Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Qupperneq 22

Skessuhorn - 25.03.2020, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 202022 Pennagrein Fyrir um margt löngu síðan eign- aðist ég blöðung um litun á trjá- viði með vaxlitum. Mér fannst þetta heillandi viðfangsefni og til- valið að nota þessa liti við smíða- kennsluna, orðinn langþreyttur á alls konar málningarstússi með til- heyrandi vandamálum, óþvegnum penslum, blettum í fötum og ég veit ekki hvað. Svo var lagt í hann, ég byrjaði að fá lánaða Júmbó tréliti hjá myndmenntarkennaranum og gerði margar prufur og komst að því að einna best væri að nota birki- krossvið í verkefnið en það er einn- ig hægt að lita allan ljósan við auð- veldlega með trélitunum og jafnvel dökkan við. Ég byrjaði að nota 6mm kross- við, í dag nota ég birkikrossvið frá 3mm upp í 12mm, 3mm krossvið- urinn hentar einnig mjög vel mynd- menntarkennslunni. Birkikrossvið- ur er ekki bara birkikrossviður, til þessa verks þarf hann að vera fyrsta flokks en krossviður er flokkaður á ákveðin hátt með bókstöfum A, B, C. Oftar en ekki er önnur hlið plöt- unnar verri en hin þá er hún við- gerð (sponsuð) eða kvistótt. Það er frekar sjaldgæft að fá plötur A báðu megin. Stóru timbursalarnir hér á landi selja birkikrossvið bæði vatns- límdan og ekki, í stórum einingum. Hentugast er að kaupa krossviðinn í Handverkshúsinu sem selur plöt- urnar niðursagaðar og alltaf hægt að semja um sérsögun á þeim. Þetta er rússneskur óvatnslímdur kross- viður í háum gæðaflokki og kem- ur frá seljanda í hæfilegu rakastigi þannig að það er ekki að kvarnast mikið úr honum við sögun. Þegar vinna á úr efniviðnum er best að saga hann niður með tifsög með hæfilegu blaði með teknu til- liti til þykktar efnisins. Best er að nota tifsagarblöð sem saga jafnt báðu megin þ.e. Reverse blöð. Þriggja millimetra efninu hæfa vel blöð frá Olson eins og Mach speed no.3 og Crown no.2 eða Herkules málmsagarblöð númer 4,0 en þau eru ekki reverse og mjög viðkvæm. Þegar platan er komin milli hand- anna þarf að velja hvora hliðina á að nota og pússa vel með fínum sand- pappír t.d. númer 320 – 600. Þegar búið er að pússa með grófari papp- írnum þá er rétt að vökva flötinn aðeins með vatni til að hann ýfi sig. Eftir að hann er þornaður er farið yfir hann með fínni sandpappír og allt ryk blásið eða burstað vandlega af. Þá er að spreyja þunnu lagi af Fixatif yfir flötinn. Það væri að æra óstöðugan hvaða aðferð yrði valin við að koma sköp- unarverkinu á flötinn áður en haf- ist er handa með litunum en allt er í boði, trélitirnir fara vel sam- an á brennipennamyndum. Hvort sem brennt er á við eða vatnslita- pappír (300 gr. bómullarpappír) þá er rétt að brenna með frekar lág- um hita og pússa þá viðinn á eftir. Nú er hægt að nota trélitina að vild eins og vaxtréliti, pasteltréliti og vatnsleysanlega tréliti á áhrifamik- inn hátt. Olíupastel litir fara einn- ig mjög vel á fletinum og dragast vel til. Tálgaðir hlutir með frekar sléttu yfirborði t.d. úr linditré taka vel við olíupastellitum eftir hefð- bundna grunnvinnu. Til að full- gera myndverkið má nota góða vatnsliti í hæfilegum styrk til að fylla í þá fleti sem eru ekki litað- ir fyrir með vaxlitunum t.d. bak- grunn og ský svo eitthvað sé nefnt, þá sefa vatnslitirnir ágætlega óhjá- kvæmilega brunaslóð sem oft fylgir brennipennavinnunni bæði á viðn- um og vatnslitapappírnum og svo er rétt að setja Fixatif yfir að lokum til að binda litina. Í mörgum skólum og á heimilum safnast saman ógrynni af smá bút- um af vaxlitum líklega oftast Cra- yola litabútar. Þessa búta er auðvelt að fullnýta á auðveldan hátt með því að bræða þá og endurskapa, bræða þá beint á myndflötinn hvort sem hann er krossviður eða vatns- litapappír, tálga þá eða ydda niður í hæfilega búta eða litaspæni sem komið er fyrir á myndfletinum og bræddir þar niður í myndverkið eða rífa þá niður með rifjárni og koma þeim sömuleiðis fyrir á myndflet- inum. Bræðslan getur farið fram á margvíslegan hátt t.d. í bakarofni, örbylgjuofni með straujárni (bök- unarpappír ofan á) eða misstórum gasloga en það sem best og auð- veldast að nota fyrir nemendur er lítill og nettur Proxxon hitablásari sem er fljótvirkur og fæst í áður- nefndu Handverkshúsi. Til varnar því að litaspænirnir blásist í burtu má leggja bökunarpappír yfir. Það er auðvelt að bæta við litum eftir á eins oft og þurfa þykir. Hitablás- arann má nota til margra annarra verka hvort sem er heimavið eða í smíða- og myndmenntarstofunni t.d. til að þurrka akrýlmálningu, vatnslitaverk eða flýta fyrir lím- ingu. Þetta er ótrúlega handhægt verkfæri fyrir þá sem eru mikið að mála smáhluti í mörgum litum, eiginlega ómissandi. Það má einn- ig nota litabútana eða spænina til að fylla í útsagaða óróa. En þá eru litabútarnir tálgaðir eða rifnir nið- ur í útsagaða svæðið, svo er hitað varlega, hægt er að velta hlutnum til og frá, til að fylla upp í öll horn og bugður, eins má færa aðeins til með stórri stoppunál. Þá er auðvelt að saga út einfaldan hlut t.d. lauf- blað og raspa hressilega yfir það af völdum litum og bræða svo. Sjálf- sagt er að spreyja Fixatif yfir vax- myndverkin. Aðgát skal höfð: Það er hægt að skaða sig á svo mörgu í ofangreind- um ferlum og sum verkfærin eru ekki boðleg ungum börnum. Það er auðvelt að gleyma sér á góðri stund, því er rétt að vera með pers- ónuhlífar eins og öryggisgleraugu þegar unnið er að listrænu hand- verki. Trausti Tryggvason silfurskogar@simnet.is Miðjumynd trélitir á birkikrossvið. Mynd eftir Kristínu nemanda við Laugargerðis- skóla. Skapað með tré- og vaxlitum Trausti Tryggvason heima á verkstæðinu sínu. Ljósm. sá. Fyllt með vaxi í útsagaða óróa. Vax rifið niður og brætt á útsöguð birkilaufblöð. Pastellitir dregnir til á 12 mm birkikrossvið. Trélitir á birkikrossvið. Púsluspil eftir Ernu nemanda í Laugargerðisskóla. Trélitir á birkikrossvið. Púsluspil eftir Björn nemenda við Laugargerðisskóla.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.