Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 20
Í
Vestmannaeyjum er að finna mikla golf-
sögu á íslenskan mælikvarða. Völlurinn í
Eyjum hefur vissa sérstöðu vegna um-
hverfisins en einnig vegna þess að sumt
úr upphaflegri hönnun vallarins hefur
haldið sér.
„Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður
árið 1938, sem gerir hann að einum elsta golf-
klúbbi landsins. Völlurinn er í stórbrotinni
náttúru við Atlantshafið inni í Herjólfsdal. 18
holu völlurinn var tekinn í notkun árið 1993,
en Íslandsmótið í golfi hefur verið haldið í
fjögur skipti í Vestmannaeyjum frá þeim
tíma. Golfvöllurinn hefur að geyma elstu flatir
Íslands á fyrri 9 holunum, en þær eru við
Herjólfsdal. Upplifun margra kylfinga er
ógleymanleg vegna umhverfisins, en vindáttir
geta til dæmis breyst í einu og sama högginu
vegna fjallanna,“ segir Rúnar Gauti Gunn-
arsson hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Hverjir eru hápunktarnir í starfinu hjá GV?
„Mörg stór mót fara fram hjá GV ár hvert,
má þar helst nefna Sjómannamót Ísfélags
Vestmannaeyja og Icelandair Volcano Open.
Ávallt er mikill áhugi fyrir fyrrgreindum mót-
um og full skráning ár eftir ár. Sjómannamót-
ið fer fram hinn 5. júní í ár en Volcano Open
verður haldið dagana 3. til 4. júlí. Glæsilegir
vinningar eru í boði í báðum mótum og er
matur og drykkur í boði að loknum báðum
mótum. Volcano Open fer fram yfir gos-
lokahelgina og er um að gera að spila golf og
njóta annarrar skemmtunar í Eyjum á þeim
tíma.
Vert er að benda á að nánast alltaf eru laus-
ir rástímar hjá GV, en það eru mikil forrétt-
indi fyrir kylfinga að geta bókað tíma hvenær
sem er og ekki með löngum fyrirvara. Því er
tilvalið að fara í golfferð til Eyja í sumar og
njóta þess að spila einn flottasta golfvöll
landsins. Herjólfur siglir alla daga á milli 7 og
23 en einnig erum við með golftilboð í sam-
starfi við Hótel Vestmannaeyjar, hægt er
skoða þau á miðlum GV.“
Kraftur í starfinu
Að sögn Rúnars hefur æfingaaðstaðan í Eyj-
um batnað til muna á umliðnum árum.
„Æfingaaðstaða Golfklúbbsins hefur verið á
uppleið undanfarin ár. Æfingaskýlið býður
upp á aðstöðu til að slá golfbolta allan ársins
hring en inni í skýlinu er einnig hægt að slá í
net ef ekki viðrar vel. Klúbburinn fjárfesti í
TrackMan-golfhermi árið 2017 og hefur notk-
un hans aukist verulega með hverju ári. Á
áætlun er einnig að setja upp púttaðstöðu á
efstu hæð skálans, en það myndi gera kylf-
ingum í Eyjum kleift að æfa bæði vipp og pútt
allt árið um kring.
Kylfingar á öllum aldri æfa golf hjá GV.
Karl Haraldsson, PGA-golfkennari, er með
hópa hjá sér í kennslu, allt frá 5 ára aldri og
upp í eldri borgara. Ungir iðkendur hafa náð
langt í íþróttinni undanfarin ár, en það má sjá
í gengi þeirra í mótaröðum GSÍ. Mikil aukn-
ing hefur verið í þátttöku yngri kylfinga frá
okkur á Áskorenda- og unglingamótaröðinni
og hafa sumir þeirra náð á verðlaunapall.
Einnig hafa fremstu unglingar okkar skrifað
undir samninga hjá bandarískum háskólum.
Fullorðinssveitin okkar vann á síðastliðnu
sumri 2. deildina í sveitakeppninni og stefnum
við hátt á komandi sumri. Þakka má velgengni
undanfarinna ára góðu og uppbyggilegu
barna- og unglingastarfi hjá golfkennurunum
okkar,“ segir Rúnar Gauti Gunnarsson.
Golfiðkun í einstakri náttúru
Golfklúbbur Vestmannaeyja
tekur vel á móti þér í sumar líkt
og undanfarin ár.
Ljósmynd/GV
Afrekshópur Golfklúbbs Vestmannaeyja á heimavellinum glæsilega í Herjólfsdal.
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020
ÖLL BESTU MERKIN
Í GOLFINU...
Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík | verslun@orninngolf.is | Sími 577 2525
Af hverju fóruð þið að æfa golf?
Hjalti: Af því að pabbi minn og Pamela
systir mín stunduðu golf.
Pamela: Af því að pabbi var í golfi.
Hvað hafið þið æft lengi?
Hjalti: Ég byrjaði á heilsársæfingum hjá
Golfklúbbi Reykjavíkur vorið 2015 þegar
ég var fimm ára. Fyrir það hafði ég farið
með pabba og Pamelu systur minni í golf.
Pamela: Ég byrjaði í heilsársæfingum hjá
Golfklúbbi Reykjavíkur vorið 2015 þegar
ég var sex ára. Fyrir það hafði ég farið
með pabba í golf og líka Hjalta bróður
mínum.
Hvaða högg finnst þér skemmtilegast
að æfa?
Hjalti: Mér finnst mjög gaman að slá með
dræver og 5-járninu því þegar ég hitti vel
er það góð tilfinning.
Pamela: Mér finnst skemmtilegast að slá
með dræver og 52 gráðu wedge.
Í hverju þurfið þið helst að bæta ykkur
í golfinu?
Hjalti: Í stutta spilinu.
Pamela: Í stutta spilinu.
Uppáhaldskylfan í pokanum?
Hjalti: Dræverinn því með honum slæ ég
lengst.
Pamela: Dræverinn, hún slær lengst og
er allt öðruvísi en hinar kylfurnar.
Hvenær náðuð þið fyrst að fara undir
100 högga hring?
Hjalti: Árið 2018 í júlí í Grafarholtinu á
meistaramóti GR þegar ég fór á 87 högg-
um.
Pamela: Árið 2018 í júlí í Grafarholtinu á
meistaramóti GR þegar ég fór á 92 högg-
um.
Besta skorið á18 holu hring?
Hjalti: 70 högg í Grafarholtinu sem er
einn undir pari.
Pamela: 71 högg á Highlands Reserve-
golfvellinum sem er par vallarins.
Hver er fyrirmyndin í golfinu?
Hjalti: Rory McIlroy því hann slær svo
langt.
Pamela: Annika Sörenstam því hún hef-
ur farið 18 holur á 59 höggum.
Hvað ráðleggið þið krökkum sem
langar að æfa golf?
Hjalti: Bæði krakkarnir og þjálfararnir
eru skemmtilegir og við gerum
skemmtilega hluti á æfingum og því
eiga krakkar að vera óhræddir að mæta
og prófa og leika sér. Svo er skemmti-
legast að keppa og það er fullt af mót-
um til að keppa í.
Pamela: Ekki vera feimin við að mæta.
Bara mæta og hitta krakkana og þjálf-
arana, það er bara gaman að æfa, mikið
fjör, og líka að keppa.
Iðkendur í barna- og unglingastarfi GR
Ljósmynd/GR
Systkinin Hjalti Kristján Hjaltason 10 ára
og Pamela Ósk Hjaltadóttir 11 ára