Morgunblaðið - 22.05.2020, Side 27
„Sniglarnir laðast að og láta sig gossa í ljúf-
metið – skipta því út fyrir salatið en eiga svo
ekki afturkvæmt úr veislunni. Líka má snuða
sniglana með því að útbúa handa þeim kjörin
varpstæði seinni part sumars með því að
leggja fjalarbúta eða eitthvað þungt og flatt
sem liggur kyrrt á moldinni – en með dálitlu
holrými undir þar sem þeir fara um. Þá verpa
þeir eggjum sínum gjarna þar, einkum sé þess
gætt að hafa þetta á nokkuð rökum og skugg-
sælum stað inni á milli gróðursins. Svo má
bara ganga þar að eggjunum vísum áður en
vetur gengur í garð. Og það ætti nú öllum að
vera ljóst hvað verður um þau eftir að við höf-
um haft hendur á þeim. Fyrir vikið verður
sniglafarganið sumarið á eftir aðeins viðráð-
anlegra.“
„Þessi krútt“ eru mikil skaðræðisdýr
Hafsteinn talar um að annar óvelkominn
gestur sé byrjaður að herja á gróðurlendi
landsins.
„Á síðustu árum er farið að koma upp annað
vandamál sem enn er ekki byrjað að fjalla mik-
ið um í íslenskum garðyrkjuritum. Og vissu-
lega orðið mjög tímabært á stjórnvaldsstiginu
líka, en það eru kanínurnar. Fjöldi íslenskra
fáráðlinga hefur verið að sleppa kanínum hist
og her í kringum þéttbýli um allt land á und-
anförnum áratugum án þess að gera sér grein
fyrir hve „þessi krútt“ eru mikil skaðræðisdýr
í gróðurlendi landsins, einkum rækt-
unarlöndum, görðum, garðlöndum, gróðr-
arstöðvum og skógrækt. Þar valda þær rækt-
endum beinu fjárhagslegu tjóni. Fyrir nú utan
leiðindin sem af þeim stafa, hafi maður misst í
þær einhverjar uppáhaldsplöntur sem búið er
að eyða mikilli vinnu og fyrirhöfn í að koma á
legg.“
Tilbúinn áburður er eins og
vítamíntöflur úr heilsuvöruhorni
Nýgræðingar í garðyrkju gera oft sömu mis-
tökin en ein af þeim eru að gleyma að gæta að
því að moldin sé næringarrík.
„Áburður einn og sér er ekki svo mikilvægur
í venjulegri heimilisgarðrækt. Meira máli
skiptir að moldin sem ræktað er í sé lifandi og
haldi sér við með þeim ræktunaraðferðum sem
beitt er. Lífrænn áburður af öllu tagi lífgar upp
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hafsteinn Hafliðason segir
að sniglar geti verið til vand-
ræða í matjurtagörðum.
SJÁ SÍÐU 28
„Allir garðar eru í sjálfu sér
heilt vistkerfi með sjálf-
stæðum lífkeðjum. Líka líf-
inu sem við sjáum ekki.“
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 27
Síberíulerki
- Aldrei að bera á
Í kjarnvið síberíulerkis er náttúruleg
fúavörn. Því þarf aldrei að bera fúavörn
á viðinn.Viðurinn er sterkur, endinga-
góður og þolir afar vel íslenska veðráttu
Veggklæðningar og pallaefni