Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.2020, Page 26

Skessuhorn - 06.05.2020, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 6. MAí 202026 Hvaða íþrótt þykir þér skemmtilegust? Spurning vikunnar (Spurt í gegnum netið) Eysteinn Ari Róbertsson, 9 ára, Borgarnesi „Skotbolti.“ Sighvatur Óli Þorsteinsson, 9 ára, Borgarnesi „Skotbolti.“ Karín Ósk Ívarsdóttir, 10 ára, Borgarnesi „Körfubolti og fótbolti, bæði jafn skemmtilegt.“ Guðrún Birgitta Kjartansdótt- ir, 10 ára, Borgarnesi „Fótbolti.“ Su do ku Hafþór Júlíus Björnsson aflrauna- maður lyfti á laugardaginn 501 kílói í réttstöðulyftu sem er mesta þyngd sem nokkur maður hefur lyft í slíkri aflraun. Lyftan verður þó ekki viðurkennt sem heimsmet hjá Alþjóða kraftlyftingasamband- inu þar sem Hafþór keppir ekki samkvæmt reglum sambandsins. Gildandi heimsmet á íþróttamað- ur íslands 2019, Júlían K Jóhann- esson, en metið setti hann í nóvem- ber á síðasta ári á móti í Dubai þeg- ar hann lyfti 405,5 kg. Fyrra óop- inbera heimsmetið í réttstöðulyftu átti enski aflraunamaðurinn Ed- die Hall, en það var slétt 500 kíló sem hann lyfti árið 2016. Eddie og Hafþór Júlíus hafa oft verið þátt- takendur í keppninni um sterkasti maður heims. mm Sundlaugar og önnur íþróttamann- virki í Borgarbyggð hafa verið lok- uð frá 23. mars síðastliðinn og hafa íbúar í sveitarfélaginu þurft að sætta sig við að komast ekki í al- menningslaugar og almennt fært alla hreyfingu undir beran him- inn. Ingunn Jóhannesdóttir, for- stöðumaður íþróttamannvirkja hjá sveitarfélaginu, segir þó að búið sé að nýta tímann vel í lokununum til ýmissa framkvæmda. Til dæmis er búið að setja hita við sundlaugar- bakkann á Varmalandi. í íþrótta- húsinu á Kleppjárnsreykjum er verið að skipta um gólfefni bæði í klefum og á gangi. Stærstu fram- kvæmdirnar hafa hins vegar átt sér stað í íþróttamiðstöðinni í Borgar- nesi. „Píparar og rafvirkjar eru bún- ir að taka allt í gegn í kjallaranum,“ segir Ingunn, en framkvæmdir hóf- ust skömmu eftir lokun vegna Co- vid-19. „Það er búið að laga margt sem hefur verið að bila að undan- förnu. Einnig er verið að laga ofna- kerfi og loftræstikerfin í öllu hús- inu,“ bætir hún við. Að auki segir Ingunn að búið sé að dytta að ýmsu öðru, eins og reyndar oft er gert á vorin, til dæmis að þrífa, mála og bóna gólf. Vikuna 11.-15. maí fá grunn- skólanemendur aftur aðgang að íþróttahúsinu ásamt því að skipu- lagðar æfingar hjá ungmennafélag- inu geta farið fram í salnum, en með takmörkunum. Einungis fjór- um verður heimilt að vera í salnum í einu. Ekki er komin föst dagsetn- ing hvenær sundlaugar verða opn- aðar almenningi, en tilkynnt verður nánar um það í lok maí. glh Verið er að setja hita við sundlaugar- bakkann á Varmalandi. Ljósm. Ingunn Jóhannesdóttir. Ýmsar framkvæmdir við sundlaugar og íþróttamannvirki í Borgarbyggð Pottasvæðið í sundlauginni í Borgarnesi hefur fengið mikla aðhlynningu síðustu daga. Tíminn er vel nýttur á meðan lokanir hafa staðið yfir. Skjámynd af lyftunni, sem sýnd var í beinni útsendingu. Lyfti 501 kílói í réttstöðulyftu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.