Bæjarins besta - 09.12.1987, Blaðsíða 4
4
BÆJARINS BESTA
Ætlar þú að greiða
tvöfalda skatta
á næsta ári?
Eins og þú veist verður staðgreiðslukerfi skatta tekið upp eftir áramótin,
og því er hverjum manni nauðsynlegt að taka sér tak, „ekki á morgun
heldur í dag“, og gera upp gjöld sín hjá bæjarsjóði, a.m.k. þeir sem eru
komnir í vanskil. Það mun reynast þér erfitt ef þú ætlar að fresta þessu
einu sinni enn og að sjálfsögðu mun dýrara.
Tilvist bæjarfélagsins stendur og fellur með þér. Með því að standa í
skilum við bæjarsjóð stuðlar þú að eðlilegum framförum og uppbyggingu,
okkur öllum til heilla.
Því miður eru vanskil bæjarbúa alltof mikil. Ef þú ert í vanskilum setur
þú bæjarsjóð í vanskil gagnvart viðskiptaaðilum sínum.
700 einstaklingar
og fyrirtæki
eru í vanskilum
með kr. 40 milljónir
við bæjarsjóð í dagl!
||||ÉErt þú einn þeirra?|§|||3
Ef svo er, finnst þér þá ekki tími til kominn að fara að hugsa
þessi mál fyrir alvöru? Hvers vegna?
★ Staðgreiðslukerfi skatta verður tekið upp eftir áramót.
★ Það verður mjög erfitt að greiða bæði skv. staðgreiðslukerfinu og
eldri gjöld.
Því skorum við á þig að gera upp eða semja um þau vanskil sem fallið
hafa við bæjarsjóð.
Vonast er eftir skjótum viðbrögðum.
Kær kveðja.
Innheimta ísafjarðarkaupstaðar.