Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1987, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 09.12.1987, Blaðsíða 14
14 BÆJARINS BESTA NOKKUR umræða hefur verið í þjóðfélaginu nú uppá síðkastið hvort mögulegt sé fyrir hin einstöku bæjarfélög að lýsa yfir sjálfstæði sínu, kalla sig fríríki eða gerast tollfrjálst svæði. Mest hefur borið á Vest- mannaeyingum I þessari umræðu. Þar hafa bæjarfulltrúar látið í ljós skoðanir sínar og sýnist þar sitt hverjum. Oft hafa vestfirðingar sagt, bæði í gríni og alvöru, að réttast væri að grafa kjálkann frá og lýsa yfir stofnun nýs ríkis. En dettur einhverjum þetta í hug í raun og veru? Við á BB ákváðum að spyrja efstu menn á þeim listum sem eiga sæti í bæjarstjóm hver væri þeirra skoðun á hugmyndum sem þessum. ég flutti til- lögu í Gagn- frædaskól- anum Krístján Jónasson Alþýðuflokki: „Því er nú fljótsvarað. Það eru nú ein 38 ár síðan að ég flutti tillögu um það á málfundi í Gagnfræðaskólanum að Vestfirð- ir verði sjálfstætt ríki og segðu sig þar með úr lögum við Island. Hugmynd sem þessi og svona tillaga sýnir það að fólkið hér á þessu svæði hefur alla tíð, meira að segja á þessum tíma, fundist að það væri sett hjá miðað við það fjármagn sem það skapaði fyrir þjóðina. Það fengi ekki réttláta skiptingu til baka. Manni finnst reyndar að í vaxandi mæli sé minna tillit tekið til samþykkta sem gerðar eru í fjórðungi þegar þær koma til umfjöllunar þingmanna allsstaðar að af landinu á Alþingi, í ríkis- stjórn, eða í nefndum. Viðkvæðið er alltaf að sú þjón- usta sem greidd er af ríkinu fyrir alla landsmenn taki svo mikið af fjármagni til sín að það sé ekki hægt að skila meiru til baka út til landsbyggðarinnar. Því miður hefur ekki verið gerð úttekt á því hvað kemur raunverulega mikið til baka. Það er líka annað. Þó að maður sé stuðningsmaður þess að halda verðbólgu í skefjum, því að maður veit að verðbólgan er það versta sem til er fyrir launafólk í þjóðfélaginu, að þá hefur henni verið haldið niðri með þeim hætti að það er ýmist reynt að halda í við laun Iaunþega eða þá að gengið hefur ekki verið rétt skráð, eða hvoru tveggja. Þetta tvennt kemur illa niður á stöðum eins og Vestfjörðum til dæmis, þar sem gengið á hverjum tíma er afgerandi um afkomu fyrirtækja og þá um leið möguleika þeirra til að greiða hærri laun. Þannig að ég skil ósköp vel þau sjónarmið, og það getur hreinlega farið svo að Vestfirðingar neyðist til að stofna sjálfstætt ríki. Ef að hugmyndir, eins og komu fram í grein í Morgunblaðinu fyrir stuttu um að framtíðarsýn einhverra sérfræðinga sé fólk- vangur á Vestfjörðum en ekki byggð, í þeim skilningi sem hún er í dag, ná fram að ganga getur verið að eina vörnin sé sú að vera ekkert lengur í samfloti með þessum mönnum.“ Þannig að þú telur raunhæft að gera Vestfirði jafnvel að frírki? „Við Vestfirðingar ættum mikil og góð mið og stóra möguleika á gagnkvæmum samn- ingum við Grænlendinga t.d. Við ættum meira að segja möguleika á samningum við lýðveldið fsland, í sambandi við loðnu, síld, o.fl. Þannig að ég tel að fríríki sem slíkt sé í sjálfu sér engin lausn. Það er bara hluti af því sem við erum að tala um í sambandi við sjálfstjórn kjördæmanna, þá bæði fjárhagslega og fram- kvæmdalega ábyrgð. En ég held að annaðhvort höldum við áfram að vera íslendingur og reynum áfram að vinna því fylgi hjá þeim sem ráða eða að ef þessu skiln- ingsleysi heldur áfram, þá hlýtur að koma upp spurningin um að yfirgefa þá og stofna sjálfstætt ríki,“ „Þurfum að ná góðri samstöðu...“ Olafur Helgi Kjartansson, Sjálf- stæðisflokki, sagði um hugmyndir þessar: „Mér finnast þær fáránlegar.“ Þannig að þú telur ekki raun- hæft að gera Vestfirði að fríríki eða sjálfstæðu ríki? „Málið er það að menn á Vest- fjörðum telja sig hugsanlega bera skertan hlut frá borði varðandi fiskveiðar. Það er alveg Ijóst að fiskimiðin eru hér nær, að það er hagkvæmast að stunda þessar fiskveiðar sem stundaðar eru í kringum Vestfirði, frá Vest- fjörðum. Það er líka ljóst að menn telja sig ekki fá til baka það

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.