Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 4
Veglegt framlag frá Rauða krossinum á Suðurnesjum í Velferðarsjóðinn Rauði krossinn á Suðurnesjum færði Velferðarsjóði Suðurnesja framlag sitt til jólaaðstoðar, 350.000 krónur ásamt 76 Bónuskortum með 15.000 króna inneign en tölvuleikjaframleiðandinn CCP færði deildinni 101 kort í jólaaðstoð og 25 kort fóru í jólaaðstoð til Grindavíkur. Subway styrkti Suðurnesjadeildina um 75 máltíðir sem runnu áfram í Velferðarsjóðinn. Rauði krossinn á Suðurnesjum óskar öllum gleðilegra jóla og far­ sældar á nýju ári. Áttugasta jólablað Faxa komið út Óslitin útgáfa í áttatíu ár Tímaritið Faxi, sem málfundafélagið Faxi gefur út, fagnaði 80 ára afmæli mánudaginn 21. desember. Tímaritið á óslitna útgáfusögu og hafa útgef- endur frá upphafi fylgt stefnu, sem sett var fram á fyrstu forsíðu blaðsins, um að leggja áherslu á menningar- og framfaramál á Suðurnesjum. Málfundafélagið Faxi var stofnað af valinkunnum Keflvíkingum 10. október 1939 aðeins tæpum mánuði eftir byrjun seinni heimstyrjaldar­ innar. Þegar á fyrsta starfsári vaknaði áhugi Faxafélaga á því að efna til blaðaútgáfu til að skapa vettvang fyrir skrif og umræður um framfara­ og menningarlíf á Suður­ nesjum. Valtýr Guðjónsson, ritstjóri blaðsins, rammaði inn erindi tíma­ ritsins Faxa í eftirfarandi skrifum í fyrsta tölublaðinu sem kom út þann 21. desember 1940. „Það sem vakir fyrir Málfundafélaginu Faxa í Keflavík er það ræðst í þessa útgáfu er meðal annars þetta: „Sú þögn sem ríkir um menningar­ og framfaramál þessa héraðs bæði utan þess og innan er óréttmæt og óholl. Héraðs­ búum sjálfum þarf að gefast kostur á að fylgjast með því hvað er að gerast í þeirra fjölmenna og athafnasama héraði. Þeir þurfa að skilja og meta það sem þegar hefur áunnist fyrir átök margra og merkra manna. Þeir þurfa að koma auga á hina marg­ háttuðu möguleika til stærri átaka í framtíð á sviðum menningar og framfara.““ Leitast hefur verið að fylgja þessum leiðarljósum og stuðningur einstaklinga, fyrirtækja og sveitar­ félaga á Suðurnesjum hefur gert Faxafélögum kleift að segja og skrá sögu Suðurnesjamanna samfleytt í 80 ár í tímaritinu Faxa sem fagnaði 80 ára útgáfuafmæli þann 21. des­ ember síðastliðinn. Þau 541 tölublöð sem gefin hafa verið út af Faxa eru ein haldbærasta sögulega heimildin um Suðurnesin síðustu 80 árin og má finna þau á stafrænu formi á timarit.is. Þannig hefur Suðurnesjamönnum, og þeim sem vilja fræðast um Suðurnesin, verið tryggt aðgengi að þessum heimildum. Haraldur Helgason, formaður málfundafélagsins Faxa, tekur við 1. tbl. 80. árg. 2020 Faxa frá Svanhildi Eiríksdóttur, ritstjóra, og Eysteini Eyjólfssyni, formanni blaðstjórnar. Frú Ragnheiður fékk 500 þúsund króna styrk – bíllinn á ferðinni Frú Ragnheiður á Suðurnesjum hlaut 500 þúsund króna styrk til kaupa á æðaskanna úr sam- félagssjóði Landsbankans. Æðaskanni er mjög mikilvægur í skaðaminnkandi ráðleggingum fyrir þá sem nota þjónustu Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn á Suðurnesjum vill þakka mikla velvild sam­ félagsins til verkefnisins. Bílinn er á ferðinni mánudaga og fimmtudaga kl. 20–22 og fer í öll sveitafélög á Suðurnesjum og er fullum trúnaði heitið. Sími 783­4747.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga Nemendur útskrifast í fyrsta sinn úr Fagnámi í verslun og þjónustu Nemendur útskrifuðust í fyrsta sinn úr Fagnámi verslunar og þjónustu úr Verzlunarskóla Íslands skömmu fyrir jól. Námið er unnið í nánu sam- starfi við Samkaup sem býður upp öflugt vinnustaðanám sem er hægt að fá metið til eininga. Fagnám verslunar og þjónustu er 90 eininga nám sem kennt er í fjarnámi og við lok námsins öðlast starfsmaður Fagpróf í verslun og þjónustu. „Þetta er auðvitað stór áfangi fyrir þá nemendur sem eru að útskrifast og óska ég þeim til hamingju. Við hjá Samkaupum erum stolt af því að geta veitt þeim hjálparhönd og að geta boðið upp á þann möguleika að hægt sé að stunda nám með­ fram vinnu. Markmiðið er að gefa starfsmönnum tækifæri til að afla sér aukinnar sérþekkingu og hæfni sem nýtist í starfi ásamt því að þjálfa faglega og persónulega færni hvers starfsmanns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Þrír nemar útskrifuðust nú í desember en um það bil 40 nem­ endur eru skráðir í námið. Allir þrír vinna hjá Samkaupum. Nemendur fengu reynslu sína metna, til frama og eininga. „Öll þrjú eru að stíga áfram næstu skref í starfsþróun, ein til dæmis fer úr því að vera verslunarmaður yfir í það að vera verslunarstjóri. Versl­ unarstörf eru sífellt að þróast og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með þeim og að fylgjast með þeim vaxa og dafna í starfi,“ segir Gunnur. Samkaup reka 60 verslanir víðs­ vegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þæginda­ verslana. Helstu verslanamerki Sam­ kaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Kram­ búðin, Iceland og Samkaup strax. Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0 o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á timarit.is Viðburðir í Reykjanesbæ Þrettándinn Þrettándaskemmtun verður með breyttu sniði í ár vegna sóttvarnartakmarkana og kemur fæstum á óvart. Við erum þó ekki af baki dottin heldur kveðjum jólin og árið 2020 með glæsilegri flugeldasýningu og bílaútvarpstónleikum með Ingó Veðurguði. • Kl. 19:15 Bílaútvarpstónleikar • Kl. 20:00 Flugeldasýning • Púkar og kynjaverur á sveimi Bílaútvarpstónleikar Það verður boðið upp á bílaútvarpstónleika með engum öðrum en konungi brekkusöngsins Ingó Veðurguði. Við hvetjum því alla til að mæta tímanlega til leiks, koma sér fyrir í bílum sínum og syngja fullum hálsi með Ingó sem stýrir söngnum. Þeir sem hafa ekki tök á að vera með í bílum sínum, geta hlustað í útvarpstækjunum heiman frá sér eða í símanum í appinu Spilarinn. Tónleikarnir hefjast kl. 19:15 og væri gaman að sjá sem flesta vera búna að koma sér fyrir ekki seinna en 19:30. Púkar og kynjaverur Það er fátt sem heldur aftur af púkum og kynjaverum sem eiga þrettándann. Þær munu því vera á sveimi um bílastæðin við Hjallaveg og Þjóðbraut á meðan á dagskrá stendur. Hver veit nema þær banki upp á bílrúðurnar ykkar og því best að vera við öllum búinn. 4 // VÍKurFrÉttir á suðurNEsjum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.