Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 38
M on Palmer er vinsæll garð- hönnuður sem vekur athygli víða um heiminn fyrir nú- tímalegan hönnunarstíl. Hún er sérfræðingur í að gera lítil svæði utandyra hugguleg og notast mikið við hvít efni og falleg form. Áhugasamir geta sótt námskeið hjá henni á netinu á heimasíðunni www.monpalmer.co. Sjón er sögu rík- ari. En eitt er víst að það þarf ekki mikið af hlutum eða flókin efni til að gera fallegt utandyra. Mon Palmer er góð í að gera lítil útisvæði hugguleg. Fegurðin á bak við hvíta litinn Mon Palmer er með einfaldar og góðar hugmyndir. Hér sést hvað það er fallegt að setja blóm í hvíta blómapotta. Það ættu allir að skoða það að vera með sturtu úti. Það geta allir gert fallegt í garðinum hjá sér með aðferðum Mon Palmer. Hún notast við hvít efni og einföld form. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.