Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.2020, Side 2

Skessuhorn - 06.05.2020, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 6. MAí 20202 Síðustu vikuna hefur sólin látið sjá sig og tekur fólk því fagnandi. Sumir hafa nýtt sér þetta, hlaupið út, en oftast kappklæddir því hita- tölurnar hafa ekki verið háar. Þeir sem hafa kosið að vera inni hafa hins vegar glímt við sólarsamvisku- bit sem hrjáir oft þá sem láta sól- argeislana ekki ná til sín. Nýtum hreina loftið og útiverunnar með hækkandi sól. Á morgun verður vestanátt 5-13 m/s framan af degi og dálitlir skúr- ir, en þurrt á Austfjörðum og Suð- austurlandi. Hiti 3-13 stig, hlýj- ast suðaustanlands. Norðlægari vindur seinni partinn og kólnar norðantil á landinu með lítilshátt- ar slydduéljum, en léttir til á Suð- ur- og Vesturlandi. Á föstudag er spáð norðanátt 8-13 m/s og bjart- viðri, en svolítil él verða fyrir aust- an. Hiti frá frostmarki upp í 10 stig. Lægir um kvöldið og frystir allvíða. Á laugardag er spáð norðlægri átt 3-8 m/s með þurru og björtu veðri, en stöku él verða austan- til. Hiti um frostmark norðaust- anlands en 5-10 stig á Suður- og Vesturlandi yfir daginn. Á sunnu- dag er vaxandi vestan- og suð- vestanátt og léttskýjað, en skýjað vestanlands seinnipartinn. Hlýnar í veðri, hiti gæti farið í 6-12 stig síð- degis. Á mánudag verður vestlæg eða breytileg átt og væta í flestum landshlutum. Hiti 4-12 stig, hlýjast suðaustanlands. Í síðustu viku spurðum við á vef Skessuhorns hvaða ofurkrafta les- endur myndu helst vilja búa yfir, fengju þeir einhverju um það ráð- ið. Flestir, eða 33%, myndu helst vilja geta flakkað um í tíma. 18% myndu vilja lesa hugsanir, 14% vilja geta flogið, 13% sögðust helst vilja geta verið ósýnilegir, 10% vilja geta stoppað tímann, 7% séð í gegnum holt og hæðir og 5% myndu vilja getað ferðast á ljóshraða. Í næstu viku er spurt: Ef þú ætlar að ferðast innan- lands í sumar, hvaða gistimögu- leika ætlar þú að nota? Í liðinni viku var skimað eftir Co- vid-19 í Borgarnesi og á Akranesi. Fjöldi fólks lét sig hafa það að fá þennan alræmda pinna upp í nefið og eru þeir Vestlendingar vikunnar fyrir að þiggja mælinguna. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Húsheild bauð lægst í þjóðgarðsmiðstöð SNÆFELLSBÆR: Lægsta boð í byggingu Þjóðgarðsmið- stöðvar á Hellissandi var tæpum 55 milljónum undir kostnað- aráætlun. Sex tilboð bárust og voru þau opnuð í gær, þriðju- daginn 5. maí. Lægsta boðið átti Húsheild ehf., sem hljóðaði upp á tæplega 421 milljón króna. Er það 55 milljónum undir kostn- aðaráætlun sem fyrr segir, en hún gerði ráð fyrir kostnaði upp á rúmar 475 milljónir. Þing- vangur ehf. bauð rúmar 487 milljónir króna, ístak ehf. bauð tæpar 488 milljónir, Viðskipta- vit ehf. bauð einn krónu und- ir 500 milljónum, Spennt ehf. bauð tæpar 526 milljónir og Framkvæmdafélagið Arnarhvoll bauð rúmar 527 milljónir. Til- boðin eru í yfirferð hjá Fram- kvæmdasýslu ríksins. -kgk Eitt smit greint á laugardaginn VESTURLAND: Á laugar- daginn kom upp eitt Covid19 smit og reyndist það vera á Vesturlandi í umdæmi heilsu- gæslustöðvar HVE á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Viðkom- andi er unglingur sem var utan sóttkvíar þegar sýnið var tekið. Samnemendum og kennurum í unglingadeild Heiðarskóla var gert að sæta sóttkví í tvær vik- ur af þessum sökum. Á mánu- dag voru skráðir 43 í sóttkví á Vesturlandi samkvæmt upplýs- ingum frá Lögreglunni á Vest- urlandi. -mm Erlend netversl- un dróst mikið saman í mars LANDIÐ: Erlend netverslun íslendinga, líkt og hún kem- ur fram í tollskráningu, dróst saman um 18% milli ára í mars og nam 195 milljónum að toll- virði í mánuðinum. Tollverð er verðmæti sendinga án skatta og gjalda. Netverslun frá Kína dróst mest saman í mars og minnkaði um meira en helm- ing, fór úr 38,9 mkr. í mars 2019 niður í 19,2 mkr. í mars sl. „Mikill samdráttur í netversl- un frá Kína kemur ekki á óvart enda fór veirufaraldurinn fyrst af stað þar. Þá dróst netversl- un frá Bandaríkjunum saman um 35% á milli ára, nam í 29,4 milljónum mars síðastliðnum en 45,5 milljónum í mars 2019. Minnst breyting var á netversl- un frá Bretlandi en tollverð jókst um 1% í mars frá sama mánuði í fyrra,“ segir í samantekt Rann- sóknaseturs verslunarinnar. -mm Veðurhorfur Við opnum aftur með breyttum opnunartíma arionbanki.is Útibúið okkar í Búðardal opnar aftur þriðjudaginn 12. maí og verður framvegis opið á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10.00–14.00. Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta áfram stafrænar þjónustuleiðir bankans. Þú �innur nánari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun Arion appsins á arionbanki.is/app. Þú getur líka haft samband við þjónustuverið í síma 444 7000. Hjá skipulags- og umhverfisráði Akraneskaupstaðar er nú til með- ferðar umsókn Uppbyggingar ehf. um að byggja fjölbýlishús á lóðinni Kirkjubraut 39, en lóðin er með- al annars kennd við rekstur Fólks- bílastöðvarinnar sem þar hafði eitt sinn starfsemi. Uppbygging ehf. hafði áður keypt lóðina og fengið samþykkta umsókn um að byggja þar hótel, en frá því hefur nú verið horfið þar sem ekki hefur tekist að finna rekstraraðila að hóteli og fjár- mögnun hótelbygginga er útilokuð við þær aðstæður sem ríkja í ferða- þjónustunni. „Nú er búið að leggja inn um- sókn um að breyta skipulagi og byggja á lóðinni íbúðablokk með 25 litlum íbúðum, 50-60 fermetrar að stærð, en á neðstu hæð verði gert ráð fyrir skrifstofu- eða verslunar- starfsemi. Við gerum ráð fyrir því að mikil eftirspurn sé eftir litlum fyrstu kaupa íbúðum á þessum stað í hjarta bæjarins. Nú er búið að leggja inn tillögur til skipulags- og umhverfissviðs sem er með málið á sínu borði. Okkar áætlanir ganga út á að hefja framkvæmdir á þessu ári þegar kynningarferli lýkur og öll tilskilin leyfi verða komin í hús,“ segir Kristín Minney Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Uppbyggingar ehf. mm Frá því að samkomubann vegna kórónuveiru var sett mánudag- inn 16. mars sl. hefur nám í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi farið fram með fjarkennslulausn- um. Nú hefur formlega verið opn- að á kennslu í framhaldsskólum en áfram þó með þeim takmörkunum að tryggt skuli að ekki verði fleiri en 50 manns inni í sama rými og Verknámsnemar FVA mæta í skólann en aðrir ljúka námi heima tveggja metra reglunni fylgt. „Það er þó mat skólameistara að það sé ekki áhættunnar virði að boða alla nemendur í skólann aftur í þann stutta tíma sem eftir er, heldur verði allir að leggjast á eitt til að flæma veiruna brott. Það gerum við með sem minnstu samneyti. Unnið hefur verið að því undanfarna daga að útfæra síðustu vikur vorannar í samræmi við það,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari í orðsendingu til nemenda. „Ljóst er að engin skrifleg loka- próf verða í húsakynnum skólans við lok annar. Rafræn próf verða á próftíma samkvæmt próftöflu og öðrum áföngum lokið með símati. Kennsla úr fjarlægð heldur áfram samkvæmt stundaskrá á námsmats- dögum,“ segir skólameistari. For- gangshópar, aðallega í verklegum greinum húsasmíða, rafvirkjunar og vélvirkjun, sem útilokað er að stunda utan kennslustofu, mættu hins vegar í skólann síðastlið- inn mánudag og verða til 19. maí. Aðrir nemendur en þeir sem eru í fyrrgreindum verklegum áföngum koma ekki meira í skólann á þess- ari önn, nema þeir sem eru boðaðir sérstaklega. í nokkrum framhaldsskólum hef- ur þegar verið afráðið að braut- skráningarathöfn fari fram í streymi að 50 manns viðstöddum. „Braut- skráning FVA er dagsett föstudag- inn 29. maí. Nánar verður tilkynnt um hvort tímasetning breytist eða hvernig athöfninni verður háttað þegar nær dregur,“ sagði Steinunn Inga. mm/ Ljósm. úr safni. Útlit hússins séð frá austri. Teikning í vinnslu: Al-Hönnun ehf. Fjölbýlishús í stað hótels við Kirkjubraut 39

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.