Bæjarins besta - 30.12.1987, Síða 5
BÆJARINS BESTA
5
Helgarferðir
á Hótel Sögu
Strax eftir áramót gefst lands-
mönnum kostur á sérstökum
helgarferðum með skemmti-
kvöldi á Hótel Sögu. Það eru
Flugleiðir, Hótel Saga, og
veitinga- og ráðstefnufyrirtækið
Gildi sem standa að þessum
helgarferðum, sem hlotið hafa
nafnið SÖGU-GILDI. í helgar-
ferðunum SÖGU-GILDI geta
gestir valið um 2-4 daga ferð.
Fyrsti ferðadagur er fimmtudagur
og síðasti ferðadagur er mánu-
dagur. Tveggja nátta gisting,
aðfaranætur laugardags og
sunnudags eru þó fastir punktar í
þessari dagsskrá þar sem
skemmtun, kvöldverður og
skemmtiatriði í Súlnasal verða á
laugardagskvöldum. Boðið
verður upp á tvenns konar
skemmtidagsskrá.
Annars vegar dagsskrá sem
hlotið hefur nafnið Tekið á loft í
Súlnasal. Þar mætir til leiks ein
harðsnúnasta poppflugsveit
landsins, sem verið hefur í forystu
íslenska poppflugflotans síðasta
mannsaldur. Flugstjórar verða
þeir Maggi Kjartans, Rúnar Júl.,
Jóhann Helga, Hljómar, Júdas og
fleiri réttindalausir áhugaflug-
menn. Þetta verður flugferð til
dægurlanda og þar verða heim-
sóttar ýmsar þær minningar
liðinna ára sem tengjast á ljúfan
hátt mörgum helstu poppstjörn-
um síðustu tveggja áratuga og
vinsælustu lögum þeirra. Dags-
skráin er sviðsett sem flugferð og
gerist í flugstöð, í fríhöfn, og um
borð í flugvél, á Saga-class að
sjálfssögðu.
Hins vegar er um að ræða
söngleik sem frumsýndur verður
laugardaginn 6. febrúar. f
kynningu Hótels Sögu á þessum
söngleik segir m.a.: Söguþráður-
inn er örlagasaga hinnar íslensku
popphetju sem þráir frægð og
frama. Sígildar dægurperlur
Magnúsar Eiríkssonar mynda
rammann um söguna. Sögð er
saga af ungum manni á þyrnum
stráðri framabraut. Manni sem
þráir að verða næturgali en
verður nætur-galinn.
"j.■ • -ies-i
S :
ivrssfi i%
Ágætu bæjarbúar
Innheimta ísafjarðarkaupstaðar óskar ykkur farsæls nýs árs. Ennfremur eru
sérstakar þakkir til þeirra sem hafa staðið í skilum við bæjarsjóð.
Þeir aðilar sem ekki hafa gert skil á sínum gjöldum til bæjarsjóðs eru hér
með hvattir til að greiða skuldir sínar eða semja um þær fyrir áramót. Ella
mega þeir búast við hertari innheimtuaðgerðum eftir áramót.
Innheimtan verður opin miðvikudaginn 30. desember frá kl. 9 til 17 og á
gamlársdag frá kl. 10 til 12. Dráttarvextir verða reiknaðir eftir lokun á gaml-
ársdag.
ATHUGIÐ:
Dráttarvextir eru nú 4,1% á mánuði eða 49,2% á ári.
Krafa frá bæjarbúum um að birta lista yfir þá aðila sem skulda bæjarsjóði
er nú orðin mjög hávær. Með því að gera skil á skuldum sínum annað
hvort með greiðslu eða samningi er hægt að gera slíka umræðu óþarfa.
MEÐ KVEÐJU,
Innheimta ísafjarðarkaupstaðar.