Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Síða 2

Skessuhorn - 25.03.2020, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 20202 Munum að vera dugleg að huga að andlegri og líkamlegri heilsu á meðan við erum mikið heima, en í litlum samskiptum við fólk utan fjölskyldunnar. Einangrunin getur haft neikvæð áhrif til langs tíma og verum því meðvituð um að hlúa að okkur sjálfum og okkar nánustu. Á morgun er spáð suðvestanátt 8-15 m/s og él, hvassast verður á annesjum, en bjart norðaustan- lands. Hiti um frostmark. Á föstu- dag er útlit fyrir norðlæga átt 8-13 m/s og dálítil él, en lengst af létt- skýjað syðst á landinu. Heldur kóln- andi veður. Um helgina og fram á mánudag er spáð vestanátt og dá- lítilli slyddu á vestanverðu landinu og síðar súldarlofti. Þurrt eystra og hlýnar í veðri. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvort samko- mubann hafi haft áhrif á þeirra vinnu. 35% sögðu samkomubann- ið hafa haft mikil áhrif, 27% hafa ekki orðið fyrir neinum áhrifum í vinnunni, 19% hafa orðið fyrir lítils- háttar áhrifum, 17% svarenda eru ekki í vinnu og 2% sögðust ekki vita það ennþá. Í næstu viku er spurt: Með hverju viltu hjúpa þinn snúð? Heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, verslunarfólk og aðrir sem standa vaktina til að öll nauðsynleg þjón- usta haldist gangandi eru Vest- lendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Nýta tækifærið til viðhalds REYKHÓLAHR: Eftir að samkomubann var sett á og tilmælum beint til lands- manna um tveggja metra fjar- lægðarmörk, ákváðu stjórn- endur Reykhólahrepps að loka Grettislaug á Reykhólum, sem og eldhúsi Reykhólaskóla. Þó það sé ekki jákvætt út af fyr- ir sig, gáfu aðstæður færi á að ráðast í tímabært viðhald og endurbætur, eins og fram kemur á Reykhólavefnum. Um liðna helgi höfðu innrétt- ingarnar verið hreinsaðar út úr búningsklefum sundlaug- arinnar og sturtur fjarlægðar. Einnig var búið að tæma eld- hús Reykhólaskóla þar sem unnið er að viðhaldi. -kgk Fasteignavið- skipti í febrúar VESTURLAND: Á Vestur- landi var 36 samningum um húsnæði þinglýst í febrúr- mánuði. Þar af voru 15 samn- ingar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um eignir í sérbýli og fjórir samningar um ann- ars konar eignir. Heildarvelt- an var 1.381 milljón króna og meðalupphæð á samning 38,4 milljónir króna. Af þessum 36 viðskiptum með húsnæði voru 20 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru ellefu samningar um eignir í fjölbýli en níu samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 912 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 45,6 milljónir króna. -mm Boðið í lóða- hönnun AKRANES: Tilboð í hönnun lóða við Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi voru opnuð á síðasta fundi skipu- lags- og umhverfisráðs. Tvær landslagsarkitektastofur gerðu tilboð í verkið. Landslag ehf. bauð tæpar 10,8 milljónir með virðisaukaskatti og Landmót- un tæpar 14,8 milljónir með virðisaukaskatti. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á tíu millj- ónir króna. Ráðið lagði til að samið yrði við lægstbjóðanda, Landslag ehf. -kgk Veðurhorfur – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 7 0 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Í samráðsgátt stjórnvalda hafa nú verið lögð fram drög að frumvarpi til nýrra kosningalaga. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþing- is og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. „Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leyni- legar kosningar séu haldnar reglu- lega. Meginefni frumvarpsins lúta að breyttri stjórnsýslu kosninga og Margvíslegar breytingar lagðar til á lögum um kosningar einföldun regluverks,“ segir í til- kynningu frá skrifstofu Alþingis. Það var forseti Alþingis sem skip- aði starfshópinn haustið 2018 og skyldi hann kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmd allra almennra kosninga og skoða eftir því sem tími og aðstæður leyfa kosti rafrænnar kjörskrár. Fjöl- margar breytingar eru nú lagðar til á lögum um kosningar. Helstu ný- mæli sem frumvarpið felur í sér eru eftirfarandi: 1. Einn lagabálkur mun gilda um kosningar í stað fjögurra áður. Lög um kosningar til Alþingis, lög um kosningar til sveitarstjórna, lög um framboð og kjör forseta Íslands og lög um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna falla brott. 