Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Blaðsíða 23

Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Blaðsíða 23
23VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2020 www.kr.is GETRAUNIR.IS 107 GETRAUNANÚMER KR A ðventan þetta árið er öðru vísi en venjulega. Fámennisfundir og fásinni. Allt er grisjað. Hvernig getum við brugðist við veiruálögunum? Ætlum við að lifa í neikvæðni og nöldra vegna þess sem við njótum ekki eða megum ekki gera það sem við erum vön? Er þetta bara ömurlegur tími eða er hægt að nýta hann til eflingar? Er jafnvel gæfulegast að bregðast við skrítnum aðstæðum með skapandi hætti? Á þessari aðventu sleppum við því hefðbundna. Við förum ekki eða gerum það sem við erum vön á þessum tíma. En við getum þá gert eitthvað nýtt. COVID-aðventan opnar og veitir tækifæri. Í kristinni, vestrænni hefð hefur tíminn fyrir jól ekki aðeins verið annatími við ytri undirbúning hátíðar, heldur verið tími sálarinnar. Jólafastan var ekki aðeins pirrandi svengdartími heldur notuð til að skerpa innri mann. Tími til að kjarna tilveruna, greina að hið mikilvæga og léttvæga. Aðventan var tími núllstillingar og endurmats til að hægt væri að taka á móti gjöfum framtíðar. Aðstæður fólks eru mismunandi og verkefnin líka. Í kreppum eru þó alltaf einhver tækifæri. Jafnvel í sorgarefnum eru vaxtarverkefni. Aðventan er tíminn til að endurskoða hamingjubókhald okkar og setja ný markmið. Verkefnið er að gera upp við hið liðna og opna. Orðið aðventa er komið af latneska orðinu „adventus“. Það merkir koma, að eitthvað kemur. Á COVID-aðventu megum við vona að álögin falli og að jólin komi þrátt fyrir allt. Hvers væntir þú? Nýs tíma og opinnar framtíðar? COVID-aðventan - eftir séra Sigurð Árna Þórðarson Þessi litla heklaða mynd táknar jól í Hallgríms- kirkju að þessu sinni. kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flottir skór sem fara vel í jólapakka

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.