Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Grímulaus Margeir hefur talað! K-áramót Þegar jólahátíðin var við það að ganga í garð hélt ég í fávisku minni að ekki væri hægt að toppa rifrildi Kára og Þórólfs um hver hefði átt hugmyndina af því að gera íslensku þjóðina að tilraunadýrum fyrir am­ erískt stórfyrirtæki. Hófst þá Jóla­ messa Samfylkingarinnar. Einhver fjallmyndarlegur sjálfstæðismaður hafði rambað inn á listsýningu seint á Þorláksmessu. Logi á aðfangadag, Helga Vala á jóladag og loks for­ maður þingflokksins, öflugasti þingmaður Suðurnesja vildi ólmur komast í vinnuna milli jóla­ og nýárs til að ræða málið. Í því er þingmað­ urinn sérfræðingur. Ræða málin. Minna um efndir. En það þekkja Suðurnesjamenn frá þingmönnum sínum. Ég hélt á tímabili að ég þyrfti að láta efnagreina sykurskertu malt og appelsínblönduna – ég væri að sjá ofsjónir í sjónvarpinu yfir jólin. Hvarf andi jólanna í Covid? Hvað varð um fyrirgefninguna? Íslensk pólitík er svo vitlaus að það heyrist ekki hóst eða stuna þegar borgarar, sem eiga samkvæmt lögum að teljast frjálsir, eru boðnir til sölu sem tilraunadýr til erlends stór­ fyrirtækis. En þegar breyskur maður gengur grímulaus inní mannfjölda uppfullur af anda jólanna, fer allt á hliðina. Fyrirgefningin er víðs fjarri. Allt kapp er lagt á að ná höggstað á einstaklinginn. Því málefnastaðan er engin. Það er ekkert til umræðu nema veiran. Allt frá því ég man eftir mér hef ég glott út í annað þegar ég hef séð fólk ferðast með grímur. Þvílíkt grín. Á innan við ári er búið að takast að gera þær að skyldu. Þetta er í raun fyndið. Ef ég hefði skrifað í lokaorð Víkurfrétta í desember 2019 að ég krefðist þess að þið öll bæruð and­ litsgrímu meirihluta næsta árs, þá hefði vaknað grunur um einhverja röskun. Ef ég hefði svo bætt í með banni við ástundun íþrótta og banni við skólagöngu hefði ég líklegast verið lagður inn. Við innlögnina hefði ég tvinnað áfram að ráðherra Vinstri grænna sem allt vill gera fyrir græna framtíð hefði pantað með einkaþotu einn kassa af bóluefni og tekið á móti kassanum með viðhöfn ... nei hættu nú. Raunveruleikinn er ótrúlegri en nokkur skáldsaga. Með tímanum gleymast vondu minningarnar en þær góðu lifa. Keflavík er komið í Pepsi Max, bæði í karla og kvenna. Ég sé Íslandsmeist­ aratitil í náinni framtíð – og Sveindís Jane. Hún verður alvöru stjarna. Ég kveð grímurnar, veldisvöxtinn, fyrirmyndarfjalægðina, þríeykið og Kára með engum söknuði. Býð velkomið 2021, ár gagnrýninnar hugsunar, brosa, faðmlaga, sigra og kosninga. Gleðilegt nýtt ár. LO KAO RÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Hver er maður ársins á Suðurnesjum? Eins og mörg undanfarin ár standa Víkurfréttir fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins en valið verður kynnt í Víkurfréttum í janúar 2021. Hvaða Suðurnesjamaður á skilið nafnbótina „Maður ársins á Suðurnesjum 2020“? Hver er þín tilnefning? Sendu ábendingu á póstfangið vf@vf.is fyrir mánudaginn 4. janúar 2021. Óprúttnir aðilar þykjast vera Björgunarsveitin Suðurnes á Facebook og eru að senda fólki á Suðurnesjum vinabeiðnir í nafni björgunarsveitarinnar. Á síðu þessara aðila er fólk hvatt til að smella á tengil til að taka þátt í leik. Um svikapóst er að ræða og fólk hvatt til að smella ekki á tengilinn. Óprúttnir aðilar þykjast vera Björgunarsveitin Suðurnes á Facebook Ljósasýning á Garðskaga Þaktjón í vonskuveðri í Sandgerði Björgunarsveitir voru kallaðar út í Suðurnesjabæ á sunnudag þegar vonskuveður olli tjóni í bænum. Björgunarsveitafólk úr Garði og Sandgerði reyndi þar að koma böndum á þak á húsi í Sandgerði sem var við það að fjúka. Myndin var tekin á vett- vangi björgunarstarfsins. vf is Við stöndum fréttavakt allan sólarhringinn Vaktsími 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.