Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.2020, Síða 22

Skessuhorn - 06.05.2020, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 6. MAí 202022 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Núna þrái ég ekkert meira en að upplifa ferst og kalt íslenskt vor! Ég sit hér heima í Níger á skuggsæl- um stað og vona að hleðslan á tölv- unni dugi til að skrifa pistilinn. Það er 44°C hiti, rafmagnið er farið af hverfinu og ég horfi með löngunar- augum á loftkælingarapparatið sem virkar ekki. Mér líður ögn furðu- lega og mér finnst eins og ég sé að ofhugsa allt. Kannski líður mér svona af því að ég hef verið að berjast við mat- areitrun í rúma viku, og bara svo að við getum öll haft þessa lexíu á bak- við eyrað - sama hvað þú ert leiður á því að elda heima þá er heimsend- ur matur frá vafasömum veitinga- stað í vanþróaðasta landi í heimi ekki góð hugmynd. Mögulega er þetta bara matareitrunin en ég held að viðhorfsbreytingin mín sé líka sprottin upp úr þessari félagslegu einangrun. Erum við ekki kannski öll eins og einhver einsetumunkur á miðöldum þessa dagana, afsíð- is og frjáls frá amstri samfélagsins, með ofgnótt af tíma fyrir höndum til að íhuga tilgang lífsins? Ó þvílík blessun, rafmagnið virk- ar aftur. Best að faðma loftkælinga- rapparatið! Jæja, núna þegar mér líður ögn betur og hugsa mig um þá er þetta kannski bara bull í mér, kannski er munkatilfinningin ekki yfir- gnæfandi ef nútímaþægindi virka og maður hefur til dæmis aðgang að Netflix til að dreifa huganum. Vandinn er að hérna í Níger er ekkert Netflix, hérna hef ég rétt svo betri aðgang að internetinu en einhver munkur á miðöldum. Ég tek internetinu ekki lengur sem sjálfsögðum hlut. Þegar rafmagnið virkar og ég næ að tengjast netinu þá er litla svarta raftækið í hönd- unum mínum orðið allt í einu að glugga að uppsafnaðari þekkingu mannkyns, ásamt þeim möguleika á að tala við milljarða af fólki hvar sem er á Jörðinni. Ég upplifi þetta sem dýrmæta stund sem ber að fara vel með. Núna þegar ég er tengdur þá er eitt á internetinu sem ég veit að lætur mér líða betur, myndband- ið Pale Blue Dot á Youtube. Árið 1990 var könnunargeimfarið Voyager 1 á ferð framhjá Satúrnusi og ákveðið var að snúa geimfarinu þannig að hægt væri að taka mynd af Jörðinni, en Jörðin er þar svo langt í burtu að hún sést bara eins og fölur blár punktur á myndinni. Eftirfarandi hugrenningu, sem ég hef lauslega þýtt hér yfir á íslensku, skrifaði stjörnufræðingurinn Carl Sagan þegar hann sá þessa fjar- lægustu mynd sem hingað til hefur verið tekin af Jörðinni okkar: ,,Frá þessum fjarlæga sjónarhóli virðist Jörðin ekkert sérstaklega áhugaverð. En fyrir okkur mann- fólkið er þetta öðruvísi. Horfðu aftur á þennan punkt. Þetta er hér. Þetta er heimilið okkar. Þarna erum við. Þarna hafa allir sem þú elskar, allir sem þú þekkir, allir sem þú hefur nokkurn tíma heyrt um, hver einasta manneskja sem til hef- ur verið, eytt ævi sinni. Samanlögð gleði og sorg okk- ar allra, þúsundir af sjálfsöruggum trúarbrögðum, hugmyndafræð- um og efnahagslegum kenningum, hver einasti veiðimaður og safnari, hver einasta hetja og heigull, hver einasti skapari og tortímandi sið- menningar, hver einasti konungur og kotbóndi, hvert einasta ástfang- ið ungt par, hver einasta móðir og faðir, vongott barn, uppfinninga- maður og landkönnuður, hver ein- asti siðfræðispekingur, hver einasti