Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 24
„Svo erum við líka með innigarð þar sem við getum forræktað fyrir gróðurhúsið. Þar erum við með sumarblóm kryddjurtir, hindber, jarðarber, vínber, tómata, chilli, paprikur, gúrkur og fleira spennandi.“ Eins og fyrr segir unnu hjónin verkið alveg sjálf og gáfu sér því ágætan tíma í það, eða nokkra mánuði. „Ég á mjög handlaginn og nákvæman eiginmann sem hann- aði og smíðaði sjálfur með minni aðstoð. Þeir feðgar skelltu sér svo í kvöldskóla í húsasmíði í vetur vegna óþrjótandi áhuga á smíðum og endurgerð húsnæðisins,“ segir hún glöð. Eins og gengur með ástríðufólk er verkinu að sjálfsögðu ekki alveg lokið enda garðar og umhverfi húsa þess eðlis að það er alltaf hægt að breyta og bæta við. Þau hjónin ætla til dæmis að helluleggja fyrir framan húsið og setja upp skjólvegg og beð og þar verður grillaðstaða. „Svo ætlum við að setja upp heitan pott og útisturtu ásamt útisvæði með sófa og pergólu sunn- anmegin,“ segir Alma að lokum og þá er alveg spurning hvort útsendari garðablaðsins mæti ekki aftur að ári, eða þegar allt er klárt í þessum sælureit suður í Kópavogi. Allur frágangur á pallinum er til mikillar fyrirmyndar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróðurhúsið setur svip sinn á umhverfið. Hér er hægt að hafa það notalegt á veröndinni. Hér má sjá myndarlega rækt í gróðurhúsinu. Pallurinn er einstaklega vel smíðaður og fallegur. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.