Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 2

Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 2
Hvað gerir þú til að dekra við þig? „Ég fer í langt og gott, vel heitt bað. Fyrir mig er það hugleiðsla, því ég læsi að mér og er í algjöru einrúmi með sjálfri mér í kyrrð og ró og leyfi huganum að hvílast. Það er ekki síður sköpunarstund, því þegar hugurinn er kominn í hug- leiðsluástand opnast fyrir eitthvað og hugmynda- og sköpunarkraftur- inn fer á flug. Ég fæ mínar bestu hugmyndir í baði og ef ég þarf að finna lausn á einhverju þá finn ég hana í baði. Þar eru mín „EU- REKA“-augnablik.“ Hver er uppáhaldsliturinn þinn? „Allir litir eru fallegir í mínum huga og ég á föt í öllum litum. Ég raða þeim eftir lit í fataskápnum mínum þannig að þegar ég opna skápinn blasir allur litaskalinn við.“ Áttu góðan garð? „Ég á yndislegar svalir, þar sem ég hengi potta á handriðin þannig að blómin snúa inn á svalirnar og pottana fylli ég af fallegum hengi- blómum sem hanga eins og blóma- haf niður á svalagólfið. Þar er líka ofurlítið gróðurhús með krydd- jurtum og græðlingum en græð- lingana mun ég fara með vestur í Dali þar sem við er- um einnig með yndislegan garð. Sá garður er náttúr- an sjálf í sinni fegurstu mynd. Þar eru móar og lyng, lækir og brekkur, fjara þar sem hægt er að ganga nokkra kílómetra út á leirur þegar fjarar. Þar tínum við hjartaskeljar, sandskeljar og bláskeljar og gerum „risotto di mare“. Svo er þar skógur þar sem við tínum villta sveppi, rauðhettu- sveppi, kóngasveppi, kantarellur, lerkisveppi, furusveppi og kúa- lubba, sem við notum í alla mat- argerð. Þar tínum við líka kræki- ber, bláber, aðalbláber, villt jarðarber, hrútaber og einiber til matar og veiðum silung, bleikju og lax, auk þess sem maðurinn minn veiðir fugl til matar. Þar er nægta- brunnur náttúrunnar og nær- umhverfisneyslan í algleymi eins og best gerist í nánast fullkominni sjálfbærni.“ Ertu hrifin af blómum? „Ég elska blóm, allan ársins hring. Mínar uppáhaldstegundir á þeim árstíma sem er að ganga í garð eru hortensíur, bergfléttur sem skríða fallega niður í grænan foss yfir sumarið og roðna svo fal- lega að hausti, snædrífur, tóbaks- horn sem geta orðið dásamlega þétt og falleg blómabreiða, skógarmalva sem blómstrar eins og hún búi á Havaí og vex upp í hálfgert tré á stuttum tíma, og margar fleiri teg- undir.“ Hvaða hlutur er ómissandi? „Ætli það sé ekki minnisbók og skrautskriftarpenni. Ég hripa reglulega niður hugleiðingar mínar, mínar uppáhaldsuppskriftir, ráð og aðferðir sem gagnast hafa mér vel í lífinu, t.a.m. sem fimm barna móð- ur, ljóðabrot sem mér koma til hug- ar, stundum geri ég myndskissur og fleira. Ég skrifa þetta með skrautskriftarpenna því það verður svo fallegt og mér þykir gaman að gera lykkjur og slaufur á stafina svo að allt verði myndrænna og stundum verður eins og abstrakt- teikning úr. Kannski geri ég ein- hvern tíma bók úr þessu.“ Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni? „Varaliturinn minn. Ég á bara einn, því fullkomnari getur hann ekki orðið. Hann er frá Clinique, bjartur og rauður eins og valmúi í sumarsól og heitir Poppy pop.“ Hver er uppáhaldsverslunin þín? „Á Íslandi get ég gleymt mér inni í fallegum búðum sem lögð hef- ur verið alúð við. Þessa stundina er nýja keramikbúðin hennar Ingu El- ínar, leirkerasmiðs og vinkonu minnar, við Skólavörðustíg í uppá- haldi. Hún er svo dásamlegur fagurkeri.“ Hvar er best að versla? „Ef um er að ræða mat er best að kaupa íslenskt, hvaðan sem það kemur. Grænmetið, kjötmetið, fiskurinn, mjölið, eggin, allar afurð- irnar – það jafnast ekkert í fersk- leika og bragðeiginleikum á við ís- lenskan mat.“ Hver er uppáhaldsmorgunmatur- inn? „Hafragrautur með lifrarpylsu og hunangsdreitli, og cappuccino og einn 70% súkkulaðimoli.“ Áttu uppáhaldssmáforrit? „Mér finnst alltaf gaman að skoða hönnuði, tískumerki, fallegar verslanir og myndir frá vinum mín- um, ættingjum og fjölskyldu á Instagram.