Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Side 1

Skessuhorn - 25.03.2020, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 23. árg. 15. mars 2020 - kr. 950 í lausasölu arionbanki.is Núna getur þú sett þér markmið í sparnaði í Arion appinu Tíminn vinnur með þér í sparnaði Tilboð gildir út mars 2020 með sweet chili Deep fried shrimp with sweet chili 999 kr. Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi Sími 437-1400, Netfang: ljomalind@ljomalind.is Bjóðum uppá heimkeyrslu í Borgarbyggð Sími 437-1400 Hafið samband á milli 12:00 og 17:00 HEIMSENT OG TAKE AWAY ást og friður FRÍ HEIMSENDING Breyttir opnunartímar: Mán - mið: 11:30 - 14 Fim - fös: 11:30 - 21 Lau: 17 - 21 Sun: Lokað Sími: 431- 4343 KJÖRIÐ FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI Meira og minna allt líf og starf í landinu tekur mið af þeim aðstæðum sem uppi eru hér á landi og víðs vegar um heimsbyggðina vegna kórónaveirunnar. Vegna takmarkana á hvers kyns samkomuhaldi er skólahald á öllum skólastigum skert. Börn eru því heima ýmist nokkra daga í viku eða jafnvel alla vikuna. For- eldrar sinna þá leiðsögn og kennslu eftir atvikum. Í Skessuhorni í dag er púlsinn tekinn á þessu tímabundna ástandi og meðal annars rætt við skólameistara framhaldsskólanna, en einnig móður þriggja grunnskólabarna á Akranesi. Þarna eru börnin á heimilinu; 8, 12 og 14 ára að sinna heimanámi sínu af kostgæfni. Ljósm. Helena Rós Sigurðardóttir. Frá og með gærdeginum tóku gildi hertar reglur hér á landi um þann fjölda fólks sem koma má saman vegna Covid-19 faraldurs- ins. Nú er miðað við að mest tutt- ugu megi vera í sama rými, en fyrri reglur settu mörkin við hundrað. Þá hefur sundlaugum, söfnum og skemmtistöðum verið lokað og öll starfsemi sem krefst nándar innan tveggja metra er bönnuð. Þar und- ir fellur til dæmis starfsemi snyrti- stofa, rakarastofa og nuddstofa svo dæmi séu tekin. Sundlaugum, lík- amsræktarstöðvum, skemmtistöð- um, spilakössum og söfnum er nú lokað meðan á þessum takmörkun- um stendur. Takmörkun á skólahaldi verð- ur óbreytt frá því á mánudaginn í síðustu viku. Fylgja skal fjarlægð- armörkum um tveggja metra fjar- lægð milli einstaklinga eftir því sem það á við og mögulegt er, einkum gagnvart eldri börnum. Hertar reglur hafa gríðarlega röskun í för með sér og snerta þessar breytingar nánast alla landsmenn. Börn mæta ýmist fáa daga í skóla eða eru alfar- ið heima. Framhaldsskóla- og há- skólanemendur stunda nú námið alfarið heima hjá sér og skólafólk jafnt sem nemendur hafa verið fljót- ir að tileinka sér þá tækni sem í boði er til að gera samskipti sem greið- ust. Rætt er við þrjá skólameistara á Vesturlandi í blaðinu í dag. Allar fjöldasamkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar meðan takmörkun- in er í gildi. Sama regla gildir um vinnustaði og því þurfa fyrirtæki og stofnanir að skipta starfsem- inni upp í aðgreind rými. Á það við hvort sem fólk kemur saman í opin- berum rýmum eða einkarýmum. Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. tvo metra á milli ein- staklinga. Þessar takmarkanir eiga einnig við um almenningssamkom- ur og aðra sambærilega starfsemi. Sérstakar reglur gilda þó áfram um matvöruverslanir og lyfjaverslanir. Þar verður heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu, að því gefnu að hægt sé að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga. Covid-19 faraldurinn hefur nú þegar haft fjölþætt áhrif á atvinnu- líf. Nefna má að nú eru ferskfisk- markaðir víða um heim lokaðir, starfsemi flugfélaga er lítil sem eng- in og uppsagnir þegar hafnar í þeim geira og ferðaþjónustu almennt. Bankar, hótel, stofnanir og einka- fyrirtæki hafa víða tekið ákvörðun um að loka meðan ástandið varir. Stjórnvöld kynntu síðastliðinn laugardag víðtækan aðgerðapakka sem miðar að því að koma til móts við gjörbreyttar aðstæður atvinnu- lífs og heimila. Ítarlega er sagt frá þeim aðgerðum í Skessuhorni í dag. Þá er á næstu dögum að vænta að- gerða af hálfu sveitarfélaga, en þau líkt og ríkið verða að bregðast við og koma til móts við atvinnulíf og heimili til að draga megi sem mest úr því efnahagslega áfalli sem þessi heimsfaraldur er að leiða af sér. Sí- fellt bætist í fjölda smitaðra hér á landi. Þeir voru í gær orðnir á sjö- unda hundrað á landinu öllu og þar af nokkrir á Vesturlandi, en veiran greindist fyrst í landshlutanum um liðna helgi. Einn Íslendingur er nú látinn vegna veirunnar. Sjá nánar í fréttum á blaðsíðum 10-17. mm Breytt heimsmynd vegna veirufaraldurs

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.