Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 2
Jóhannes
Guðmunds-
son, til vinstri.
Bjarni Þór og
Jóhanna Lea
Lúðvíksbörn.
Viktor Ingi
Einarsson.
Sigurður
Bjarki
Blumenstein.
Ásdís og Nína
Valtýsdætur.
Ekki er hjá því komist að allir kylfingar eru
einhvern tíma byrjendur. Leiðbeinendur á
námskeiðunum í sumar í Golfskóla GR
hafa náð afar góðum tökum á íþróttinni
og láta að sér kveða sem keppnisfólk. Þau
voru eitt sinn byrjendur eins og aðrir en
stigu fyrstu skref sín í íþróttinni á nám-
skeiðum hjá GR. Meðfylgjandi eru myndir
af leiðbeinendunum frá þeim tíma.
Byrjuðu sjálf
á sumarnám-
skeiðum
G
olfskóli GR er starf-
ræktur yfir sumartím-
ann og er hugsaður fyrir
börn og unglinga á aldr-
inum 7-15 ára sem eru
að stíga sín fyrstu skref í golf-
íþróttinni. Námskeiðin fara fram á
æfingasvæði Bása í Grafarholti. Öll-
um er heimil þátttaka hvort sem
viðkomandi er félagi í golfklúbbi
eða ekki.
GR leggur mikla áherslu og
metnað í að halda vönduð sum-
arnámskeið fyrir krakka sem eru
að byrja í golfi. Yfirþjálfarar
klúbbsins, Snorri Páll Ólafsson,
David George Barnwell og Derrick
Moore, hafa umsjón með námskeið-
unum.
Afrekskylfingar í GR leiðbeina
einnig á námskeiðunum. Þau heita
Jóhannes Guðmundsson, Viktor
Ingi Einarsson, Sigurður Bjarki
Blumenstein, Ásdís Valtýsdóttir,
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Nína
Valtýsdóttir og Bjarni Þór Lúðvíks-
son. Leiðbeinendurnir eru marg-
faldir íslandsmeistarar í ýmsum
aldursflokkum í golfi, þ.e. í högg-
leik, holukeppni og sveitakeppnum.
Byrjuðu sjálf á námskeiðum
Leiðbeinendurnir eiga það allir
sammerkt að hafa byrjað í golfi á
sumarnámskeiðum GR. Þaðan fóru
þau svo á sínar fyrstu reglulegu
æfingar í barna- og unglingastarfi
GR, en það starf er rekið allt árið.
Þeir krakkar sem koma á sumar-
námskeiðin þurfa ekki að eiga kylf-
ur eða vandaðan búnað þegar þau
koma á fyrsta námskeiðið þar sem
þau geta fengið búnað lánaðan hjá
klúbbnum, a.m.k. fyrstu skrefin.
Við hvetjum því sem flesta foreldra
til að gefa börnum sínum tækifæri
á því að prófa að æfa golf hjá GR
undir leiðsögn góðra kennara.
Námskeiðin hefjast klukkan 9:00
alla morgna og standa til klukkan
13:00. Mæting er í Básum í Grafar-
holti þar sem leiðbeinendur taka á
móti krökkunum. Þátttakendur eru
beðnir að koma klæddir eftir veðri
og hafa með aukafatnað. Vera við-
búnir öllu hvað veður varðar. Einn-
ig er æskilegt að hafa með sér hollt
nesti og drykk.
Eftir að hafa lokið námskeiði
stíga krakkarnir mörg hver inn í
starfið hjá klúbbnum og stunda
reglubundnar æfingar allt árið um
kring og eru þau tilbúin í að takast
á við flóknari verkefni á skemmti-
legum og árangursmiðuðum æfing-
um eftir veru sína í Golfskólanum.
Hentugt til að stíga fyrstu skrefin
Morgunblaðið/Eggert
Upplagt er fyrir börnin
að kynnast golfíþrótt-
inni á námskeiðum í
sumar
Frá vinstri: Nína, Ásdís, Jóhanna, Bjarni, Viktor, Sigurður og Jóhannes.
Þ
etta er í annað sinn á tveimur árum
sem barna- og unglingastarf Golf-
klúbbs Reykjavíkur gefur út efn-
ismikið blað, í afar góðu og
ánægjulegu samstarfi við Morg-
unblaðið, í því skyni að kynna starfsemina
og þá möguleika sem golfíþróttin hefur upp
á að bjóða þegar börn
ákveða velja sér tóm-
stundir.
