SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 6
6
SÍBS-blaðið
eingöngu ná að vaxa upp vegna raka og nýta sér gjarnan
rykagnir sem æti.
Í einhverjum tilfellum má hreinlega sjá vatn við rúður í
gluggum og oft telur húseigandi að gluggarnir hljóti að leka.
En þegar betur er að gáð þá má merkja muninn á því að þessi
raki kemur ekki við slagveður eða í úrkomu, heldur einmitt á
köldum vetrardögum. Þessi tegund ,,leka“ eða raka í gluggum
er því vegna hás raka innandyra en ekki vegna leka utan frá.
Í okkar veðráttu er ansi freistandi að híma innandyra
með lokaða glugga og njóta hlýjunnar. Húsin okkar eru ekki
endilega á sama máli. Ef loftraki er of hár inni hjá okkur getur
rakamettað loft líka ferðast inn í veggi og uppí þakrými ef
rakavarnalag er ekki þétt og valdið skemmdum þar. Það er því
mikilvægt að fylgjast með loftraka og loftræsa reglulega.
Hvað get ég gert heima hjá mér?
Þar sem notkun og umhirða húsnæðis getur orsakað raka í
húsnæði er mikilvægt að notendur hafi þekkingu til þess að
takmarka áhrif og skemmdir.
Eftirfarandi atriði ætti meðal annars að hafa í huga:
• Loftraki inni hjá okkur hækkar við eftirfarandi:
» Þvotta, þurrkun á þvotti, baðferðir, matargerð
» Inniveru fólks
• Loftrakamælir ætti að vera til á hverju heimili
» Fást m.a. í byggingarvöruverslunum eða netverslunum
» Til þess að læra hvaða hegðun eykur loftraka og
hvenær er þörf á að bregðast við
• Loftraki ætti að vera undir 40-55%
» Jafnvel lægri þegar kalt er að vetri til/ hærri á sumrin
» Háð húsagerð og aðstæðum
» Móða á glugga eða spegli er þó viðvörun
• Loftskipti þurfa að vera regluleg
» Þumalputtaregla er að skipta um loft a.m.k tvisvar á
dag, útiloft inn fyrir inniloft
» Við það að opna glugga verða ekki endilega loftskipti,
þarf að gusta í gegn
» Rifa á glugga í svefnherbergi bætir svefn og loftgæði
» Gardínur ættu ekki að vera þétt við rúður eða loka alveg
loftflæði
• Útsog í íbúðum þarf að hafa loftflæði inn á móti til að
mynda ekki undirþrýsting
» Undirþrýstingur getur aukið leka t.d. inn með gluggum
» Undirþrýstingur getur togað loft frá þakrými eða innan
úr veggjum og skert loftgæði
» Þegar opnað er upp í vindinn er undirþrýstingur tak-
markaður, öfugt ef opnað er hlémegin
• Rykhreinsa húsnæði reglulega
» Ryksöfnun við rúður eða í hornum getur aukið líkur á að
örverur nái að vaxa upp við raka
» Efni og agnir loða við ryk
• Umfram raka ætti ávallt að þurrka upp
» Við rúður á morgnanna eða annars staðar
» Eftir baðferðir
» Eftir alla vatnsnotkun
• Viðhald og umgengni
» Húsgögn, rúmgaflar og annað ættu ekki að liggja þétt
að útvegg
» Lagfæra og stöðva leka fljótt
» Bregðast við vatnstjónum með því að þurrka og fjar-
lægja rakaskemmd efni.
Er hægt að útskrifa húsnæði myglufrítt?
Það er vissulega áskorun að skoða og meta húsnæði vegna
rakaskemmda. Rakaskemmdir og mygla eru oftar en ekki
þurrum á byggingartíma. Síðast en ekki síst er það ábyrgð
eiganda eða umsjónaraðila að viðhalda húsum, bregðast við
lekum og tjónum. Einnig að fylgjast með og læra að hegða
sér þannig innandyra, að aukinn rakabúskapur og vandamál
honum tengd verði fyrirbyggð.
Íslenski útveggurinn
Íslendingar hafa einangrað steypt hús á sérstakan máta, eða
innanfrá en ekki að utan, eins og aðrar þjóðir gera. Við erum
með sér íslenskan útvegg þar sem aukin hætta er á rakaþétt-
ingu inni í veggnum og kuldabrúm.
Ysta veðurkápan er steypan sjálf og er því næm fyrir
lekum. Steypa er ekki góð til einangrunar og þarf 4-5 metra
þykkan steyptan vegg til að ná sama einangrunargildi og
100 mm steinull sem dæmi. Þetta þýðir án þess að farið sé út
í tæknileg atriði að kaldir fletir á yfirborði veggja eru frekar
í húsum sem einangruð eru að innan. Þessir fletir eru þá
sérstaklega þar sem gólf- eða loftplata mætir útvegg í húsum
einangruðum að innan (sjá mynd).
Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þessi
veikleiki er til staðar í slíkum húsum og þess vegna þurfum
við sérstaklega að gæta að því hver loftrakinn er inni hjá
okkur. Að sama skapi getur heitt rakt loft í einhverjum til-
fellum, og við ákveðnar aðstæður, þést og grátið innan í
veggjum, á milli einangrunar og steypu.
Annar valkostur er að einangra að utanverðu. Þá er ein-
angrun sett utan á steypuna og klæðning sem ysta veðurkápa
þar utan á. Steypan er þá ekki köld, heldur hlý og kuldabrýr
því ansi fátíðar.
Grætur húsið þitt?
Það er ekki nóg að húsin okkar þurfi að standa af sér
íslenskt veður heldur þurfa þau einnig að hýsa fólk, sem
með athöfnum sínum og venjulegri öndun gefur frá sér raka í
inniloft.
Við venjulegt heimilishald fjögurra manna fjölskyldu getur
rakainnihald og vatnsmagn í lofti aukist um 40-50 lítra á
viku. Heitt og hlýtt inniloft getur haldið þessum raka í meira
magni en kalt útiloft. Þessi raki í loftinu getur síðan orðið
að vatni við það að komast í snertingu við kaldan flöt. Hver
þekkir ekki að glerflaska sem er tekin út úr ísskáp ,,grætur“ á
yfirborði, og þá sérstaklega ef heitt og rakt er í kringum okkur.
Þegar frost er úti og hlýtt innandyra er hætta á raka-
þéttingu og að mörg hús gráti. Húsin gráta vegna raka-
þéttingar innandyra á rúðum og köldum flötum, líkt og á
glerflöskunni. Helstu ummerki um þetta finnast í formi vatns
eða móðu við glugga. Í hornum við útveggi liggja taumar
eða málning byrjar að bólgna. Í verstu tilfellum er komin
svört, græn, grá eða bleik slikja á útvegg, við rúður eða
glugga. Þarna leynist stundum mygla eða aðrar örverur, sem
Mynd 3. Milliplata við útvegg. Þar sem ljósbláa svæðið er gæti fallið út raki
vegna kulda miðað við hita innandyra. Mögulegar afleiðingar innandyra.