Vísbending - 13.11.2020, Page 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun ISSN 1021-8483
V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 2 0 1
Kristrún Frostadóttir
skrifar um svigrúm til
peningaprentunar
Þensluaðgerðir hins
opinbera skila sér fyrst
og fremst til heimila í
stað fyrirtækja
Kristín Arna Björgvins
dóttir skrifar um
breyttar eiginfjárkröfur
Seðlabankans
Fjárfestar virðast
sáttir með úrslit
forsetakosninganna í
Bandaríkjunum
framh. á bls. 4
13. nóvember 2020
42. tölublað
38. árgangur
Dýrmætu svigrúmi sóað
Nærri 300 ma. kr. hafa bæst við peningamagnið síðustu mánuði á sama tíma og landsframleiðslan
hefur dregist saman. Þetta er ígildi 300 ma.
kr. peningaprentunar. Nánast öllu þessu
fjármagni hefur verið miðlað í gegnum
bankakerfið. Það þarf „peninga fyrir ekki
neitt“ í einhvern tíma. Hugmyndin er að
dreifa áfallinu yfir tíma og það er ekki vilji,
né geta á svo skömmum tíma, til að dreifa
því á milli fólks og fyrirtækja í rauntíma
(með hröðum skattabreytingum t.d.). Tvennt
getur svo gerst: 1) Ef landsframleiðslan vex
nógu hratt eftir þetta ástand dettur hlutfall
peningamagns af landsframleiðslu aftur niður
– við „vöxum út úr þessu“, eða að 2) þessir
fjármunir eru skattlagðir aftur úr umferð
(beint eða óbeint) með það að sjónarmiði að
dreifa áfallinu eftir á á milli fólks. Lykilatriði
hlýtur því að vera að þessum nýju peningum
sé varið á hagvaxtarhvetjandi hátt.
Peningar geymdir í steypu
Í september voru efnahagsreikningar inn-
lánastofnana (bankanna) 9% stærri en fyrir
ári síðan og hefur vöxtur innlendra eigna ekki
verið meiri frá því haustið 2015. Á sama tíma
og krísa er í landinu. Stækkun bankanna er
ekki vandamál eitt og sér, heldur hvernig
nýju fjármagni sem þeim hefur verið falið að
miðla er dreift. Bankarnir haga sér eðlilega
miðað við aðstæður enda eru þeir reknir út
frá forsendum um hagnað og áhættumat.
Það er áhættulítið að lána fyrir húsnæði. Það
er áhættumikið að lána tekjulausu fyrirtæki.
Efnahagsreikningar innlánastofnana hafa
stækkað um 335 ma. kr. á tímabilinu sem
endurspeglar aukið peningamagn í umferð.
Svona hefur peningunum verið varið:
Ný útlán til heimila hafa verið um 200
ma. kr. frá því að COVID-faraldurinn hófst.
Samhliða hafa uppgreiðslur heimila hjá
öðrum lánveitendum (ÍLS og lífeyrissjóðum)
verið um 60 ma. kr.. Nettó hafa því runnið
140 ma. kr. til heimila, á meðan 28 ma. kr.
hafa runnið til fyrirtækja í formi bankaútlána.
Mikið hefur verið fjallað um útlánavöxt til
heimilanna síðustu mánuði og líflegan hús-
næðismarkað. Bent hefur verið á að margir hafi
endurfjármagnað og skuldbreytt. Samantekt á
heildarskuldum heimilanna út frá hagtölum
Seðlabankans sýnir þó að skuldir hafa aukist
um 110 ma. kr. frá upphafi COVID-krísunnar.
Ef takturinn helst svipaður út árið verða skuldir
heimilanna 85% af landsframleiðslu í lok árs
- hröð hækkun (sjá mynd). Þetta samsvarar
raunaukningu í skuldum heimilanna upp á
rúmlega 4% í krónum talið á árinu. Talan
svipar til árlegrar aukningar síðustu þriggja
ára þegar mikil umsvif voru í hagkerfinu sem
stóðu að hluta til undir skuldamyndun.
Því sem ekki hefur verið velt upp í þessu
samhengi er hvort við ættum að nýta rúmlega
100 ma. kr. af nýjum peningum til að veita út
á húsnæðismarkaðinn til fólks sem samkvæmt
Fjármálastöðugleikahefti Seðlabankans stendur
betur en meðalmaðurinn í lánasafni bankanna.
Það þarf að gera greinarmun á örvun og
stuðningi. Hagkerfið er ekki móttækilegt fyrir
örvun núna, þetta er ekki hefðbundin hagsveifla
þar sem þú skapar hvata til að ýta fólki og fyrir-
tækjum af stað. Þetta er ástand þar sem koma
þarf fjármagni til fólks og fyrirtækja til að sinna
grunnþörfum; vernda heimilið og framleiðslu-
og þjónustugetu. Útgangspunkturinn á að vera
að koma í veg fyrir rýrnun mannauðs og að
efnahagsreikningar fyrirtækja holist að innan
út af tekjustoppi. Á meðan sóttvarnaraðgerðir
eru í gangi þarf að einbeita sér að því að vinna á
móti tímabundnu tekjugati þar sem það mynd-
ast, svo fólk og fyrirtæki verði móttækileg fyrir
örvunaraðgerðum þegar sóttvörnum er lyft.
Það er í góðu lagi við núverandi
aðstæður að bæta við fjármagni í umferð.
Þetta fyrirkomulag er þó háð takmörk-
unum ef vilji er fyrir því að halda uppi
heilbrigðri hagstjórn. Takmörkin felast
fyrst og fremst í umsvifum í hagkerfinu.
Það er ekki hægt að auka peningamagn
í umferð algjörlega óháð aðstæðum því
á einhverjum tímapunkti fara of margar
krónur að keppast um sömu vöruna og við
fáum verðbólgu. Í umhverfi eins og í dag
þar sem sparnaður liggur víða óvirkur og
margar atvinnugreinar liggja niðri er lítil
verðbólguhætta. En grundvöllur fyrir því
að skynsamlegt sé að virkja nýtt fjármagn
Kristrún Frostadóttir
aðalhagfræðingur
Kviku banka
77%
79%
79%
85%
68%
70%
72%
74%
76%
78%
80%
82%
84%
86%
88%
20
15
Q
1
20
15
Q
2
20
15
Q
3
20
15
Q
4
20
16
Q
1
20
16
Q
2
20
16
Q
3
20
16
Q
4
20
17
Q
1
20
17
Q
2
20
17
Q
3
20
17
Q
4
20
18
Q
1
20
18
Q
2
20
18
Q
3
20
18
Q
4
20
19
Q
1
20
19
Q
2
20
19
Q
3
20
19
Q
4
20
20
Q
1 q2 q3 q4
Skuldir heimilanna
- % af landsframleiðslu
Skuldir heimilanna - % af landsframleiðslu
Heimild: Seðlabanki, Hagstofa, eigin útreikningar