Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 18
Boðið er upp á val þegar kemur að æfingum barna
og unglinga eftir því sem hentar hverjum og einum
best og er æfingagjöldunum skipt í þrjá flokka:
Heilsársæfingar, hálfsársæfingar og sumaræf-
ingar.
Félagsaðild í GR sem veitir aðgengi að spili á
völlum félagsins er innifalin í æfingagjöldum ásamt
góðu aðgengi að æfingaaðstöðunni utan skipu-
lagðra æfinga með þjálfurum og er golfið því ódýr
kostur þegar horft er til annarra íþrótta.
Heilsársæfingar, kr. 47.850
Hálfsársæfingar, kr. 27.700
Sumaræfingar, kr. 17.600
Hvar er nánari upplýsingar að finna?
Þeir lesendur sem hafa áhuga á því að fræðast
frekar um starfið geta haft samband við skrifstofu
Golfklúbbs Reykjavíkur í síma 585-0200 eða haft
samband við yfirþjálfara GR, Snorra Pál Ólafsson í
gegnum netfangið snorri@grgolf.is eða í síma 585-
0216.
Hvað kostar að æfa?
Ljósmynd/GR
Af hverju fórstu að æfa golf?
Fjölskylda mín spilar mikið golf og mamma vildi að
ég myndi prófa.
Hvað hefurðu æft lengi?
Í fjögur ár.
Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa?
Upphafshögg og löngu höggin.
Í hverju þarftu að bæta þig?
Í vippunum og komast nær holunni í innáhöggum.
Uppáhaldskylfan í pokanum?
Driverinn er mín uppáhaldskylfa.
Hvenær náðir þú fyrst að fara undir 100 högg á
hring?
Í fyrra í Grindavík á mínu uppáhaldsmóti.
Hvert er besta skorið þitt á 18 holu hring?
95 högg á Grafarholtsvellinum.
Hver er fyrirmynd í golfinu?
Tiger Woods.
Hvað ráðleggur þú krökkum sem langar að æfa
golf?
Ekki gefast upp og vertu jákvæður. Það mun alltaf
koma gott högg.
Ljósmynd/GR
Þóra Sigríður
Sveinsdóttir 12 ára
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020
A
lgeng er sú skoðun að golfið sé fjöl-
skylduvæn íþrótt. Sé það einn þeirra
þátta sem rekja megi vinsældir
íþróttarinnar til en golf er með næst-
flesta iðkendur innan ÍSÍ. Stundum
er einnig sagt að fulltrúar margra kynslóða geti
stundað íþróttina saman því kylfingar geti
keppt við völlinn og eigin forgjöf. Ekki eru þetta
orðin tóm og við ræddum við fjölskyldu innan
GR þar sem amma, afi, mamma, pabbi og þrjár
systur eru öll í golfinu.
„Við hjónin, Valtýr og Tinna, fórum á golf-
námskeið í vinnunni hjá Valtý fyrir um 22 árum
og féllum alveg fyrir sportinu. Einnig voru
nokkrir í báðum fjölskyldum okkar að stunda
golf sem ýtti enn frekar undir áhugann. Þegar
við eignuðumst stelpurnar okkar kynntum við
þeim íþróttina um leið og við gátum og sjáum
ekki eftir því. Við erum mjög ánægð að hafa val-
ið golfið sem fjölskylduíþrótt. Golfið sameinar
kynslóðir auðveldlega og það er gaman að fara
þrír ættliðir að spila golf saman. Allir úti að
leika sér saman,“ segir „mamman“, Tinna Krist-
ín Snæland, en að hennar sögn tóku dæturnar
fljótt fram úr foreldrunum sem sé ánægjulegt.
Fjölskyldumeðlimir hafa lagst í ferðalög
vegna golfsins.
„Við höfum fengið tækifari til að ferðast heil-
mikið vegna golfsins. Í ferðalögum innanlands
eru golfsettin ávallt með í för og gaman að spila
á góðum völlum utanbæjar. Einnig höfum við
ferðast um Evrópu, Ameríku og Asíu til að
sinna golfinu. Bæði hafa þetta verið skemmti-
ferðir, æfingaferðir og keppnisferðir. Við spil-
uðum líka golf í brúðkaupsferðinni okkar fyrir
20 árum í Malasíu.
Á Íslandi eru ýmsir vellir sem fjölskyldan
heldur upp á. Grafarholtið, Leirdalsvöllur, Vest-
mannaeyjar, Jaðarsvöllur og golfvöllurinn í
Laugardal, Dalbúi, eru þau nöfn sem eru nefnd
á heimilinu þegar valið kemur að eftirminnileg-
um völlum.“
Tinna Kristín segir fjölbreytni vera af hinu
góða í íþróttaiðkun barna.
„Það skiptir auðvitað mestu máli að barnið
finni sig í íþróttinni. Stelpurnar okkar hafa allar
æft nokkrar íþróttagreinar, bæði einstaklings-
og hópíþróttir. Það sem við erum sammála um
er að fjölbreytni sé mikilvæg í vali á íþróttum og
sé af hinu góða. Ef krakkar æfa fleiri en eina
grein er hins vegar mikilvægt að keppnistímabil
skarist ekki, þ.e.a.s. sumar og vetur,“ segir
Tinna.