2. Stjórnsýsla kosningamála verður einfölduð og samræmd og einum aðila, landskjörstjórn, fal- ið skýrt samræmingar- og yfir- stjórnarhlutverk. Yfirkjörstjórnir kjördæma verða lagðar niður og landskjörstjórn tekur við hlutverki Hæstaréttar við forsetakjör. 3. Yfirstjórn kosningamála verð- ur færð frá dómsmálaráðuneyti til sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar (landskjörstjórnar) sem, auk þess að bera ábyrgð á framkvæmd kosn- inga, sinnir viðvarandi verkefnum milli kosninga. Komið verður á fót úrskurðarnefnd kosningamála sem tekur til úrskurðar ýmsar kærur á þessu sviði, m.a. um lögmæti for- setakjörs, sveitarstjórnarkosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna. 4. Miðlæg vinnsla kjörskrár mun fara fram hjá Þjóðskrá Íslands og rafræn kjörskrá verður meginregla. Stjórnmálasamtök og frambjóð- endur í forsetakjöri munu geta ósk- að eftir rafrænum aðgangi að kjör- skrá. 5. Atkvæðagreiðsla utan kjör- fundar mun ekki geta hafist fyrr en öll framboð hafa komið fram og heimilað verður að viðhafa bréf- kosningu þegar greidd eru atkvæði utan kjörfundar. Henni lýkur er- lendis daginn fyrir kjördag og kl. 17 innan lands á kjördag. Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður einfölduð sem og utanum- hald kjörstjóra. 6. Kjósandi mun eingöngu geta greitt atkvæði einu sinni í hverjum kosningum; annað hvort utan kjör- fundar eða á kjörfundi. 7. Kosningaathöfnin verður ein- faldari og öruggari með því að kjörstjórn stimplar kjörseðil áður en kjósandi leggur hann í atkvæða- kassa. Ekki verði haldið sérstakt bókhald eða uppgjör um fjölda not- aðra og ónotaðra kjörseðla. 8. Talning mun fara fram á kjör- stöðum í því skyni að einfalda taln- ingu og auka öryggi í meðferð at- kvæða. 9. Öllum sem þess þurfa verður heimilað að fá aðstoð við kosningar hvort sem er vegna fötlunar, veik- inda, elli eða af öðrum ástæðum. 10. Kosningaréttur þeirra sem búsettir eru erlendis verður rýmk- aður verulega í alþingiskosning- um, forsetakjöri og þjóðaratkvæða- greiðslum. Fólk mun geta kosið í 16 ár eftir að það flytur lögheimili sitt af landinu, í stað átta ára nú, en á móti er lagt til að rétturinn falli niður að þeim tíma liðnum. Rétt- urinn endurnýjast aftur við flutning lögheimilis til landsins. 11. Útgáfu kjörbréfa verður hætt. Umsagnir um frumvarpið þurfa að hafa borist lagaskrifstofu Al- þingis í síðasta lagi 8. apríl næst- komandi. Að loknu samráðsferli mun starfshópurinn fara yfir at- hugasemdir sem berast og í kjöl- farið skila forseta Alþingis fullbúnu frumvarpi. mm Föstudaginn 20. mars var Borg- nesingurinn og heiðursmaðurinn Guðmundur Ingimundarson bor- inn til moldar. Guðmundur fæddist í Borgarnesi, ólst þar upp og starf- aði þar alla sína ævi. Hann starfaði innan skátahreyfingarinnar, innan Umf. Skallagríms og var þar for- maður um skeið. Guðmundur sat í hreppsnefnd Borgarneshrepps fyr- ir Framsóknarflokkinn og var odd- viti hreppsnefndar um árabil, sat í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga, var einn af stofnendum Lionsklúbbs Borgarness, sat í stjórn Vírnets hf, Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar og fleiri samtaka og félaga. Guðmundur hóf störf sín fyrir Kaupfélagið í nýlenduvöruversl- un þess. Hann lærði bakaraiðn og vann síðan við þá iðn í Bakaríi KB í 21 ár. Árið 1964 tók Guðmundur við Esso í Borgarnesi, sem seinna varð Hyrnan, og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Guðmundur var sam- vinnumaður og vann fyrir Kaup- félag Borgfirðinga lengur en nokk- ur annar, eða samtals í 44 ár. Guð- mundur var heiðraður á aðalfundi KB árið 2018 fyrir störf sín og stuðning við Kaupfélagið en hann var aðalfulltrúi Borgarnesdeildar KB á aðalfundum félagsins í liðlega 60 ár. Hann var félagsmálamað- ur af bestu gerð, vann fyrir heild- ina og samfélagið, hans hagsmunir biðu betri tíma, eins og hann sagði stundum. Kaupfélag Borgfirðinga vottar minningu Guðmundar virð- ingu sína og þakkar af alhug störf hans fyrir Kaupfélagið og samfé- lagið. Við sendum aðstandendum hans hugheilar samúðarkveðjur. Sveinn Hallgrímsson og Guðrún Sigurjónsdóttir Höf. eru fyrrverandi og núverandi formaður stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga. Minning Guðmundur Ingimundarson

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.