Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 30.12.1987, Page 10

Bæjarins besta - 30.12.1987, Page 10
10 BÆJARINS BESTA Farsími í verdlaun Eflaust muna flestir eftir stóru sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Laugardagshöllinni dagana 19-23 september. Par var mikið um að vera eins og til- hlýðilegt þykir á sýningu sem þessari. Mörg fyrirtækjanna sem sýndu á sýningunni voru með hinar ýmsu getraunir í gangi sem snérust um það sem viðkomandi var að sýna og selja. Fyrirtækið Radíomiðun var eitt þeirrá fyrir- tækja sem hafði getraun í gangi á sýningunni. Margir tóku þátt í getrauninni enda vegleg verlaun í boði eða farsími af gerðinni DANCALL. Pegar dregið var í getrauninni nú fyrir stuttu kom upp nafn Elíasar Ketilssonar. Elías er sjó- maður frá Bolungarvík og á myndinni hér með má sjá Elías taka við farsímanum úr hendi Kristjáns Gíslasonar hjá Radíó- miðun. Yfirlýsing vegna fréttar í Vestfirska fréttablaðinu Vegna þeirrar fréttar sem birtist í 47. tbl. Vestfirska fréttablaðsins þann 4. desember s.l. um að ég undirritaður væri ráðinn til starfa sem „byggingar- stjóri“ við framkvæmdir við nýja fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði vil ég að það komi skýrt fram að þessi frétt blaðsins er röng, og mun væntanlega leiðrétt í næsta tölublaði sem kemur út 7. janúar n.k. Pessi yfirlýsing mín er gerð nú þar sem umbeðin leiðrétting hefur fallið niður í þeim tveimur blöðum Vestfirska fréttablaðsins sem út hafa komið síðan. Hnífsdal 28.12.1987 Guðm. H. Ingólfsson. Guðmundur í sjúkrahúsið Guðmundur H. Ingólfsson hefur verið ráðinn sem nokkurs- konar byggingarstjóri að fram- kvæmdum við byggingu nýja fjórðungssjúkrahússins á ísa- firði, samkvæmt samþykkt síð- asta fundar stjórnar sjúkra- hússins. Verður Guðmundur ráðinn að jöfnu hjá byggingar- nefnd sjúkrahússins og Fram- kvæmdadeild Innkaupa-t> tn unar ríkisins. Trölladansleikur í Dalnum Nýtt ár gengur í garð á mið- nætti annað kvöld. Þá eru margir sem bregða undir sig betri fætinum og bruna á áramótaball. Eitt ball verður haldið nú um áramótin þar sem aldurstakmark verður aðeins 16 ár. Það verður haldið í félagsheimilinu Hnífsdal. Það eru þeir félagar Kristinn Þ. Jónsson og Stefán Pétursson sem halda ballið, og er þetta annað árið í röð sem þeir halda svona ball. Ballið kalla þeir TRÖLLA- DANSLEIK og segja þeir að gestir megi eiga von á hinum ólíklegustu uppákomum, svo sem vali á best klædda manni kvölds- ins, dansfrík kvöldsins o.s.frv.. Ps. Bara að muna eftir nafn- skírteinunum. Isafjarðarkaupstaður Húsnæði óskast Bæjarsjóður ísafjarðar óskar að taka á leigu 3-4 herbergja íbúð. Upplýsingar gefur undirritaður á bæjarskrifstofunni eða í síma 3722. Bæjarstjórinn á ísafirði. Sendum starfsmönnum okkar og viðskipta- vinum hugheilar nýársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Steypustöðin DYN hf. Þingeyri íbúð óskast Sölumaður af suðurlandi óskar eftir her- bergi eða lítilli íbúð til leigu í Hnífsdal eða á ísafirði. Góð greiðsla í boði. Upplýsingar í síma 99-5659.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.