Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 11
Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar valin Eigendur Hlíðargötu 43 með viðurkenninguna. Eigendur Dynhóls 6 með viðurkenninguna. Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2020 hafa verið valin og eigendum þeirra afhentar viðurkenningar frá ferða-, safna- og menningarráði sveitarfélagsins. Tilkynnt var um val á húsunum í útsendingu fésbókar- síðu Víkurfrétta í sérstökum jólaþætti úr Suðurnesjabæ sem unnin var í samstarfi Suðurnesjabæjar og Víkurfrétta. Hlíðargata 43 er ljósahús Suðurnesjabæjar 2020 og Dynhóll 6 er jólahús Suðurnesjabæjar 2020. Eigendur þeirra húsa fengu m.a. gjafabréf frá HS Veitum og konfekt og blóm frá bæjaryfirvöldum. Þá fengu Gauks- staðavegur 2 og Holtsgata 34 sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytingar. Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju sinni með framlag íbúa við að lýsa upp skammdegið og ljóst er að mikill metnaður liggur að baki skreytingum í sveitarfélaginu. Ráðið þakkar öllum þeim sem komu með ábendingar við valið. Dynhóll 6 er jólahús Suðurnesjabæjar 2020. Hlíðargata 43 er ljósahús Suðurnesjabæjar 2020. Gaukstaðavegur 2 fékk sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytingar. Holtsgata 34 fékk sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytingar. Eigendi Holtsgötu 34 með viðurkenninguna. Eigendur Gaukstaðavegar 2 með viðurkenninguna. VÍKurFrÉttir á suðurNEsjum Í 40 ár // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.