Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 30.12.1987, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 30.12.1987, Qupperneq 2
2 BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi: H-PRENT sf., Suðurtanga 2, 400 Isafjörður. sími 94-4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson. Stórholt 7, sími 4277 og Halldór Sveinbjörnsson, Aðalstræti 20, sími 4101. Blaðamaður: Jakob Falur Garðarsson, sfmi 4570. Prentun: H-Prent sf. Pósthólf 201. Tekið á móti efni og auglýsingum í ofangreindum símum. Að rækta garðinn sinn Sagt er að í gömlum Kínverskum skræðum sé þá speki að finna. að vilji menn verða hamingjusamir skuli þeir koma sér upp garði. Ekki skal fullyrt að ráðið sé óbrigðult. Hitt vita þeir, er revnt hafa, að dund í garðinum sínum gefur ómælda ánægju, ekki síst þegar vel tekst til. En það er hægt að „rækta garðinn sinn“ á svo margan hátt og án þess að rótast í mold alla daga. Þannig má segja að sá maður rækti vel garðinn sinn, sem með lífi sínu og starfi er öðrum góð fyrirmynd. Manninum virðist eðlislægt að huga að eigin skinni og til eru mörg hugtök yfir þann eiginleika. Að vera trúr vfir eigum annara, því sem manni er trúað fyrir, er dyggð. Isafjörður hefur um Iangan aldur státað af gróskumiklu og fjölbreyttu menningarlífi. Það lætur kunnuglega í eyrum að nefna söng og tónlist, kóra og landsfrægan tónlistarskóla og ekki má gleyma Litla Leikklúbbnum, að ekki sé nú minnst á öll félögin og félagasamtökin og klúbbana, sem vissulega eru menningarauki á sinn hátt. Þá eru stöðugir listviðburðir í Slunkaríki orðnir samofnir lista- og menningarlífi kaupstaðarins. Það orð hefur lengst farið af Islendingum að þeir séu bókaþjóð. Ótrúlegur fjöldi fólks á safn bóka. Hvergi í heiminum eru bækur jafn mikið keyptar til gjafa og á íslandi. Og trúlega hvergi jafn mikið lesnar. Almennings bókasöfn eru víða og mörg mjög góð. Nýverið samþykkti bæjarstjóm ísafjarðar að gamla sjúkrahúsið á Isafirði skuli gert að safnahúsi, þegar núverandi hlutverki þess er lokið. Þar munu verða til húsa bókasafnið, héraðsskjalasafnið og Listasafn ísa- fjarðar. Samþykkt bæjarstjórnar ber að fagna. Bókasafnið hefur um langan tíma búið við þröngan kost og er á hrakhólum með geymslurými. Listasafnið á ekkert þak yfir höfuðið. Almenningur hefur þó að nokkm getað notið þeirra verka, sem eru í eigu þess, þar sem þeim hefur verið dreift í opinberar stofnanir og fyrirtæki. Því ber að halda áfram. Húsakostur bókasafnsins hefur sniðið bókaverðinum þröngan stakk. Fjárráð þess af skornum skammti. Þrátt fyrir þessa annmarka hefur honum tekist smátt og smátt að breyta því úr bókageymslu í safn, sem á margan hátt er til fýrirmyndar. Það er því fagnaðarefni að áður nefndum söfnum skuli ■ framtíðinni ætlaður samastaður í gamla sjúkrahúsinu. Þar fá þau umgjörð við hæfi. Bóka- safnið er vel ræktaður skiki í þeim garði menningar, sem listir og bókmenntir eru. Það var svo sannarlega kominn tími til að það fengi stærri reit til umráða. Og að fenginni reynslu getum við verið óhrædd um, að hann fer ekki í órækt. s.h. Húsakaupahappdrætti Alþýðuflokksins á Vestfjörðum Hinn 15. desember s.l. var dregið í Húsakaupahappdrætti Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum hjá bæjarfógetanum á ísafirði. Þar eð skil höfðu ekki borist frá öllum söluaðilum voru númerin innsigluð. Á Þorláksmessu voru vinningsnúmer kunngerð, en þegar innsigli voru rofin kom í ljós að vinningar höfðu fallið á eftirtalda miða: Nr. 402 Bifreið, Lancia. Nr. 392 Reiðhjól, DBS. Nr. 106 Bifreiðaútvarp. Handhafar vinningsmiða geta snúið sér til Gests Halldórssonar, sími 94-3180 eða Sigurðar Jóhannssonar, sími 94-3503. Happdrættisnefnd.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.