Golfið styrkir og eflir
„Tinna og Valtýr eiga heiðurinn af því að hafa
ýtt okkur af stað í golfið. Þau byrjuðu á að gefa
mér, Nínu ömmu, 10 tíma golfnámskeið (hjá
David í GR) í afmælisgjöf þegar ég varð 55 ára
og kom Sveinn með mér á námskeiðið. Síðan
fékk Sveinn golfgræjur frá þeim í afmælisgjöf
þegar hann varð sextugur og hvöttu þau aðra í
fjölskyldunni til að bæta við. Fyrstu árin gekk
þetta ansi skrykkjótt og okkur fór lítið fram í
þessari erfiðu íþrótt. Það var ekki fyrr en við
fórum í golfskóla úti á Ballena vorið 2010 að eitt-
hvað fór að gerast,“ segir „amman“, Jónína
Margrét Guðnadóttir, himinlifandi yfir því að
hafa kynnst golfinu.
„Það er óendanlega skemmtilegt að hafa
kynnst þessari íþrótt og fundið aftur gömlu
gleðina frá bernskuárunum við að vera úti að
leika sér og gleyma öllu öðru á meðan. Ég sem
aldrei stundaði neinar íþróttir á yngri árum.
Golfið styrkir mann og eflir líkamlega. Auk þess
veitir það svo mikla ánægju, bæði þegar við
hjónin spilum bara tvö og við vini okkar og jafn-
aldra. Svo ekki sé talað um þegar við spilum við
krakkana okkar og barnabörnin. Að eiga þetta
sameiginlega áhugamál hefur tvímælalaust fært
okkur meira saman. Það er endalaus uppspretta
umræðna um sportið sjálft og allt sem því fylgir.
Jafnvel þótt við spilum ekki mjög oft saman nú
orðið þegar yngsta kynslóðin er upptekin í
keppni allt sumarið og foreldrarnir fylgja þeim
eftir um allt land. En þegar það gerist er óskap-
lega gefandi að vera með börnunum sínum eða
barnabörnum að leika sér í golfi. Við njótum þá
líka góðs af og fáum margs konar heilræði til að
bæta spilið,“ segir Jónína en þeim hjónum líkar
vel að spila golf í hlýju loftslagi.
„Við höfum farið nokkrum sinnum til Spánar
og þykir yndislegt að spila þar í hitanum. Eina
slíka ferð fórum með Tinnu, Valtý og stelpunum
sem voru í æfingaferð með GR og það var alveg
einstök upplifun. Hér heima erum við langmest
á Korpu en þar fyrir utan er Hamarsvöllur við
Borgarnes í sérstöku uppáhaldi,“ segir Jónína
Margrét.
Ljósmynd/GR
Systurnar þrjár ásamt móður sinni, ömmu og afa en faðir þeirra tók myndina.
Gleði bernskuáranna kom
í leitirnar á golfvellinum
Margar kynslóðir geta stundað
golfíþróttina saman. Þar er
engu logið. Sveinn Snæland........................forgjöf 22,1
Jónína Margrét Guðnadóttir....forgjöf 34,3
Valtýr Guðmundsson................forgjöf 13,0
Tinna Kristín Snæland............. forgjöf 13,2
Ásdís Valtýsdótti....................... forgjöf 4,0
Nína Margrét Valtýsdóttir......... forgjöf 3.0
Ágústa María Valtýsdóttir...........forgjöf 33
Fjölskyldan
Af hverju fórstu að æfa golf?
Ég fór að æfa golf vegna þess að pabbi var í golfi
og mér fannst það spennandi. Prófaði að slá með
honum og eftir það fór ég á námskeið og síðan að
æfa.
Hvað hefurðu æft lengi?
Ég byrjaði í golfi sumarið 2014 eftir golfnámskeið í
ágúst 2013.
Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa?
Mér finnst skemmtilegast að æfa 20-60 metra
högg.
Í hverju þarftu að bæta þig?
Ég þarf að bæta mig í löngum járnahöggum.
Uppáhaldskylfan í pokanum?
Uppáhaldskylfan mín er 56° wedge-inn. [Fley-
gjárn].
Hvenær náðir þú fyrst að fara undir 100 högg á
hring?
Það var sumarið 2016 á Víkurvelli í Stykkishólmi.
Hvert er besta skorið þitt á 18 holu hring?
Ég spilaði á 75 höggum á bláum teigum í holu-
keppni í Grindavík 2019 og á 77 höggum á gulum
teigum í Brautarholti 2018.
Hver er fyrirmynd í golfinu?
Rory McIlroy. Vegna þess að hann er þrautseigur,
þolinmóður og gefst ekki upp.
Hvað ráðleggur þú krökkum sem langar að æfa
golf?
Ég ráðlegg þeim að fara í nokkur skipti að slá með
fjölskyldu eða vinum, vera þolinmóð og hafa gam-
an.
Ljósmynd/GR
Halldór Viðar
Gunnarsson 14 ára
Iðkendur í barna- og unglingastarfi GR