Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/Árni Sæberg er eitthvað sem mér gæti mögulega þótt leiðinlegt þá er það að ganga frá fyrir veturinn, hreinsa verkfærin, tæma pottana og þess háttar, því það markar endalok sumarsins. Að stússast í garðinum jafnast á við hugleiðslu og svo er líka hægt að hlusta á hljóðbækur meðan maður er að dunda sér við verkin og það hentar mér vel. Það nærir bæði líkama og sál,“ segir Ásta og bætir við að sér sé alveg sama hvað hún sé að gera eða hvar hún sé stödd í garðinum. „Ég er jafn ánægð, hvort sem ég sit á þægilegum stól með kaffibollann minn og dáist að blómunum eða er á bólakafi inni í beði að reyta arfa. Mér líður eins og ég sé komin í vin í eyðimörkinni þegar ég opna út í garð og er búin að gleyma mér í einhverju stússi áður en ég veit af. Ég flakka úr einu verki í annað og tíminn flýgur,“ segir Ásta og auðvelt er að skilja samlíkinguna þar sem umferðin við Hringbraut getur verið mikil og garðurinn í suðursólinni eins og falinn sælureitur. Eins og að kveðja náskyldan ættingja Blómin eru Ástu afar kær og hún segist eiga mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra. „Í mestu alvöru þá sé ég fegurðina í hverju einasta blómi og tré. Ég finn þetta best þegar ég stend frammi fyrir því að losa mig við ein- hverja plöntu úr garðinum. Þá er eins og ég sé að kveðja náskyldan ættingja,“ segir Ásta og hlær en bætir svo við að þó eigi hún sér eitt eftirlætisblóm. „Það kallast „Sweet pea“ á ensku, og er í hávegum haft þar í landi, eða baunablóm á íslensku. Ég hef löngum sáð fyr- ir baunablómum á vorin og hef uppskorið marga vendi af litríkum blómum sem ilma svo  SJÁ SÍÐU32 Ásta starfaði í Kirkjugörðum Reykjavíkur þegar hún var unglingur og þar kviknaði áhugi á garðrækt. Ásta sér fegurðina í hverju einasta blómi og tré. Ásta gerir mikið af því að fara í göngutúra og skoða garða. Það kemur henni alltaf jafn mikið á óvart hvað fólk hefur lítinn áhuga á garðrækt. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 31 Weber Pulse 2000 rafmagnsgrill • Innbyggð iGrill tækni •Weber iGrill app • Stafrænn hitamælir • Hrein orka weber.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.