Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 02.12.1987, Blaðsíða 14
BÆJARINS BESTA Björk spókar sig á Schwabentorplatz (í Freiburg). 14 varmáli. Ég gæti ekki hugsað mér að búa þar sem engin fjöll eru, en ég sakna sjávarins ekkert, ég verð bara sjóveik af að horfa út á haf.“ Þjóðverjar eru almennt þekktir fyrir að vilja ekki tala við útlendinga á öðru máli en sínu eigin. Við spyrjum Björk hvernig þýskan gangi ... ,,Mér dettur bara í hug það sem fyrsti þýskukennarinn minn í MÍ, Cristina Carlsson, sagði um manninn sinn: ,,Hann Grettir kcmur smám saman.“ Eins er það með þýskuna mína, hún kemur smátt og smátt.“ Hefurðu alltaf stefnt að pí- anónámi, eða hefur eitthvert annað nám komið til greina? ,,Ef ég væri ekki í tónlist, þá væri ég sjálfsagt í cinhverju starfi sem tengist börnum, eða í kennslu af einhverju tagi. Mér fellur best að vinna með börnum og unglingum og með því að gerast píanókennari sameina ég þessi þrjú áhuga- mál mín: Börn, kennslu og tónlist. Annars þakka ég Ragnari H. Ragnar fyrir að ég sé í tónlistarnámi yfir höfuð, hann kenndi mér að meta tónlist og skilja hana og hvatti mig til að halda áfram. For- eldrar mínir sáu líka um að ég fengi nógu mikla tónlistarnær- ingu sem krakki (hins vegar var ég alltaf svo horuð) og það hefur verið til píanó á mínu heimili frá því ég fæddist. Þeg- ar ég fór út fyrir dyr í fyrsta skipti á ævinni, var það til að fara út í ísafjarðarkirkju og kaupa píanógarm af Jónasi heitnum Tómassyni. Mamma blessunin lét sig hafa það að klofa snjóskafla í skafrenningi til að verða ekki af kaupun- um, en þurfti þó ekki að skakklappast heim með pí- anóið á bakinu ... En að öllu gamni slepptu, þá fór ég að spyrja sjálfa mig að því, þegar ég kom til Reykjavíkur í nám, hvort þetta væri virkilega það sem mig langaði til að læra eða hvort ég væri að þessu vegna utanaðkomandi þrýstings. Ég komst að því, að þrátt fyrir að mig langi til að læra margt annað, þá er það tónlistin sem heillar mig mest.“ Hvað býstu við að vera lengi í ,,útlegðinni“? ,,Já, það er nú það. Ætli ég komi ekki til baka þegar ég er búin að fá nóg af námi og flakki. Þó mér þyki nú ósköp vænt um ísland, þá var ég komin með útþrá þegar skólanum lauk í vor og það hafa allir gott af því að hleypa heimdraganum ef möguleiki er á. Hér læri ég ekki bara að ýta á þetta svarta og hvíta, heldur kynnist ég öðru landi og annarri þjóð. Ég sé líka nýjar hliðar á sjálfri mér og gildismat mitt breytist. Þú þekkir nefnilega ekki þitt eig- ið land nema að hafa eitthvað annað til samanburðar, ekki satt?“ Þá er það hin sígilda spurn- ing Björk: Eitthvað að lokum? ,,Berðu kveðju mína til fólksins og fjallanna." Og þá er þessari kveðju komið á framfæri við lesendur BB. Frúarkjólar Vorum að fá frúarkjóla dress, blússur, peysur o.m.fl. Ath! Brevttur oDnunartími: Mán.-fim. kl. 9-12 og 13-18 Föstudaga kl. 9-12 og 13-20 Lau. 5. des. . . . . . . opið til kl. 16 Lau. 12. des. . . . . . opið til kl. 18 Lau. 19. des. . . . . . opið til kl. 22 Þorláksmessa . . . . opið til kl. 23 Aðfangadagur . . . . opið til kl. 12 Sími 4024

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.