Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 30.12.1987, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 30.12.1987, Blaðsíða 16
Benni Vagn ÍS 96 siglir inn í höfnina á Flateyri. Flateyri: Nýr bátur í flotann Nýr bátur bættist í flota Flateyringa nú fyrir jól. Báturinn kom nánar tiltekið þann 18. desember. Flefur honum verið gefið nafnið Benni Vagn og ber hann einkennisstafina ÍS 96. Benni Vagn var keyptur til Flateyrar frá Stykkishólmi þar sem hann bar nafnið Ársæll SFI 88. Það er útgerðarfélagið Eyri hf sem er eigandi bátsins en að því standa þeir Guðmundur Thor- oddsen, Magnús Benediktsson. Hjálmar Sigurðsson og Guðjón Guðmundsson. Báturinn verður gerður út á línu frá áramótum og er reiknað með að uppistaða aflans fari í frystingu. Skipstjóri á Benna Vagni verður Hjálmar Sigurðs- son. Rafmagnslaust við Urðar- veg á Aðfangadagskvöld Jólin eru oft kölluð hátíð Ijós- sins. í nútímaþjóðfélagi notumst við aðallega við rafmagnsljós þannig að á jólunum er rafmagns- notkun í hámarki. En hvernig gekk að veita rafmagninu til notenda þess á veitusvæði Orku- bús Vestfjarða yfir hátíðina? Jakob Olafsson deildarstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða sagði að það hefði gengið ágætlega fyrir utan það að bilun varð í strengjum á Urðarvegi. Pað varð þess valdandi að rafmagnslaust var frá húsi númer 33 og innúr frá kl. 15,30 og fram undir miðnætti. Jakob sagði að þetta væri eina bilunin sem orðið hefði á veitusvæðinu og að öðru leiti hefði gengið mjög vel. ,,Frekar erilsöm jól“ - segir lögreglan á Isafírði Jólin fóru nokkuð friðsamlega fram að sögn lögreglunnar. Hvorki nieira né minna að gera en búist hafði verið við. Helst bar það til tíðinda að nokkur órói var í bænum aðfaranótt sunnudagsins, talsverð drykkja og læti samfara því. Eitthvað var um rúðubrot og ölvunarakstur og virtist sem svo að stressið hafi verið að fá útrás eins og lögreglan orðaði það. Þá sagði lögreglan að það virtist sem fólk hafi verið búið að bíða eftir þessum degi til þess að geta slett úr klaufunum. Ur umferðinni er það helst að frétta að tvær bílveltur urðu um jólin, önnur á aðfangadag en hin síðar, ekið var á ljósastaur og eitthvað var um ölvunarakstur eins og fyrr segir. í stuttu máli sagt voru þetta frekar erilsöm jól sagði lögreglan að lokum. Hér má sjá Amór Jónatansson umdæmisstjóra Flugleiða afhenda Belindu farseðilinn sem hún fékk í verðlaun. Hlynur Snorrason lög- regluþjónn fylgist vel með. Verðlaun veitt í jólagetraun unga fólksins Umferðafræðsla lögreglunnar og Umferðarráðs hefur verið fastur liður í skólahaldi grunn- skólanna undanfarin ár. Há- punktur hverju sinni er árleg jólagetraun sem allt unga fólkið tekur þátt í. Veittur er mikill fjöldi viðurkenninga og ein aðal- verlaun sem eru dregin út. Fyrir þessi jól var þátttakan mikil og góð og fékk hátt á annað hundrað ungra vegfarenda við- urkenningu frá lögreglunni sem keyrt var heim til viðkomandi. Á Þorláksmessu var síðan stóri vinningurinn afhentur. Sá heppni að þessu sinni var Belinda Yr Hilmarsdóttir frá Súðavík. Belinda fékk í verðlaun hvorki meira né minna en farseðil frá Flugleiðum til Reykjavíkur og aftur til baka.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.