Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 29.12.2020, Blaðsíða 23
SKÖTUILMUR Á IÐAVÖLLUM Það var ekki eins mikið um skötuilm eða -fnyk, eftir því hvað fólki finnst, á Þorláksmessu að þessu sinni. Þeir félagar Sólbjartur Óli Utley í Rétt sprautun og Vern- harður Bergsson hjá Rúðunni vildu ekki missa af Þorláksmes- suskötunni og tóku fram græjur til að sjóða hana og tindabykkju að auki utan dyra á Iðavöll- unum í Keflavík þar sem fyrir- tækin eru. Ilmurinn lá í loftinu þegar ljósmyndari Víkur frétta stoppaði hjá þeim félögum og smellti mynd af þeim brosandi fullum tilhlökkunar. Aðalskoðun óskar öllum Suðurnesjamönnum gleðilegs nýs árs um leið og við þökkum góðar móttökur við nýju skoðunarstöð okkar að Njarðarbraut 11A Breyttur þrettándi Samkomutakmarkanir kalla á breytta útfærslu árlegrar þret- tándagleði í Reykjanesbæ. Blysför, brenna og dagskrá við svið verður felld niður en flug- eldasýning verður á sínum stað þann 6. janúar. Gert er ráð fyrir að fólk geti fylgst með henni úr bílum sínum við Ægisgötu og Hafnargötu auk þess sem fólk getur dreifst vel á Bakkalág. Þá er útfærsla á skemmtidag- skrá í undirbúningi, segir í fund- argerð menningar- og atvinnu- ráðs Reykjanesbæjar, Súlunnar, þann 16. desember síðastliðinn. 23% atvinnuleysi í Reykjanesbæ – og 500 atvinnulausir í meira en eitt ár Atvinnuleysi í Reykjanesbæ heldur áfram að aukast og mældist 23% í lok nóvember sem er aukning um 0,7% frá fyrri mánuði. Alls eru því um 3.000 manns atvinnulausir eða þiggja greiðslur vegna hlutabótaleiðar- innar svokölluðu. Fjöldi þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá heldur jafnframt áfram að aukast og höfðu um 500 íbúar bæjarins verið á atvinnuleysisskrá í meira en eitt ár um síðastliðin mánað- armót. Icecross á litlu Sand- gerðistjörninni hafnað Ingi Björn Sigurðsson hefur lagt fram tillögu við framkvæmda- og skipu- lagsráð Suðurnesjabæjar að heimilað yrði að keyra Icecross og vera með skautasvell á litlu Sandgerðistjörninni, bjóði aðstæður upp á slíkt, að uppfylltum ákveðnum reglum og skilyrðum. Ráðið telur sig ekki geta orðið við erindinu sökum öryggissjónarmiða, nálægðar við byggð og hversu viðkvæmt svæði er um að ræða. Erindinu er því hafnað. 46 barnaverndartilkynn- ingar í nóvember Í nóvember 2020 bárust 46 barna- verndartilkynningar til barna- verndarnefndar Reykjanesbæjar vegna 36 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru átján mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 50 vegna 45 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 23. Langflestar tilkynningar bárust frá lögreglu. Í lok nóvember 2020 var heildar­ fjöldi barnaverndarmála 397 en 361 mál á sama tíma í fyrra. Enginn að- gangseyrir í menningarhús Reykjanesbæjar Menningar- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar leggur til að enginn að- gangseyrir verði inn á söfn Reykja- nesbæjar frá 1. janúar til 31. mars 2021. Staðan verður endurmetin eftir það miðað við þróunina í sam­ félaginu vegna kórónuveirunnar. Nú stendur yfir sýning á leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur í Stofunni í Duus Safnahúsum. óska lesendum sínum gæfuríks nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða VÍKurFrÉttir á suðurNEsjum Í 40 ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.