Í blaðinu er lögð rík
áhersla á það að upplýsa
foreldra barna um það
hvernig þau geti borið sig
að við að byrja í golfi,
hvaða búnað þarf að nálg-
ast eða eiga fyrstu metr-
ana í golfinu, hver kostn-
aður fylgi því að byrja að
stunda golf og hvernig
dagskráin er hjá Klúbbnum. Þá er enn
fremur lögð rík áhersla á að kynna það fyrir
foreldrum hverjir taka á móti börnunum og
leiði þau áfram fyrstu skrefin í golfinu,
hvernig ber að hegða sér í golfi þegar börn
eru að stíga sín fyrstu skref og hvaða siði og
venjur ber að halda í heiðri þegar íþróttin er
stunduð, en íþróttin gerir kröfu um aga. Þá
er einnig að finna í blaðinu kynningu á því,
hafi börn áhuga á að halda áfram í golfi eftir
fyrstu kynnin á byrjendanámskeiðum,
hvernig skuli bera sig að í framhaldinu
Þrátt fyrir að meginstef blaðsins sé kynn-
ing á því sem barna og unglingastarf
klúbbsins býður upp á þá er tilgangurinn
með útgáfunni einnig sá að kynna fyrir þeim
sem lengra eru komnir á lífsleiðinni þá
möguleika sem golfið býður upp á.
Það sem er einkennandi fyrir golfið er sú
staðreynd að þar geta margar kynslóðir
komið saman og leikið sér. Það end-
urspeglar vel hve fjölskylduvæn íþróttin er.
Í blaðinu er að finna viðtal við fjölskyldu þar
sem kynslóðir koma saman og leika golf
reglulega.
Þá verður að nefna að í blaðinu er að
finna viðtöl við þjóðþekkta klúbbfélaga, þau
Ragnhildi Sigurðardóttur og Sigurð Pét-
ursson, sem hafa unnið nánast allt sem hægt
er að vinna hér á landi. Þau hafa líka haldið
merki klúbbsins hátt á lofti í gegnum tíðina.
Blaðið lagði sig fram um að fá þessar goð-
sagnir til að tjá sig um það hvernig þau
byrjuðu í golfi, hvað golfið hefur gefið þeim
og margt fleira. Þá er ljóst að frásagnir af
lífshlaupi þessara mögnuðu einstaklinga
skapa sögur sem lifa.
Í blaðinu er að finna umfjöllun um barna-
og ungmennamót GR, þ.e. Reykjavík Junior
Open, en mótið hóf göngu sína í fyrra. Það
hefur verið markmið klúbbsins frá upphafi
að reyna að þróa mótið í þá átt að það geti
með tíð og tíma orðið stórt alþjóðlegt barna-
og unglingamót hér á landi. Hvort það takist
mun tíminn einn leiða í ljós, en eðli málsins
samkvæmt var margt sem gerði að verkum
að ákveðið var að fara ekki inn á þá braut
þetta árið. Sú breyting hefur orðið á móta-
haldinu í ár að mótið verður liður í stiga-
mótaröð GSÍ. Er full ástæða til að fagna því.
Auk umfjöllunar um þetta mót er fjallað um
mót GSÍ og enn fremur hvert börn og ung-
menni geta farið til keppni, að teknu tilliti
til getustigs, vilji þau taka þátt í mótum.
Auk þess sem hér að framan er rakið er
margvíslegt annað efni að finna í blaðinu.
Má þar nefna kynningu á golfklúbbum Vest-
mannaeyja og Mosfellsbæjar, þar sem mikið
og vandað starf fer fram, auk margvíslegs
annars efnis, þ.m.t. upplýsingar um næringu
o.fl.
Gleðilegt golfsumar.
Golfblað GR
Í blaðinu er lögð rík áhersla á það að upplýsa foreldra barna um
það hvernig þau geti borið sig að við að byrja í golfi
Lúðvík Bergvinsson,
formaður foreldraráðs GR
Morgunblaðið/Hari
Ungir iðkendur í GR í Grafarholtinu.
Lúðvík
Bergvinsson
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020
Útgefandi Árvakur Umsjón Kristján Jónsson Blaðamenn Kristján Jónsson kris@mbl.is
Auglýsingar Bjarni Ólafur Guðmundsson daddi@k100.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók Eggert af Andra Þór
Björnssyni, sigurvegara ÍSAM-mótsins.
Skráningar í Golfskóla GR fara
fram á félagavef klúbbsins:
www.grgolf.felog.is
Gjaldið
Þátttökugjald er 14.100 kr. og
innifalið í því er:
Fjögurra daga kennsla í Golf-
skóla GR.
Aðgangur að Grafarkots- og
Thorsvelli út sumarið 2020.
Boltakort í Bása.
Pítsuveisla á lokadegi.
Diplóma í lok námskeiðs.
Tveggja vikna aðgangur að æf-
ingum í barna- og unglingastarfi
GR að loknu námskeiði.
Systkinaafsláttur, 20%, er
veittur (20% af gjaldi annars,
þriðja og fleiri systkina).
Námskeiðin 2020
Sumarið 2020 verða námskeiðin
haldin á eftirfarandi dagsetn-
ingum:
Námskeið 1. 22.-25 júní
Námskeið 2. 29. júní til 2. júlí
Námskeið 3. 13.-16. júlí
Námskeið 4. 27.-30. júlí
Námskeið 5. 10.-13. ágúst.
Skráning