Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1987, Blaðsíða 24

Bæjarins besta - 09.12.1987, Blaðsíða 24
24 BÆJARINS BESTA BB SPYR Ertu byrjuð/byrjaður að kaupa jólagjafir? Pétur Biarnason: Nei. Vilborg Bjamadóttir: Já, ég er löngu byrjuð á því. Sigmundur Ernir Rúnarsson: Já. Sigrún Þorleifsdóttir: Nei, ég er í prófum og má ekki vera að því. Nýstárlegar auglýsingar hins opinbera Sjónvarpsáhorfendur hafa nú séð fjár- málaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson í nýju hlutverki. Hefur sést til hans í skamm- deginu við að strika yfir ísafjörð. Með þess- um hætti auglýsir fjármálaráðuneytið skatt- kortin, sem óneitanlega eru jólakortin í ár. Ríkið sendir öllum þegnum sínum sem verða orðnir 15 ára fyrir næstu áramót svona kort. En kort þetta fylgir skattkerfis- breytingu þeirri sem taka skal gildi um næstu áramót. En hvað skyldi fjármálaráðherra strika út í skammdeginu uppi í fjármálaráðuneyti? Hann virðist hinn sakleysislegasti þar. Enda á sú auglýsing að ná til launagreiðenda og óvíst að þar þurfi nokkuð að strika út. Þessi nýi háttur í auglýsingastríðinu er ó- neitanlega sérstakur. Má kannski búast við því að landslýður sjái ríkisskattstj óra og jafnvel skattstjórana hvern á fætur öðrum í auglýsingum. Þegar kemur að því að gefa út aukaskattkortin svokölluðu væri ekki ónýtt að sjá einhvern þeirra fara til hins opinbera og bíða í langri röð til þess að láta segja sér hvernig eigi nú að fara að. Staðgreiðslan nýja er mikil réttarbót fyrir flesta launþega og ætti að gera málið ein- faldara fyrir þá. Nú eiga skattþegnar sem aðeins hafa laun ekki að fá meira í vasann en það sem þeir eiga. Með þann afgang geta þeir farið í búðir og keypt allar vörurnar, sem lækka í verði við kerfisbreytinguna á tollakerfinu, eins og til dæmis snyrtivörur og myndbandstæki. Það þýðir ekki að fárast yfir því þótt þvottavélar og matur hækki. Fólk getur snúið sér að því að verða snyrti- legra og passa að óhreinka ekki fötin sín. 700 aðilar skulda bæjar- sjóði tugi milljóna! Útistandandi álögð gjöld til ísafjarðar- kaupstaðar nema á fimmta tug milljóna króna. Meira en 40 milljónir króna eru óinn- heimtar ef marka má auglýsingar í bæjar- blöðunum. Skuldararnir eru fleiri en sjö- hundruð. Það munar um minna. Þessi auglýsing bæjarsjóðs um afrek sín í innheimtunni er illskiljanleg. Væri ekki nær að snúa sér að þessum skuldurum beint og láta það vera að velta auglýsingakostnaðin- um yfir á þá sem borga gjöldin sín? Bæjarbúar eru lítið betur settir þó bæjar- stjóri og fjármálastjóri reikni út eitt eða fleiri íþróttahús. Aðalatriðið er auðvitað að innheimta álögð gjöld bæjarins. Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Sú spum- ing vaknar hvort ekki eigi að fara að gera ráð fyrir þessari slöku innheimtu í fjárhags- áætlunum. Þótt staðgreiðslan muni að mestu leysa bæinn undan því að kveinka sér í dýr- um auglýsingum undan því hversu illa geng- ur að rukka, a.m.k. hvað varðar útsvörin, er enn þá eftir það vandamál að innheimta að- stöðugjöldin og náttúrulega fasteignagjöld- in. Hinn almenni greiðandi opinberra gjalda til bæjarsjóðs hlýtur að vilja vita hver ástæð- an sé fyrir slakri innheimtu í miklu góðæri. Miðað við þessa frammistöðu hljóta að vakna spumingar um það hvemig gangi að innheimta allar eftirstöðvamar um næstu áramót þegar fólk er farið að staðgreiða skatta af næsta árs launum. Hætt er við að stórskuldurum gangi illa að fá dæmið til að ganga upp miðað við reynsluna hingað til. Kannski bæjarstjórinn ætti að fara að dæmi Jóns Baldvins og láta gera litmynda- auglýsingu til að herða á innheimtunni. í þeirri auglýsingu mætti til dæmis sýna hann greiða gjöldin sín á bæjarskrifstofunni