“ Hvað ætlarðu að gera í sumar? „Njóta þess að spranga um fal- legu Reykjavík með fjölskyldunni, fara með nestiskörfu og teppi og jafnvel flugdreka á Klambratún og í Hljómskálagarðinn og sleppa fram af mér beislinu, taka nokkur handa- hlaup og kraftstökk og finna grasið undir tánum, fara í fjöruferðir og vaða í sjónum og tína skeljar, synda í sundlaugunum okkar og standa á höndum í kafi þegar enginn sér til, njóta náttúrunnar í Dölunum og á Núpi í Dýrafirði þar sem fjöl- skyldan á einnig rætur og hús – og finna fram í fingurgóma hvað lífið er fallegt og tilveran dásamleg.“ Ljósmynd/motherspell.com Rakel ásamt tveimur yngstu dætrum sínum í hönnun Armani. Á garð sem er náttúran sjálf Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, er einstaklega mikill fagurkeri og elskar allt sem viðkemur blómum, görðum, fallegri hönnun og hugmyndum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Auglýsinga- herferðirnar frá Dolce & Gabbana grípa augna- blikið. Vestur í Dölum eru Rakel og eiginmaður henn- ar með dásamlegan garð sem er náttúran sjálf. Þau nota mikið úr henni í matseld. Rakel fylgist með tískunni og segir hún tískuna vera fyrst og fremst stemningu. Rakel not- ar Poppy Pop vara- litinn frá Clinique. Rakel notar ilmkrem frá Armani. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndin er úr einkasafni. G arðyrkja er listgrein eins og myndlist, fatahönnun, grafísk hönnun, skrautskrift, nútímadans og skrautfiskarækt. Ef þú ætlar að verða góður ræktandi þarftu að setja kraft í garðrækt- ina líkt og þú værir að læra fyrir próf eða reyna að vinna þig upp á vinnustaðnum. Þú þarft að setja allan kraftinn í það; hlúa að, sýna þolinmæði og reyna að hafa svolítið gaman á leiðinni. Fæstir fæð- ast fullskapaðir meistarar en með æfingu og þrautseigju er allt hægt. Þegar minnst er á metnað er vert að nefna hjónin Andreu og Hall sem búa á Akureyri. Þau ákváðu að nota peningana sem færu í að kaupa sumarbústað og gera garðinn sinn upp í staðinn. Til þess að fullkomna líf sitt ákváðu þau að steypa heitan pott sem smíðaður og hannaður var á staðnum. Til að fá algert næði steyptu þau veggi í kringum pottinn og settu hitalögn í pallinn sjálfan svo þau geti notað pottinn allan ársins hring. Í stað þess að kaupa tilbúinn pott eiga þau núna algerlega einstakt útisvæði við heimili sitt og geta notið lífsins sama hvað. Talið berst að garðhönnun. Vilmundur Hansen, einn helsti garðyrkjusérfræðingur landsins, bendir á að það sé slæm þróun að byggingarvöruverslanir eða steypustöðvar bjóði upp á fría garðhönnun gegn því að efnið sé keypt hjá þeim. Þetta geri það að verkum að fría garðhönnunin framkalli oft og tíðum verönd á borð við flugmóðurskip og lítið sé spáð í gróður. Talandi um góða stemningu þá finnst mér skipta máli að heimilið og nær- umhverfið sé þannig að fólk langi varla út fyrir hússins dyr nema kannski út í garð. Að heimilið og útisvæðið sé þannig hannað að fólk þurfi ekkert meir. Það sé bara sátt við sitt. Svo er þetta með smekklegheitin. Síðasta sumar dvaldi ég á hóteli í Kaupmannahöfn, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í portinu við hótelið var búið að búa til hellulagðan „garð“. Þar var borðum og stólum raðað upp en inn á milli voru settar stórar plöntur í myndarlega trépotta. Þessi samsetning heillaði mig. Það eru margir sem eru með stór hellulögð útisvæði sem eru alveg dauð. Ekkert lifandi fyrirfinnst á þessum hellulögðu útisvæðum nema kannski íbúar húss- ins sem eru við það að missa lífviljann vegna þess að þeir komust ekki í sína árlegu Spánarferð. Í gróðrarstöðvum landsins vinna sérfræðingar sem vita nákvæmlega hvaða tré lifa í hvaða tré- potti eða blómabeði. Ef þú ert einn af þeim sem eru með fýlusvip sem lekur niður á nafla yfir ástandinu gæti tré í potti og heimsókn á gróðrar- stöð hresst þig við. Svo gætirðu bætt við hengi- rúmi, heilsársjólaseríu, keypt þér eldstæði, grillað sykurpúða, keypt þér kúrekahatt og ponsjó og boðið vinum í heimsókn á mánudaginn. Maður er alltaf manns gaman, sama hvernig ástandið er í heiminum. Þú þarft bara að passa að talan fari ekki yfir 200. Þá gæti löggan eyðilagt partíið! Ljósmynd/Unsplash Að vera sáttur við sitt Marta María Jónasdóttir Í heitari löndum er hægt að búa til endalausa stemningu með gróðri. Það er líka hægt á Íslandi. Fólk þarf bara að fara í gróðrarstöð og fá ráðleggingar og svo þarf að muna að allt sem er lögð rækt við vex og dafnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.