spillti stjórnmálamaður, hver ein- asta stórstjarna, hver einasti æðsti leiðtogi, hver einasti dýrlingur og syndari í sögu mannkyns lifði lífi sínu þarna - á rykkorni sem svífur um í ljósgeisla. Hugsaðu þér blóðsúthelling- arnar af völdum allra þessara hers- höfðingja og keisara svo þeir gætu, í dýrðarljóma og sigurvímu, orðið tímabundnir valdsherrar á brota- broti af punkti. Hugsaðu þér alla þá endalausu grimmd sem íbúar eins hornsins á þessum punkti beita öðrum vart aðgreinanlegum íbú- um einhvers annars horns, hve oft þeir misskilja hver aðra, hve áfjáðir þeir eru um að drepa hver aðra, hve ákaft hatur þeirra er. Okkar sýndarmennska, okkar ímyndaða mikilvægi, okkar sjálfs- blekking um að við gegnum ein- hverri forréttindastöðu í alheimin- um, er í algjörri andstöðu við þenn- an punkt á bláu ljósi. Hnötturinn okkar er einmanna ljósblettur um- lukinn hinu mikla myrkri geims- ins. Við erum sannarlega smávægi- leg, og í allri þessari víðáttu þá er enginn vísbending um að hjálp muni berast annars staðar frá, til að bjarga okkur frá okkur sjálfum. Hingað til er Jörðin eini hnöttur- inn sem við vitum um þar sem lífið nær að þrífast. Hvergi annars stað- ar, að minnsta kosti í náinni fram- tíð, gætum við sem mannkyn flutt búferlum. Heimsótt, já. Setjast að, ekki strax. Á þessu augnabliki, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er Jörðin sá staður þar sem við stöndum eða föllum. Það hefur verið sagt að stjörnu- fræði sé uppbyggjandi reynsla og geri mann auðmjúkan. Ef til vill sýnir ekkert betur hvað sjálfumgleði mannkyns er hrokafull en þessi mynd af fjarlægri og agnarsmárri veröld okkar. Fyrir mér undirstrikar þessi mynd ábyrgð okkar að hugsa betur hvort um annað og varðveita og vernda föla bláa punktinn, eina heimilið sem við eigum.” Þó að maður sé afsíðis eins og einsetumunkur, þó ég þrái ferskt og kalt íslenskt vor og þó að maginn sé slæmur og hitinn sé steikjandi - þrátt fyrir allt þá nær þessi hug- renning um okkar agnarsmáu ver- öld einhvern veginn að fá mig til að íhuga tilgang lífsins með þakklæti og bros á vör. Geir Konráð Theódórsson í Níger. Bændur víða um vestanvert land- ið nýttu góða tíð í síðustu viku til ýmissa vorverka og jarðyrkjustarfa. Mykju var dreift á tún og þá byrj- uðu einhverjir sömuleiðis dreifingu á tilbúnum áburði. Loks hófst korn- sáning meðal annars á Hvanneyri. Slíka vinnu er gott að framkvæma snemma þegar góður raki er í jörðu til að fræin nái að spíra og festa sig í jarðveginum. Tíminn hér á landi til kornræktunar er jafnan skamm- ur og því leggja bændur áherslu á að hefja jarðvinnslustörf eins fljótt og aðstæður leyfa. Síðan er ekkert að gera annað en að krossa fingur fyrir góðri tíð í sumar og uppskeru í samræmi við það. mm Land tætt fyrir sáningu á byggi, rýgresi og höfrum á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. so. Vorverkin hafin til sveita Hjónin Bjartmar Hannesson og Kolbrún Sveinsdóttir, bændur á Norðurreykjum í Hálsasveit, byrjuðu að bera á fyrstu túnin 29. apríl síðastliðinn. Þau hafa verið í hópi bænda sem vanalega hefja fyrstir slátt. Ljósm. ks. Kornsáning hófst á Hvanneyri 30. apríl síðastliðinn. Var þá kynbótalínum korntegunda sáð í frjóan svörð, eins og frá var greint á facebook síðu Jarðræktar- miðstöðvar LhhÍ, þaðan sem þessi mynd er. Agnarsmá veröld með einsetumunkum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.