Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1987, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 09.12.1987, Blaðsíða 20
20 BÆJARINS BESTA SMAAUGLYSINGAR Hnakkur Til sölu er hnakkur. Upplýsingar gefur Haukur í vinnusíma 4211 eða 3195 heima. Mazda Til sölu er Mazda 626, árgerð 1985. Upplýsingar gefur Orri í síma 3935 (heima) eða 3811 (vinna). Sjónvarp Til sölu er Nordmende 22” litsjónvarp. Upplýsingar í sima 7319. Bílskúr Vantar bílskúr eða rúmgóða geymslu á leigu í 6-8 mánuði. Upplýsingar gefur Orri í síma 3935 (heima) eða 3811 (vinna). VEGAGERÐIN UPPLÝSINGAR UM FÆRÐ, SÍMSVARAR: Patreksfjörður s. 94-1348 ísafjörður s. 94-3958 Hólmavík s. 95-3105 AFSLATTUR A RAUÐU DÖGUNUM íÆ fluqfélaq noróiirland* Hættuástand skapast á Yestfjörðum - Læknafélag Vestfjarða skorar á ráðherra, þingmenn og fjárveitinganefnd Alþingis að nefndin hlutist til um að flugfélagið Ernir fái styrk til sjúkraflugs NÝLEGA hefur flugfélagið Ernir á ísafirði ákveðið að draga úr þjónustu sinni við sjúkraflug á Vestfjörðum vegna inikils kostnaðar. Læknar á Vestfjörðum hafa þungar áhyggjur af því ástandi sem þá kynni að skapnt. Flugfélagið hefur ávallt haft flugmann á bakvakt allan sólarhringinn og hefur brugð- ið skjótt við ef þörf hefur ver- ið á sjúkraflugi. Vegna mikils kostnaðar verður bakvöktum hætt um næstu áramót. Þá skapast hættuástand á Vest- fjörðum þegar slys eða bráðir sjúkdómar koma upp sem ekki er hægt að sinna heima í héraði. Oft er sjúkraflug eini sam- göngumátinn ef koma þarf sjúklingi fljótt á sjúkrahús á Isafiröi eða í Reykjavík. Það kemur ekkert í staðinn fyrir að hafa flugvél til staðar í heimabyggð og flugmenn sem þekkja vel til staðhátta. Þessi þjónusta sparar dýrmætan tíma og bjargar í mörgum til- fellum mannslífum. Læknafélag Vestfjarða vill því skora á ráðherra, þing- menn og fjárveitinganefnd Al- þingis að nefndin hlutist til um að Flugfélagið Ernir fái styrk til sjúkraflugs svo að þessi þjónusta verði áfram eins og hún hefur verið s.l. 18 ár. F.h. Læknafél. Vestfjarða, Einar Hjaltason, yfirlæknir FSÍ, ísafirði. Y estfírðingar framarlega DEILDAKEPPNI Skáksam- bands ísland var haldin nýlega í Reykjavík. Vestfirðingar hafa undanfarin ár verið í fyrstu deild en nú bar það til tíðinda að Skáksamband Vestfjarða sendi einnig annað lið sem byrjar I þriðju deild. Fyrstu fjórar umferðirnar af sjö voru tefldar en seinni hluti keppninnar fer fram næstkomandi apríl. Skáksamband Vestfjarða er í 2.-3. sæti að loknum fjórum um- ferðum með 19,5 vinninga ásamt Taflfélagi Reykjavíkur Norð- vestur, en TR hefur tvær sveitir í fyrstu deild og skiptir í lið eftir búsetu. Taflfélag Reykjavíkur Suðaustur leiðir mótið með 22 vinninga enda tefldu með þeim Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason stórmeistarar. Þetta er met hjá Skáksambandi Vest- fjarða eftir fyrri hluta keppn- innar. Staðan í fyrstu deild eftir 4 umferðir er svona: 1. Taflfélag Reykjavíkur Suð- austur 22,0 v. 2. Skáksamband Vestfjarða 19,5 v. 3. Taflfélag Reykjavíkur Norð- vestur 19,5 v. 4. Skákfélag Hafnarfjarðar 18,5 v. 5. Skákfélag Akureyrar 15,5 v. 6. Taflfélag Seltjarnarness 14,5 v. 7. Taflfélag Garðabæjar 11,0 v. 8. Taflfélag Kópavogs 7,5 v. í fyrstu deild er telft á átta borðum en í annarri og þriðju deild á sex borðum. Raðað er niður á borðin skv. ELO stigum sem er styrkleikamat skákmanna. A-lið Vestfirðinga fékk Akur- eyringa í fyrstu umferð og lauk þeirri viðureign með jafntefli 4-4. TR-SA vanÁ TR-NV með 6,5- 1,5 og náði forystunni þar með. í annarri umferð náði Skák- samband Vestfjarða þriðja sæti með stórum sigri á Taflfélagi Garðabæjar 6-2 og var þá komið með 10 vinninga. TR-SA vann Taflfélag Seltjarnarness 5-3 og hélt sinni forystu með 11,5 vinn- inga en Skákfélag Hafnarfjarðar skaust upp að hlið TR-SA með sigri á Taflfélagi Kópavogs 6-2. í þriðju umferð sigruðu okkar menn Taflfélag Kópavogs stórt eða 7-1 og náðu efsta sætinu með 17 vinninga því TR-SA vann Skákf. Hafnarf. með aðeins 4.5- 3,5 og því vinningi á eftir. Vestfirðingar fengu TR-NV í fjórðu umferð og lyktaði því með sigri TR-NV 2,5-6,5. Þessar tvær sveitir eru því með 19,5 vinninga í 2.-3. sæti en TR-SA vann Kópavog 6-2 og náði aftur efsta sæti með 22 vinninga. B-lið Skáksambands Vest- fjarða náði efsta sæti í sínum riðli með 8 vinninga ásamt Keflavík en var hærra að stigum og kemst því í úrslit.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.