Bæjarins besta - 02.12.1987, Page 8
8
Fiskvinnsla:
BÆJARINS BESTA
Lítill afli
— lítil vinna
NOKKUÐ hefur boríð á því í tali
bæjarbúa að undanfömu að
togararnir okkar selji bróður-
partinn af afla sínum út í gámum
og þar af leiðandi sé lítil vinna í
húsunum hér. Til þess að for-
vitnast um það hvað værí til í
þessu snéram við okkur til Jó-
hannesar G. Jónssonar forstjóra
íshússfélags ísfirðinga með
spurningar okkar.
Hefur verið næg vinna að
undanförnu?
„Nei, það hefur ekki verið það.
Pað hefur verið mjög úrtökusamt
í haust. Togamir voru nú í slipp í
september og október og fóru þá
báðir erlendis. f’að hefur því
verið frekar úrtökusamt í haust
og síðan hefur þetta hjálpast að
núna uppá síðkastið, það hefur
verið mjög rýr afli, einstaklega
rýr, miðað við undanfarin ár.“
Og hefur mikið veríð selt út?
„Nei, það hefur nú ekki verið
mikið selt út, það er er ekki hægt
að segja það.“
Eru margir dagar þar sem ekki
hefur veríð vinna í húsinu?
„Já, það eru komnir einir tíu
tólf dagar í það heila í haust.“
Eru fvrírsjáanlegt að þetta
verði svona?
SIEMENS
Hinar fjölhæfu
SIEMENS
ELDAVÉLAR
sameina tvær þekktar
bökunaraðferðir:
• með yfir- og undirhita
• meö blæstri
auk orkusparandi glóöar-
steikingar með umloftun í
lokuöum ofni.
Vönduð og stílhrein
v-þýsk gæðavara, sem
tryggir áratuga.endingu.
POLLINN HF.
Aðalstræti 9
ísafirði
| „Það veit náttúrulega enginn.
i Pað fer nú eftir aflabrögðum.
Miðað við það sem hefur verið
undanfarin haust þá hefur
kannski eitt skip verið að koma
hér inn með á annaðhundrað og
uppí tvö hundruð tonn eftir tæpa
viku. Núna hafa þetta verið
kannski sextíu sjötíu tonn og
þaðan af minna.
En hvernig er útlitið fram að
jólum?
„Það er ómögulegt að segja. Ef
það verður þokkalegur afli þá
verður næg vinna. En þetta hefur
verið einstaklega tregt núna
síðustu vikumar.“
Við höfðum einnig tal af Guð-
mundi Guðmundssyni fram-
kvæmdastjóra Hrannar HF. sem
gerir út Guðbjörgu og spurðum
hann hvernig málið snéri við
þeim.
„Pað er engin viss prósenta
sem við seljum út hverju sinni.
Pað fer eftir því hvað er mikill afli
í skipunum. En það hefur verið
óskaplega tregt núna allan
nóvember. Það fer afli í húsið úr
hverri veiðiferð. En það kom
truflun á þetta þegar bæði skipin
fóru í slipp. Pá varð fisklaust um
tíma.“
Er mikill munur á verði hér
heima og úti?
„Já, það er mikill munur. Sér-
staklega á lélegri fisktegundum,
karfa og grálúðu. Já og það er
alltaf, ef það eru góðar sölur þá er
mikill munur á verði.“
Hveraig verður veiðunum
hagað frain að áramótum?
„Eg reikna með því að skipin
hætti um 20. desember. Pað ætti
að vera til nægilegur kvóti þangað
til því aflinn hefur verið svo
tregur. Það eru níutíu dagar á ári
sem við verðum að Iiggja í landi
af því að við eru á sóknarmarki,
það náttúrulega dregur úr sókn-
I inni.“
HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR
rcy
m
FORRETTIR:
Koníaksbætt kjörsveppasúpa
Ú Ú
Laxasnittur m/rækjum
FISKRÉTTUR:
Gratineruð karfaflök m/rjómasósu
KJÖTRÉTTIR:
Hamborgarhryggur m/sykur-
brúnuðum kartöflum
Ú it
Hreindýrasteik m/Waldorfsalati
Ú •& ■&
Nautalundir m/rauðvínssósu
og bakaðri kartöflu
EFTIRRÉTTUR:
Púrtvínslegnar melónur
m/rjómatoppi
Salat fylgir öllum réttum.
Laugardagur 5. des. kl. 15-17
Jólaglögg og piparkökur - kaffihlaðborð.
Magnús Blöndal Jóhannsson
leikur á píanóið og jazzistar koma í heim-
sókn og taka nokkur létt lög.
Kl. 20-22: Jazzhljómlist og píanóleikur.
Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.
Sunnudagur: Kaffihlaðborð kl. 15-17.
Jólaglögg og piparkökur.
Magnús Blöndal Jóhannson leikur jólalög.
Sunnudagskvöld:
Gömlu dansarnir kl. 21-1.
Silli og félagar sjá um fjörið
Halldór hættir á Hhf
Framhald af forsíðu
stjórnar skýrslu þar sem
lagðar eru fram tillögur um
uppbyggingu þjónustu fyrir
aldraða á Isafirði í framtíð-
inni. TiIIögurnar taka til
skipulagningar á heimilis-
þjónustu, hjúkrunar-, elli-
heimilis-, og íbúðamála og
annarra þátta sem ástæða
þótti til. Eitt af því sem
þjónustuhópurinn leggur til
er í sambandi við hagræð-
ingu og stjórnun í yfirstjórn
þjónustustofnananna hér í
bæ. Er lagt til að stjórnir
stofnananna verði samein-
aðar í eina yfirstjórn sem þá
geti haft samræmda yfirsýn
með gangi mála hjá hverri
stofnun fyrir sig.
í öldrunarhópnum eru
nú: Bergþóra Sigurðardóttir
héraðslæknir, Guðrún
Gísladóttir hjúkrunar-
forstjóri, Guðrún Gunnars-
dóttir hjúkrunarfræðingur
með heimahjúkrun, Halldór
Guðmundsson forstöðu-
maður Hlífar, og Rannveig
Einarsdóttir fclagsmála-
stjóri. Hlutverk þjónustu-
hópsins er að miðla heima-
þjónustu til þeirra sem á
henni þurfa að halda og að
tryggja að þeir sem ekki
geta lengur lifað eðlilegu
heimlislífi þrátt fyrir heima-
þjónustu fái vist á öldrunar-
stofnun.