Vesturbæjarblaðið - dec. 2020, Side 14

Vesturbæjarblaðið - dec. 2020, Side 14
14 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2020 Síðastliðnar vikur hefur félagsstarf legið niðri vegna samkomutakmarkanna en við höfum haft Samfélagshúsið okkar opið fyrir gesti að koma í kaffisopa og spjall. Höfum við átt saman einstaklega notalegar stundir og hefur hér allt milli himins og jarðar verið rætt. Við dáumst að fólkinu okkar sem tekur ástandinu með mestu ró og höfum við verið einstaklega heppin með veðrið að mestu leiti og hafa gestir okkar og íbúar á Aflagranda 40 verið dugleg við að skella sér í göngutúra um hverfið og stoppa svo við í kaffisopa. Við verðum nú að minnast á nokkrar vinkonur okkar sem birtist svo skemmtileg mynd af þeim stöllum saman á bekk við Melabúðina. Sátu þær þar með grímuna að fylgjast með mannlífinu meðan þær tóku sér hvíldarpásu. Birtist myndin fyrst í Vesturbæjarhópnum á Facebook og svo í Morgunblaðinu. Við hvetjum fólk til að fylgjast með facebooksíðunni okkar „Samfélagshúsið Aflagranda 40“ en þar auglýsum við rafræna viðburði sem í boði eru á aðventunni enda af nógu að taka. Ef fólk er í vandræðum með snjalltækin sín geta þau komið til okkar og fengið aðstoð. Nú leggjum við mesta áherslu á að eiga saman notalegar stundir á aðventunni svo endilega kíkið til okkar í kaffi eða heitt súkkulaði og jólasmákökur. Við förum eftir sóttvarnarreglum og pössum uppá fjarlægðarmörk. Einnig er vert að minnast á að grímuskylda er í húsinu. Hafið það sem allra best og ekki hika við að hafa samband ef ykkur liggur eitthvað á hjarta. Samfélagshúsið á Aflagranda á aðventunni Kaffisopinn á Aflagranda svíkur engan og samræður geta orðið fjörugar. Sendum viðskiptavinum okkar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu. Afgreiðslutími um jólin: 24. desember, Aðfangadagur 09.00 - 17.00 25. desember, Jóladagur 12.00 - 17.00 26. desember, Annar í jólum 10.00 - 22.00 31. desember, Gamlársdagur 09.00 - 17.00 1. janúar, Nýársdagur 12.00 - 17.00 Ránargötu 15 www.salka.is Laugarnar í Reykjavík w w w. i t r. i s 2m Höldum bilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi Velkomin aftur

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.