Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.2020, Qupperneq 1

Skessuhorn - 06.05.2020, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 19. tbl. 23. árg. 6. maí 2020 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Tilboð gildir út maí 2020 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Bérnaise burger meal 1.890 kr. Máltíð Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Markaðsstofu Vesturlands síð- ustu daga. Upplýsingamiðstöð ferðamála í Hyrnutorgi í Borg- arnesi, sem þjónað hefur öllum landshlutanum, hefur verið lok- að og starfsmenn flust á skrifstofu SSV við Bjarnabraut. Eðli máls- ins samkvæmt hefur starfsemin því breyst og snýst í dag um stefnu- mótun ferðamála og uppbyggingu Vesturlands sem áfangastaðar, frek- ar en að sinna beinni upplýsinga- gjöf til ferðamanna. Upplýsinga- miðstöðvar eru nú reknar af sveit- arfélögunum. „Nú þegar markaðs- stofan er komin undir sama þak og SSV mun samvinna aukast, sem mun skila sér í betri þjónustu við viðskiptavini þar sem breiður hóp- ur fagfólks með þekkingu á öllu því sem við kemur ferðaþjónustu mun nú vinna saman,“ segir Páll S Bryn- arsson, framkvæmdastjóri SSV. Sökum Covid-19 ríkir mikil óvissa í ferðaþjónustunni þessa dagana. Margrét Björk Björnsdóttir, for- stöðumaður Markaðsstofu Vestur- lands, segir erfitt að átta sig á því hvernig sumarið komi til með að verða í vestlenskri ferðaþjónustu, en beðið er eftir næstu leiðbein- ingum sóttvarnalæknis til að hægt verði að gera áætlanir fyrir sum- arið. Nánar er rætt við Margréti Björk um komandi ferðasumar á blaðsíðu 12. arg Fullt á tjaldstæðinu í Stykkishólmi síðasta sumar. Ljósm. úr safni/sá Breytingar í ferðaþjónustu Síðastliðinn fimmtudag gaf Krist- ján Þór Júlíusson sjávarútvegs- ráðherra út reglugerð um stöðv- un veiða á grásleppu á þessu fisk- veiðiári. Ástæða þeirrar ákvörð- unar var að fyrirséð var að veið- arnar hefðu fljótlega nálgast ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu fiskveiðiári verði ekki meiri en 4.646 tonn. Grásleppuveiði í vor hefur ver- ið betri við landið en elstu menn muna. Þannig hafa til dæmis bátar við norðaustanvert landið kom- ið drekkhlaðnir að landi dag eft- ir dag, jafnvel með yfir átta tonn úr vitjun. Sú eina undantekning er gerð á veiðistoppi nú að heim- ilt verður eftir 20. maí að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grá- sleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí það ár eða síðar. Um liðna helgi voru grá- sleppuveiðimenn á Snæfellsnesi og Akranesi að taka upp netin. Þeirra á meðal var Haraldur Jóns- son á Inga Rúnari AK-35 sem hér er að hífa frá borði síðustu tross- urnar, en hann var með í sjó 7,5 kílómetra af netum og því þurfti snör handtök að ná þeim ölllum úr sjó með engum fyrirvara. Har- aldur er líkt og aðrir grásleppu- veiðimenn við vesturströndina afar óhress með ákvörðun ráð- herra. Hann segist þó hafa náð 16 tonnum úr sjó. Nú verður bát- urinn búinn til strandveiða sem máttu hefjast á mánudaginn. Sjá nánar fréttir, greinar og við- töl inni í blaðinu. m. Stopp á grá- sleppu- veiðar Við tökum vel á móti þér .com/skagafiskur Fiskverslun Kirkjubraut 40, Akranesi Við opnum aftur með breyttum opnunartíma arionbanki.is Útibúið okkar í Borgarnesi opnar aftur þriðjudaginn 12. maí og verður opið alla virka daga kl. 12.30–16.00 þar til nýjar leiðbeiningar um samkomur verða gefnar út. Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta áfram stafrænar þjónustuleiðir bankans. Þú �innur nánari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun Arion appsins á arionbanki.is/app. Þú getur líka haft samband við þjónustuverið í síma 444 7000. Við leggjum enn áherslu á tímabókanir í útibúinu og hvetjum viðskiptavini til að bóka fund með því að panta símtal á arionbanki.is. Við hringjum síðan til baka og festum tíma. Þjónusta vegna bókaðra funda er frá 9–16 alla virka daga.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.