grunnsýning Sjóminjasafns Borg- arsögusafns Reykjavíkur og aðkoma tvennra hollvina- samtaka, Óðins og Magna; 2019 – ár listar í almanna- rými hjá Listasafni Reykjavíkur; Vatnið í náttúru Íslands – ný grunnsýning Náttúruminjasafns Íslands og Varð- veislu- og rannsóknamiðstöðvar Þjóðminjasafns Íslands ásamt Handbók um varðveislu safnkosts. Alþjóðlegi safnadagurinn í dag MÁNUDAGUR 18. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Þetta er lítill bær og allir einhvern veginn inni í þessu, ef leikir vinnast þá vita allir af því. Það er ekki bara liðið sem stendur eitt og sér, það eru allir sem styðja, það er mjög spennandi,“ segir körfuknattleikskonan Embla Kristínardóttir sem er gengin til liðs við Skallagrím en mikill metnaður er fyrir kvennakörfunni í Borgarnesi. Liðið varð bikarmeistari í boltagrein í fyrsta skipti í sögu félagsins í vetur og vinnur nú hörðum höndum að því að styrkja sig enn frekar fyrir átökin á næstu leiktíð. » 26 Landsliðskona gengin til liðs við bikarmeistara Skallagríms ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.