íbygginn á svip. Textinn gæti verið á þá leið að mönnum líði miklu betur um áramót eða jafn vel jól ef þeir eru búnir að greiða gjöld- in upp í til dæmis íþróttahúsið. „Flýtum framkvæmdum, greiðum gjöldin“ gæti verið fyrirsögn auglýsingarinnar. Vera má að út frá pólitískum línum að betra sé að láta for- seta bæjarstjómar borga í auglýsingunni. En menn líta væntanlega svo á að bæjarstjóri sé andlit bæjarins í þessum efnum sem öðmm. Hvers vegna? Margir hafa vafalaust velt fyrir sér af hverju fjármálaráðherra var að strika út ísa- fjörð í sjónvarpinu heima við eldhúsborðið. Getur verið að hann hafi vitað af auglýsing- unum í ísfirsku bæjarblöðunum? Það skyldi þó ekki vera? En vonandi eiga brottfluttir Isfirðingar eftir að fá aðrar og betri fréttir af frammistöðu sjöhundruðmenninganna fyrir áramót. ATH! Vegna smá mistaka er framhald dagskrár- innar á bls. 19. Miðvikudagur 9. desember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Töfraglugginn. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Steinaldarmennirnir. 19.30 Gömlu brýnin. Breskur gaman- myndaflokkur um nöldursegginn Alf og eiginkonu hans, Elsu. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íþróttir. 21.20 Á tali hjá Hemma Gunn. 22.25 Kolkrabbinn. Lokaþáttur. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Fimmtudagur 10. desember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. Endursýning. 18.30 Þrífætlingarnir. Breskur mynda- flokkur fyrir börn og unglinga. 18.55 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.05 íþróttasyrpa. 19.25 Austurbæingar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. 21.20 Matlock. 22.15 Á slóð eiturlyfja. Ný bandarísk heimildamynd um eiturlyfjanotkun þar í landi, eink- um hið nýja efni sem kallast „krakk“ og er m.a. unnið úr kóka- íni. Fylgst er með störfum lög- reglu og baráttuhópa gegn eitur- lyfjum, farið á sjúkrahús, í skóla og um stræti stórborga. 23.50 Utvarpsfréttir í dagskrárlok. Föstudagur 11. desember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 NiIIi Hólmgeirsson (45) 18.25 Albin. Lokaþáttur. 18.40 Örlögin á sjúkrahúsinu. Lokaþ. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Matarlyst - Alþjóða matreiðslu- bókin. Umsj. Sigmar B. Haukss. 19.10 Á döfinni. 19.25 Popptoppurinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Þingsjá. 21.00 Annir og appelsínur. Að þessu sinni eru það nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð sem sýna hvað í þeim býr. 21.40 Mannaveiðar. Þýskur sakamálamyndaflokkur. í þessum þáttum stendur Faber rannsóknarlögreglumaður í ströngu í samskiptum sínum við afbrotamenn. 22.35 Náttvíg. Bandarísk spennumynd frá 1980. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, Jaclyn Smith, James Franciscus og Mike Connors. Ung og vinsæl eiginkona iðnjöfurs og elskhugi hennar brugga eigin- manninum launráð en ekki fer allt eins og ætlað er. Bönnuð börnum. 00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 12. desember 14.55 Enska knattspyrnan. Everton - Derby. Bein útsending. 16.45 íþróttir. 17.00 Spænskukennsla II. Endursýndur sjötti þáttur og sjöundi þáttur frumsýndur. 18.30 Kardimommubærinn. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Stundargaman. 19.30 Brotið til mergjar. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.45 Fyrirmyndarfaðir. 21.15 Erro. Fylgst er með því er lista- maðurinn Erro setur upp sitt stærsta myndverk til þessa í ráð- húsinu í Lille í Frakklandi. 22.05 Á móti vindi. Bandarísk sjónvarpsmynd gerð eftir sjálfsævisögu Harolds Krent. Harold hefur verið blindur frá barnæsku en er ákveðinn í því að fylgja félögunum eftir. Er hann

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.